10 dagar !!! / 10 days !

windy_1Við Einar fórum fyrstu ferðina okkar saman á hjólunum til Keflavíkur í dag í þvílíku roki að það tók vel í.  Margir sýndu hjólunum áhuga í Keflavík og var gaman að því.  Ég ákvað að kveðja Einar uppúr kl. 13 til að skunda í Laugardalshöllina til að horfa á eldri synina keppa í úrslitaleik í körfubolta gegn Njarðvík og því miður töpuðu Fjölnismenn í þetta sinn.  Einar og pabbi ákváðu svo að taka rúnt um suðurnesin og þegar Einar kom til mín seinnipartinn hafði hann skemmtilegar fréttir að færa.  Hann hafði lent í því að verða bensínlaus og á bensínstöðinni týndi hann lyklinum að hjólinu og þegar þeir voru að leita lyklinum kom í ljós olíuleki.  Þá ætlaði hann að ná í verkfæri undir sætinu en þá gat hann það ekki því hann þurfti líka á lyklinum að halda þar.  En á endanum kom lykilinn í ljós og allt gekk upp. Smá ævintýri á laugardegi og sýnir hversu nauðsynlegt er að við hjólum næstu daga til að hita okkur upp og undirbúa okkur með hjólin og eftir daginn þurfti að stilla og herða ofl. á hjólunum. Mig langar svo líka að segja ykkur lesindum bloggsins hvað margir eru búnir að hafa samband við mig með tölvupósti, og á spjallsíðu og bjóða mér og okkur heimboð og jafnvel gistingu.  Ég hef verið töluvert inni á amerískri síðu sem heitir www.advrider.com og verið þar í samskiptum við áhugamenn með mótorhjól og ferðamennsku.    Segið svo ekki að það sé til fullt af almennu fólki þarna úti í hinni stóru veröld.  T.d. eru komin heimboð í New. Hampshire, Florida, Texas, Istanbul, Nýja Sjáland, Suður California, Stokkhólmi, Maine, San Fransico, New York, Pensylvania, Dallas, Seattle, New Mexico ofl. stöðum.   Aldrei að vita nema við bönkum uppá einhvers staðar og talandi ekki um ef við lendum í vandræðum, þá er gott að hafa einhverja til að hringja í.

Me and Einar went on our first trip togehter on the bikes today to Keflavik and it was a very windy day !  Many people showed interest in the bikes and that was fun.  I decided to say goodbye to Einar after one o'clock because two of my oldes sons were playing in the final in basketball and sadly they lost today.  Einar did ride some more with our father and in the afternoon when he came back he said to me he had had some funny problems today.  Firstly he went out of gas and on the gasstation he lost the key and there he alsou found out that he was having oilleak.  Then he wanted to get some tools which are located under the seat..but there he also needed the key!  But fortunately he found the key and he had a small adventure on this saturday.  We agree that it is necessary for us to use the bikes as much so we can adjust all kinds of small things before the departure.  Handlebars, mirrors etc. I also want to share with you readers that many people have wrote to me on e-mail and invitied us too there homes.  Very nice people.  We have got invitation´s from all over the world for example, New Hampshire, Florida, Texas, California, San Fransisco, New York, Sweden, New Zeeland, Turkey and more.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband