Barabing 26 maí / Barabing 26 mai.

Aftur sprungiðErum staddir núna á milli borgarinnar Omsk og borgarinnar Nowosibirsk.  Skemmtilegur dagur í gær en dagurinn í dag hefur allur verið í eins landslagi og á eins vegum.  Hjóluðum mikið í dag og í gær eða nákvæmlega 693 km í dag.  Við erum greinilega komnir á slétturnar miklu austan við Úralfjöllin.  Gríðarlega miklar sléttur og inni á milli stórir akrar, margir ferkílómetrar að stærð.  Hér er umferðin mun minni en áður og vegirnir betri sem er öfugt við það sem ég bjóst við. Við  gistum í borginni Ishim síðustu  nótt sem ætti þó frekar að kallast bær en það er ótrúlegt hvað sumar borgir hérnar eru stórar sbr. OMSK þar sem búa 1.2 milljónir manns!  Við hittum svisslendinginn aftur en hann heitir Bernad og hjóluðum við saman seinnipartinn í dag og erum á sama gististað aftur en það var algjör tilviljun því við lentum líka saman í gær þrátt fyrir að hafa kvatt hann stuttu áður.  Í gær þegar við vorum á leiðinni til Omsk á aðalveginum og allt gekk eins og í sögu sjáum við þá ekki hvar landamæri Rússlands og Kasakstan blasa við okkur allt í einu.  Það er nú svo merkilegt að aðalvegurinn til Omsk liggur að nyrsta hluta Kaskastan.  Þetta var hvergi merkt þannig að ef við ætluðum til Omsk hefðum við þurft að fara út úr Rússlandi til Kasakstan og aftur til Rússlands.  En þar sem við höfum ekki ártiun aftur til Rússlands þá gátum við ekki farið þessa leið.  Við urðum því að finna nýja leið, sveitavegi sem lengdu ferðina um 200 km en gerði bara daginn skemmtilegri.  Og okkur munar ekkert um það í öllu þessu stóra landi !  Nú styttist í að við förum inní Mongoliu en það eru 2-3 dagar þangað til það gerist. Á morgun förum við til Nowosibirsk og ætlum við þar að reyna að finna Yamaha Kvöldmatur í Ishimsöluaðila og reyna að fá þar ný framdekk fyrir okkur báða áður en við höldum til Mongolíu. Einnig vantar okkur betra kort af Mongolíu.  Við ætlum semsagt að standa í örlitlum erindagjörðum.  Í gær urðum við fyrir fyrstu biluninni og ferðin í húfi.  Það var þó ekki svo alvarlegt en það sprakk hjá Einari í fyrsta sinn.  Eftir hálftíma viðgerð héldum við af stað aftur en það dugði skammt því það sprakk aftur eftir 10 mínútur.  Liltu mátti muna að illa færi því Einar var að taka framúr stórum trukk og hann missti næstum vald á hjólinu !  Þegar við opnuðum dekkið aftur kom í ljós að nagli var fastur inní dekkinu og lím hafði gefið sig.  Nú var dekkið lagað betur og hefur verið til friðs síðan.  Veðrið í dag er búið að vera mjög íslenskt.  Kalt og bjart og það var eiginlega skítkalt að hjóla í dag.  Nú er kominn 7 tíma munur. Mér fannst á köflum í dag við vera bara að keyra á suðurlandsundirlendinu.  Það sem ég er að upplifa mjög sterkt hérna er hversu ógnarstórt Rússland er .  Keyrum 4-700 kílómetra á dag og erum bara rétt komnir að miðju Rússlands eftir viku ferðalag.  Teljarinn er kominn í 9008.  Bið að heilsa og bestu kveðjur.

We are now between Omsk and Nowosibirsk. We rode a lot yesterday and today or 693 km. We have obviously entered the great plains east of the Ural Mountains. The traffic is a lot less than before and the roads are much better and I didn’t expect that at all. We spent last night in the city of Ishim even though its more like a town but it’s unbelievable what some of the cities here are big like Omsk where 1.2 million people live. We met Bernard, the switch, again and we rode together a part of today and we even ended up at the same rooming house. That was a funny coincident. Yesterday, when we were on our way to Omsk we came to the Kazakstan borders so we had to find a new way to Omsk. But that was no problem and it was actually quite fun to ride the roads we chose. But it’s only about 2-3 days until we get to Mongolia now and we discovered that we need a better map of Mongolia. Tomorrow we are going to Nowosibirsk and we’re going to try to find the map there and new front tires for Einar and I before we go to Mongolia. But we had the first breakdown yesterday when Einar’s tire went flat. After working on it for half an hour we started riding again but it didn’t las more than 10 minutes before the tire went flat again. Now we saw that there was a nail stuck inside the tire and Einar was lucky not losing control of the bike that time. We fixed the tire better this time and everything has been good since. The weather has been pretty Icelandic today, cold and bright. It’s now 7 hours difference between here and Iceland. It was strange, sometimes I felt that I was riding in the south of Iceland today. But what I’m experiencing now is how big Russia really is. We are riding 4-700 km a day and we’re still just in the middle of Russa after a week of riding. The counter is now at 9008 km. Ttyl - Sverrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leit að heyra með framdekkin hjá ykkur. Er þau að slitna óðelilega mikið út af erfiðum vegum þarna fyrir austan eða eru gæði þeirra ekki eins og við var að búast.

Gangi ykkur ykkur sem best, kveðja Hermann 

Hermann Valsson (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Sverrir Þorsteinsson

Saell Hermann, nei dekkin eru i godu lagi, tho ad thad sjai a theim, en thad sem vid erum ad hugsa um er ad fa okkur kubbadekk til ad hafa med okkur adur en vid forum inn i Mongoliu.  Tha erum vid betur bunir ef vid lendum i bleytu og drullu, thvi ef ad thad rignir her, tha er jardvegurinn thannig ad hann verdur ofurhall og efidur.  Nu og einnig erum vid tha med varadekk baedi ad aftan og framan.

Kvedja

Sverrir 

Sverrir Þorsteinsson, 27.5.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband