Ulan-Ude 8 júní

Síðasta daginn í Ulaan Baatar fórum við með Þór hjá Rauða Krossinum í skoðun í fátækrahverfin og eins og eðlilegt er var þetta döpur sjón og sló mig töluvert.  T.d hitti ég eina fjölskyldu sem býr í ömurlegu tjaldi og eiga ekki neitt og áttu þau meðal annarra barna eina litla 5 ára stelpu alveg eins og ég á eina heima og fannst mér því erfitt að sjá hana í þessum aðstæðum.  Hún var grútskítug en glöð og eini maturinn sem ég sá þarna var hveiti í poka.  Ömurlegar aðstæður og sýnir hvað lífið getur verið mismunandi og erfitt þótt  mikil uppbygging eigi sér stað í þessu merkilega landi.  Klukkan tvö fengum við loksins passana okkar tilbaka í hendurnar og fórum þaðan í öllum búningnum á skrifstofu Rauða krossins til að kveðja Þór og starfsfólkið hans.  Síðan var stefnan tekin útúr borginni með smá viðkomu í úthverfi þar sem viðtalið fór fram við rás2.  Það gekk ágætlega en slitnaði að lokum.  Meðan ég talaði heim renndi að okkur 54 gamall Ástrali á mótorhjóli og annan eins ævintýrakarl hef ég aldrei hitt.  Hann hefur hjólað um allan heiminn í mörg mörg ár, stuttar ferðir á gömlu hjóli með enga varahluti og engin kort og ekkert gps.  Alvöru karl þar á ferð.  Hann var svo glaður að hitta einhverja sem töluðu ensku að við ætluðum ekki að geta kvatt hann.  Hann var á leiðinni til Írlands að hitta ættingja og tók smá krók í gegnum Mongoliu ! :)  Eftir að hafa kvatt hann héldum við áfram að átt að landamærinum í gegn um Darkan hérað sem er geysilega fallegt hérað.  Fundum náttstað þar í litlu gili þar nálægt og átti ég bara góða nótt.   Primusinn virkaði loksins eins og hann átti að gera þannig að við gátum fengið okkur núðlur og te.  Vaknaði hress og kátur í morgun og eftir heitt te ókum við í átt að landamærunum og vorum þar um 11.  Tók það ekki nema 5 klukkustundir að komast í gegn !! þannig að allur dagurinn fór í þetta en engin vandræði nema landamæravörðurinn, kona  í útlendinaeftirlitinu hafði aldrei séð íslenskt vegabréf og skoðaði það eins og við værum glæponar og ég sá að hún fór með það gegnum vélina þar sem er athugað hvort vegabréfin séu fölsuð allaveganna 15-20 sinnum og á endanum kom yfirmaðurinn til að skoða vegabréfið !  En hún má eiga það að hún kom svo til útskýra þetta að hún hafði aldrei séð íslenskt vegabréf og svo brosti hún bara sínu blíðasta..þótt svo hún væri rússi !  En að lokum gekk þetta semsagt og var ég þá kominn til Rússlands í annað sinn á skömmum tíma.  Svo ókum við til Ulan-Ude, lítillar borgar en tókum ranga beygju fljótlega eftir að hafa farið frá landamærunum en tókum sjensinn og vildum sjá hvert það leiddi okkur og enduðum svo í sveitum nálægt Ulan-Udi og þá sáum við lítil þorp og staði sem eru greinilega ekki í uppbyggingu. Hálfhrunin hús og drasl ofl.  Eftir enn eitt lögreglustoppið þar sem ekkert var að og við þurftum ekkert að borga fundum við dæmigert hótel þar sem við ætlum að gista í nótt.  Það er svo mikil fluga að við ákváðum að vera inni í nótt.  Teljarinn er kominn í 13.300  Tímamunurinn er í 9 tímum núna svo ég segi bara góða nótt og heyrumst síðar.

The last day here in Ulaan Baatar we went with Thor and the Redcross to visit the poor and needy ones.  It was a little difficult for me and I was sad.  for ex. we visited one family who lived in a awful tent and they owned nothing.  One of their children was a five year old girl, just like mine home and it was difficult to see here in this circumstanses. She was so dirty but she was joyful.  I couldnt see any food with this family except a wheat in a sack.  Dreadful circumstanses and reminds me how horrible life can be for some people and different and difficlut from the life I  know.  But you can see that a build up is in a progress here and hopefully will be.   2 o'clock we got our visas and ready to go we went first to say goodbuy to Thor and his staff at the RedCross.  There we rided from the city and but had to stop as I had to do the interview with channel 2 in Iceland.  While I was talking to the radio a 54 year old Austrailian came to us and I have never met an adventureman like him !:)  He has been riding around the world for many many years.  And he is on old motocycle, no tools, no maps and no gps.  A real adventureman.  He was so happy to meet somebody who speaks english that it took time to say goodbye.  He was on his way to Irleland to visit relatives and went through Mongolia on his way !:)  But after we had said goodbye we aheaded towards the border of Mongolia and Russia and rode through Darkan county and it was very beautiful there.  Found a place there for the night in a beautiful canyon.  The primus was working finally and we had a hot tea and noodles for dinner.  I slept well and next morning aorund 11 we came to the border and it took 5 hours to go through !!  A woman, working in the foreign department hadnt seen before a icelandic passport and she took our passports and I could see here through the window as she scanned them into some machine 15-20 times to try to see if we were some crimials or the passport were faked.  Finally her boss came and also looked at the passports.  But the womand then eventually came to us with our passport and confessed and explained to us that she hadnt see before icelandic passports and she was polite and even gave us a smile !..and she is russian.:)!  So finally this went well and here I am back in Russia again.  We decided to ride on to Ulan-Ude from the border but took wrong turn and decided to see were that would take us.  So we were today in a beautiful country near Ulan-Ude but obviuously no construction there going on.  Houses in bad conditions and trash everywhere.  The police stopped us once again but it went well and we didnt have to pay money.  There were so many flies so we decided to sleep in Ulan-Ude.  The counter is now 13.300 and the time difference is 9 hours so for now I say good night.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra hvað ykkur gengur vel strákar. Dúllara kveðja.

Villi Arafat. (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 21:09

2 identicon

Jæja strákar góða ferð og gaman verður að fylgjast með framhaldinu hjá ykkur.

Kær kveðja Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 23:08

3 identicon

Góða ferð bræður.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband