Heimsókn / Visit

DSC06091_editedVið hjónin fórum í heimsókn til Guðmundar Björnssonar læknis og Helgu Ólafsdóttur konu hans í gærkveldi og snæddum með þeim frábæran mat sem Guðmundur reiddi fram af sinni alkunnu snilld.  Guðmundur og tveir félagar hans hjóluðu þvert yfir Bandaríkin árið 2001 frá vestri til austurs.  Þeir hjóluðu tæpa 8000 km á ca 3 vikum.  Þarna var því gott tækifæri til að sækja sér í vitneskju og fróðleik sem hægt verður að nýta sér.  Þeir hafa gert skemmtilega mynd um ferðina sem mér var sýnd í gær og var það hin besta skemmtun.  Guðmundur ætlar að aðstoða okkur varðandi lyf og þess háttar, sem við bræður þurfum að hafa með okkur.  Einnig bauðst hann til að vera alltaf á neyðarvakt, þannig að við megum hringja í hann hvenær sem er sólarhrings, ef að við lendum í erfiðum málum er varðar slys, veikindi eða sjúkdóma.  Mjög vel boðið og kærar þakkir fyrir það.  Það er gaman að finna fyrir svona stuðningi og er hann vel þeginn og metinn.  Og hver veit nema að hann hjóli með okkur smápart einhversstaðar ?

 Me and my wife went to visit Dr. Guðmundur Björnsson and his wife last night and had a lovley dinner.  Guðmundur with two friends went the year 2001 across USA from west to east and he showed me a film they did and it is very good to be able to speak to someone who has experince in riding in USA.  Guðmundur offered to assist us with medicine etc. and he did also offer to be on line all the time if we need some advice, get ilness or injury.  It is very good to have a support like this and it is well appreciated.  There might also be a chance of him riding with us some part of the way.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband