Síðasti dagur fyrir brottför ! / last day before leaving !

Spennan magnast !  Dagurinn byrjar á því að við Einar förum saman af stað og þurfum að fara á ýmsa staði til að sækja eða kaupa eitt og annað smálegt.  Síðan keyrði Einar mig heim og ég fór að rífa hjólið !  Nei, ekki alveg í sundur, en við ákváðum að gera fjöðrunina að aftan stífari og til þess að komast að gorminum, þarf að taka töskur, sæti og pústkerfi undan.  En þetta gekk vel og nú er hjólið klárt.  Nú er ég að ganga frá pappírum, ljósritum, dagbók og skriffærum í töskur og svo er bara að pakka fötunum.  Allt að koma.  Meira seinna í dag.

 

The excitement is growing! We started the day by running some errands and picked and/or bought a couple of things. Then, Einar drove me back home and I started working on the bike. We decided to stiffen up the suspension in the back and for us being able to reach the spiral we needed to take the bags, seat and exhaust out of the way. But everyhing worked out so the bike is now finally ready. Now I'm just taking care of and packing all the papers and documents and after that I'll start on the clothes. I'm getting there...to be continued later today


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óska ykkur góðrar ferðar.

Guðmundur Árni (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 16:59

2 identicon

Ég óska ykkur góðrar ferðar og ekki síst góðrar heimkomu. Vona að ferðin verði skemmilega erfið eins og mér finnst að þið viljið hafa hana - enda hlýtur þessi ferð að vera mikil áskorun. Ég hef fylgst með bloginu frá upphafi og hhlakka mikið til að fylgjast með áfram.

Gangi ykkur allt í haginn.

Hilmar Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 21:41

3 Smámynd: Sverrir Þorsteinsson

Þakka ykkur báðum kærlega fyrir.

Sverrir Þorsteinsson, 8.5.2007 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband