Færeyjar 10. mai kl. 9.20 / Faroe island 10.mai 9.20 am

FæreyjarKomnir til Færeyja með Norrænu.  Ferðin gekk vel og sjólag gott en eitthvað svaf ég ekki vel.  Fengum klefa með pólverja og var hann þannig að við treystum honum ekki og vildum ekki skilja dótið okkar eftir í klefanum.  Gestur Einar á Rás2 hringdi svo í mig áðan og  viðtalið hans er hérna fyrir neðan aftarlega á spilaranum.  Á miðvikudagsmorgun kom í ljós að púströrið mitt hafði brætt gat í topptöskuna og þurftum við því að byrja daginn á því að gera við það.  Smá hönnunargalli !  Við fengum að vera inni hjá Toyota/Yamaha umboðinu á Egilsstöðum og vorum við ca. 2 tíma í að gera við þetta.  Fengum góða aðstoð og takk fyrir það og þurftum ekkert að greiða fyrir hjálpina.  Mótorhjólaklúbbur austurlands hafði heimsótt okkur kvöldið áður og gaman að segja frá því að við erum búnir að vekja eftirtekt hérna fyrir austan og margir vita af þessu ævintýri okkar.  Pabbi, Skúli og Sverrir Fannar kvöddu okkur snemma og héldu heim á leið en við hjóluðum til Seyðisfjarðar um hádegi.  Þegar þangað kom var lítið um að vera nema bíða eftir að fá að fara um borð.  Dagurinn fór því að mestu í bið.  Um kl. 17.00 vorum við svo beðnir um að koma hjólunum fyrir og binda þau.  11 aðrir mótorhjólamenn og konur eru líka um  borð í Norrænu á leið til Evrópu í 3-6 vikna ferðalag.  Við bræður eru fyrst núna eiginlega að fatta að ferðin sé byrjuð og er það bæði spennandi og skemmtileg tilfinning.  En næsti áfangastaður er Noregur og þangað til ..bless í bili.

  http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331513

 

We have arrived to the Farao Islands with Norræna. The trip went well and the seas were still but I didn't get much sleep. We got a room with a polish man and it was something about him that we didn't trust and we didn't want to leave our things with him. Gestur Einar called us from Rás2 and he interviewed us and you can find the interview by clicking on the url below. On wednesday morning I found out that the exhaust had burned a hole in the top case so we had to start the day by fixing that. the Toyota/Yahama dealership gave us a place to fix it and it took about 2 hours. We got some help which we didn't have to pay for so thank you very much for that. The Motorcycle club of Austurland payed us a visit the night before and it's fun to see that the people in the area is aware of our adventure. Our father, Skúli and Sverrir Fannar went home early in the morning but we went to Seyðisfjörður and arrived around noon. Then we just had to wait to get on the ferry and that's what we spent most of the day doing. Around 5pm we were finally asked to take our bikes on board the ferry. 11 other bikers were also on board Norræna on their way to Europe for their 3-6 week adventure. Einar and I are actually realizing that the trip has started just now and it's an exciting and a great feeling. Next stop will be Norway and I'll probably blog soon after we arrive there.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband