350 km frá Khabarovsk / 350 km from Khabarovsk

Sverrir með flugnanetUndanfarnir dagar hafa einkennst af erfiðum vegum og erfiðri umferð og bara hreint og klárt puð og eftir daginn liggja rúmir 480 km.   Svo hafa verið hættur víða og var t.d. ég næstum keyrður niður í gær og drepinn.  Rétt slapp frá biluðum bílstjóra sem í beygju kemur bara yfir á minn vegarhelming en hann hafði verið búinn að svinga hægri vinstri á milli vegarhelminga að sögn Einars sem var töluvert fyrir aftan mig og sá þetta gerast.  Og þarna stefndi hann bara á mig og munaði ansi mjóu að hann æki mig niður!  Þessir bílstjórar sem ég hef minnst á áður eru að flytja bíla inn frá Japan og höfum við sé þá nokkra henda bjórdósum eða öðru sterkara út um gluggana og jafnvel hefur maður sé þá vera að staupa sig á ferð svo þessi hefur greinilega verið fullur á ferð og lenti hann ofan í skurði og get ég ekki sagt að ég hafi harmað það mjög.  En það voru fleiri bílar þarna á ferð með honum og við ákváðum halda áfram vissir um að þeir myndu bjarga sér.  Gjörsamlega bilaðir á götunum !  En  svipaðir dagar undanfarið semsagt og síðstu 5 nætur höfum við verið í tjaldinu fyrir utan nóttina í Chita þar sem við sváfum illa vegna hávaða og dýnanna.  Við finnum núna fyrir töluverðri þreytu og þörf fyrir að fara að hitta fólk sem skilur okkur.  Við erum drulluskítugir eftir vegina, stundum er rykið svo mikið að maður þarf að stoppa til að hreinsa glerið til að sjá út og þetta ásamt þreytunni og málleysinu er aðeins farið að segja til sín.  En ekkert að annað en þreyta en maður vissi að þessar stundir myndu koma og vera erfiðar.  Flugurnar eru að gera mig brjálaðan núna og ég er illa bitinn á fótum, hælar og tær eru verstar. Er í þykkum sokkum og mótorhjólastígvélunum til að halda þeim frá mér.  Margar eru mjög stórar og ég fékk eitt rosa flykki á handarbakið sem ég ætlaði að slá burtu þegar hún stakk mig á kaf og þá gat ég ekki hent henni af mér heldur varð ég að bíða í eina Einar að gefa eiginhandarárirtunmínutu meðan hún drakk og drakk og ég sá hana fyllast að blóði.  Mjög sérstök tilfinning.  Það er gaman að segja frá því að þegar við höfum stoppað í litlu bæjunum og hitt local íbúana að við erum oft beðnir um eiginhandaráritanir. Rússunum finnst mjög gaman að sjá ferðamenn þó svo að þeir tjái sig nú lítið að fyrra bragði. Eigum að minnsta kosti 3-4 daga til Vladivostok þannig að við verðum fljótari en ég hélt og vegurinn að skána.  Svo við fáum nokkra daga til að þrífa hjólin og OKKUR í Vladivostok  !!  Ferjan fer á sunnudeginum til Japans sem við ætlum að koma okkur í .  Kílómetramælirinn er í 16.000.  Kveðja.

 

It has been rough for the last couple of days, difficult roads, bad weather and traffic. It’s also been really dangerous at times e.g. I was almost ran over the other day and killed. I barely managed to avoid this driver who suddenly drove over on my half of the road but Einar saw this happen and told me that he had been swinging right to left before that happened. I’ve talked about drivers before who are importing cars from Japan and I’ve seen some of these drivers throw beer cans and Vodka bottles out of the window and I’ve even seen some drivers taking shots while driving. So this driver who almost crashed into me was clearly drunk but he ended up in a ditch soon after that happened and I can’t say that I felt much for him. There were other drivers around him who could help him so Einar and I just went our way. So basically, some people here are simply crazy in traffic. But anyway, everything has been pretty much the same for the past few days but we’ve been sleeping in the tent for the past nights. We are getting really tired and feel the need to meet people who actually understands something that we’re saying. We’re extremely dirty from the roads, there is so much dust that we sometimes have to stop to clean the glass to be able to see. This, along with the tiredness and the mutism is making it really hard for us now. The mosquitoes are also driving me crazy and I’ve got bad bites on my legs but the toes and heels are the worst. But I’m just wearing thick socks and motorcycle boots to keep them off me. Some of them are huge and I saw a huge one on my hand the other day and was about to hit it when it bit me and I had to watch it drink my blood for a whole minute. That was a strange feeling.  But sometimes when we get to the smaller towns and meet the locals we’re often asked for autographs. Russian people obviously like seeing travellers even though they don’t talk alot unless they have to. We have at least 3-4 days left to Vladivostok so it’s going to take less time than we thought. So we’ll get a couple of days in Vladivostok to clean our bikes and OURSELVES there. The ferry sets off on Sunday to Japan. The km counter is at 16.000. Ttyl - Sverrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir ferðalangar

Þetta er stórkostlegt ævintýri hjá ykkur ég hef fylgst með bæði í tölvunni og líka fengið fréttir af ykkur hjá gamla.

Gaman að fá að vera með

Gangi ykkur vel og akið varlega

Kveðja

Ebenezer Bárðarson

Ebenezer Bárðarson (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 12:14

2 identicon

Þetta er nú meira ævintýrið hjá ykkur!  Ótrúleg forréttindi að fá að fylgjast svona vel með þökk sé tækninni í dag.

Jón Eggert minnist oft á Sverri brumm brumm frænda á hjólinu sínu!  Þú ert án nokkurs vafa ÆDOLIÐ hans :-)  Farið varlega og gæti ykkar allt gott!

Hugsum til ykkar á hverjum degi

Kveðja,
Gunna & co

Jónsgeislagengið (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 12:58

3 identicon

Mikið óskaplega er gamana ð fylgjast með þessu ferðalagi hjá ykkur, ég kem hingað inná alveg lágmarg daglega til þess að vita hvort að eitthvað hafi bæst við og alltaf finnst mér jafn gaman að lesa um þetta

Gangi ykkur vel

kv.

Árni Sigurður Pétursson

Árni Sigurður Pétursson (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 13:57

4 identicon

Frábært hjá ykkur Einar og Sverrir!!  Kem hingað inn á síðuna reglulega og fylgist með.

Gangi ykkur allt í haginn í ferðinni.

kveðja Gígja

Gígja Baldursdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 23:34

5 identicon

Alltaf jafn gaman af að sjá nýjar fréttir af ykkur bræðrum og gott hvað þetta gengur vel fyrir utan hvað flugurnar eru sólgnar í Einar Hlýtur að vera svona sykurríkt í þér blóðið.

Nei án gríns þekki frá Marocco hvað þetta er hvimleiður fjandi þessar flugur.Gangi ykkur sem best og þjóðhátíðarkveðja frá mér og megi gæfan vaka yfir ykkur bræðrum

Kv Guðmundur 

Guðmundur Falk (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband