13 km frá Þrándheimi / 13 km from Trandheim

Norski herragarðurinnÞá erum við komnir á áfangastað kvöldsins.  Erum staddir 13 kílómetra fyrir utan Þrándheim en höfum ekki nafnið því við komum bara að skilti þar sem stóð "rúm" og hjóluðum þar inn og komum að norskum eldgömlum herragarði með ekkert nafn sem við sáum.  Bönkuðum uppá og eldri maður opnaði og við spurðum hann um gistingu og hann leit á okkur brúnaþungur og hikaði lengi og eftir nokkra umhugsun bauð hann okkur uppá háaloft í gistingu og eru rúmin ekki alveg í samræmi við hávaxna íslenska víkinga !..ljóst að honum leist ekki alltof vel á okkur Angry enda svalir að sjá ! En hér er eitt mjög gamalt sjónvarp með loftneti og aldrei að vita nema við getum eytt kvöldinu í að horfa á Eurovision ?   En við lögðum að stað í morgun um hálfníu leytið eftir góðan svefn og í dag höfum við hjólað um 580 kílómetra og dagurinn búinn að vera hreint ævintýralegur.  Það er svo fallegt að hjóla hérna að maður er enn í skýjunum.  Landslagið er svo fallegt, þröngir dalir og há fjöll og höfum við farið frá sjávarmáli og uppí 1000 metra sjóhæð.  Veðrið var bjart og kalt en við fengum á okkur rigningu í lokin.  Við erum búnir að hjóla í 10 klukkutíma í dag en mér líður bara rosalega vel og bara fullur af orku af landslaginu hér þótt svo vegastæðin séu erfið.  Hjólin hafa reynst vel og eyddu litlu.  Við stoppuðum þó eitthvað á leiðinni og einu sinni var ég spurður hvort ég væri frá Nýja Sjálandi því númerið á hjólinu mínu er NZ881.  Planið er að hjóla áfram norður á morgun og yfir til Svíþjóðar.  Eigum eftir að hjóla ca. 1000 km. samtals norður áður en við höldum aftur suðuráleið. En eigið gott Eurovisio- og kosningakvöld og þangað til.  Bless í bili.

We have reached tonights destination. We are 13 km outside of Þrándheimur but we don’t know the specific name because we just saw a sign where it said “beds” and stopped there. We knocked on the door and an older man opened the door. We asked if we could spend the night and he finally agreed with a heavy face, and he was clearly not too happy about it. The room, and especially the beds was not suitable for big Icelandic vikings and it was obvious that the old man did not like us very much...since we are, of course, looking pretty scary and cool. But there’s an old TV here with an antenna so you’ll never know if we might just spend the rest of the night watching Eurovision. We woke up at early this morning and started riding around 8:30 after a good sleep. We rode about 580 km and the day is been absolutely fantastic. It’s so beautiful to ride here in Norway. The landscape is stunning, narrow valleys and big mountains where we have gone from sealevel up to 1000 metres above sealevel. The weather is clear but it’s cold and we got a little rain at the end of the day. We have been riding for 10 hours today but I feel great and I’m still full of energy. The bikes have bee working well and they are not using much petrol. Today, we stopped once or twice on the way and during on of those stops I was asked if I was from New Zealand because my licence plate is NZ881. The plan is to keep going north tomorrow and over to Sweden. We have around 1000 km left north before we can start going south. But you people in Iceland have a good Eurovision-and election night and you’ll hear from us soon again.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir.

Gott að heyra af ykkur, að þið séuð byrjaðir og allt gangi vel.

 Kveðja, Þórir.

Þórir Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband