Egilsstaðir 8. mai / Egilsstaðir 8. may

Afrit af fjölskyldan 8 mai.Stóri dagurinn rann upp með heiðum himni og sól og ekki hægt að óska sér fallegri dag til að byrja heimsreisuna.  Dagurinn var tekinn snemma og við öll fjölskyldan borðuðum morgunmat saman og svo kom pabbi og Einar stuttu síðar.  Ég fattaði það í morgun að ég hafði steingleymt að kaupa mér sandala til að taka með í ferðina og eins hafði ég gleymt í gær að fara í bankann að sækja evrur.  En þá er bara að vona að fáist sandalar á leiðinni en evrunum kippti ég uppá leiðinni til MotorMax.  Það var frábær tilfinning að leggja að stað í morgun og alveg ótrúlega gaman að sjá alla sem gáfu sér tíma til að koma og kveðja okkur uppfrá hjá MotorMax.  Ættingjar, vinir og áhugamenn komu ásamt fréttafólki og maður er bara hálf hrærður yfir þessum mikla stuðningi og velvild og ekki 8 mai með prestinumslæmt vegarnesti.  Sr. Íris flutti okkur fallega bænarkveðju sem hún svo gaf okkur meðferðis og það var mjög svo ánægjulegt.  Litla skvísan mín hún Fanndís María átti svolítið bágt, heldur að pabbi rati ekki tilbaka en mamma hennar sagði mér í kvöld að hún hefði þurft að sýna henni öll löndin aftur og ég vona að hún hafi trú á pabba gamla !  Þó nokkuð margir ákváðu svo að fylgja okkur úr hlaði, sumir snéru við á litlu kaffistofunni, aðrir í Hveragerði og enn aðrir á Hvolsvelli og þeir sem fóru með okkur alla leið voru pabbi, Skúli Guðmundsson en hann mun slást í hópinn ásamt pabba Ameríkulegginn og svo hann  frændi Sverrir Fannar.  Þakka ykkur öllum samfylgdina í dag !  Annars var leiðin austur löng og köld og mikið rok og eiginlega alltaf mótvindur.  Það var farið í öll þau föt sem voru meðferðis en samt kalt.  2-5 gráður.  Sem sagt hér erum við og ég komnir og nú er málið að fara að hvíla sig því næsti dagur verður tekinn snemma.  Trúlegast heimsækjum við hópmynd 8 mai.Yamaha menn hér á morgun en svo kveðjum við ferðafélagana við bræður og hjólum til Seyðisfjarðar ca. 20 km en þangað þurfum við að vera komnir um hádegi.  Ferjan fer svo um 5leytið og siglir til Færeyja þar sem við ætlum að reyna að komast í land og hjóla smá.  En sjáum hvað setur og vonandi kemst ég á bloggið aftur sem fyrst en þangað til.  Bestu kveðjur í bili.

 

The big day couldn’t had started better when I looked out the window and saw the beautiful weather. I woke up early, ate breakfast with my family before Einar and my father came. I realized that I had forgotten to buy sandals this morning and I also forgot to go to the bank to get Euros. Nothing I can do about that except to hope I can buy sandals on the way but I just picked up the Euros on the way to MotorMax. It was a great feeling to start the trip this morning and it was increadible to see how many people came to say goodbye at MotorMax. Relatives, friends, and other good people came along with reporters and I couldn’t help but to be touched by all of the support everyone gave me and Einar. The priest, Íris, read us a beautiful goodbye prayer which she then gave us to keep during the trip and that was very nice. My little girl, Fanndís, had a pretty tough time. She thought that maybe her daddy is going to get lost and not find the way home but her mom showed her all the countries on the map earlier this evening so I hope my little girl believes in her old man. There were many bikers that decided to ride with us a small part of the way. Some turned back at the Litla Kaffistofan, others in Hveragerði, a couple of guys even followed us to Hvolsvellir but my father, Skúli Guðmundsson (he will also go with my father to meet us in America) and Sverrir Fannar rode with us all the way to Egilstaðir. I just want to thank everybody who took part in that. But the way east was long and cold, it was really windy and we were almost always riding against the wind. We put on all the clothes we had but is was still cold, 2-5 degrees celcius. But of course we made it here so we’re going to visit the Yamaha guys tomorrow, say goodbye to our travelling companions and ride to Seyðisfjörður, ca. 40 km, where we have to be at noon tomorrow. The ferry leaves around 5 and sails to the Farao Islands where we are going to try to leave the ferry and ride around a little. But we’ll see how it goes and hopefully I’m going to be able to blog again as soon as possible. But until then, take it easy =)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband