Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Nýtt hjól / New bike

DSC06386

Jæja, þá er pabbi búinn að selja KLR 650 hjólið sitt, og fengu færri en vildu,  og er hann búinn að festa kaup á nýju Kawasaki hjóli.  Það sem varð fyrir valinu er KLE 500.  Þetta er frábært hjól til að ferðast á og sérstaklega fallegt.  Þó að mótorinn sé aðeins minni þá kemur það ekki að sök, en í staðinn er þessi mótor 2ja strokka og því mjög þýður og góður í keyrslu.  Hjólið er allt einstaklega mjúkt í fjöðrun og meðhöndlun.  Til hamingju Pabbi.

Well, my father has sold his bike, KLR650.  But of course he cant be without a bike, so he orderd a new one, Kawazaki KLE500.  A great bike for touring in Iceland and very beautiful.  Although the engine is a bit smaller, it does not matter, because it is a 2 cylinder engine that is very smooth and nice.  And the bike overall is soft and nice to ride.  Congratulation dad !

 

kawasaki-kle-500-3
Það er svo einstök og skemmtileg tilfinning þegar maður er að kaupa sér nýtt leikfang !  Þá verður maður einfaldlega eins og barn og á erfitt með að bíða og vera rólegur.  Við verðum alltaf strákar sem viljum leika okkur og það eina sem breytist er að leikföngin okkar stækka.
It is a special feeling to buy a new toy ! You act like a child and it is difficult to be calm and wait.  We will always be boys and the only thing that changes is that the toys are getting bigger. 

Mynd frá sumrinu. / Photo from last summer.

DSC06366

Ein mynd frá síðasta sumri.  Skemmtileg ferð um Sprengisand og Kjöl.  Þarna erum við í smá pásu og njótum þess að vera til.  Á myndinni eru Einar bróðir, Smári Rikk og pabbi (Dossi).

A photo from last summer.  Great ride in the Icelandic highlands.  Stopping for coffee and enjoying life.  On the picture, my brother Einar, my friend Smari Rikk and my father, Dossi.


Góð æfing. / Good practice.

handheld_iridiumEitt af þeim öryggistækjum sem við verðum með í ferðinni, er gervihnattasími.  Þetta er sjálfsagður öryggisbúnaður  í svona ferðum, því að þá getum við alltaf verið í símasambandi við umheiminn ef nauðsyn krefur.  Ég er búinn að tala við þá hjá Radiomidun sem eru með sölu og þjónustu fyrir þessa síma hér á landi. Ég bauð þeim að vera með í þessu ævintýri okkar.  Í dag fékk ég svar ( tók 7 vikur !), þar sem þeir sjá sér ekki fært á styrkja okkur með því að lána okkur síma.  Þar sem að svona sími er dýr, kostar kr. 186.000,- og við þurfum hann ekki nema í 90 daga, þá erum við að skoða þann möguleika á að finna notaðan síma einhversstaðar, sem við getum fengið lánaðan eða keyptan.  Þannig að, - ef að einhver af ykkur þarna úti veit um svona síma, þá endilega láta mig vita. 

Einnig var ágæt æfing hjá okkur bræðrum í gær.  Við fórum í rússneska sendiráðið til að fá upplýsingar um hvernig við ættum að snúa okkur til að fá vegabréfsáritun.  Vanalega er þetta ekki flókið mál, en þar sem að við þurfum að fara inn í landið tvisvar sinnum og þar af leiðandi tvisvar úr landi, og það að við verðum lengur en 30 daga í það heila, þá vandaðist málið hjá þeim rússnesku.  Við máttum bíða þarna inni á gangi hjá þeim í laaaaangan tíma, á meðan þeir reyndu að finna lausn á þessu fyrir okkur.  Á endanum birtist einn Rússinn og tjáði okkur það, að þeir gætu bara gefið okkur áritun inn í Rússland einu sinni, þ.e. aðeins einu sinni inn og út úr landinu !!!  Seinna skiptið yrðum við að sækja um í rússneska sendiráðinu í Ulan Batar, höfuðborg Mongólíu !  Þetta er auðvitað alveg ótrúlegt, að þeir geti ekki klárað málið hér heima.  Hvað gerist nú ef að það verða vandræði með áritunina í Mongólíu !  Verðum við þá strandaglópar þar ?  Enn ein óvissan og ævintýrið í uppsiglingu.  En þetta verðum við að sætta okkur við og vera með alla pappíra klára þannig að við fáum örugglega áritunina.   Hef enga trú á því að þeir vilji fá okkur til frambúðar. 

A part of the equipment we will be taking with us for security reasons is a satellite mobile phone. It's important to have this kind of equipment in a trip like hours because we never know when we need to contact someone. I have talked to the people at Radiomidun who are selling these phones here in Iceland. I offered them to take part in our adventure. Today I finally got an answer (It took 7 weeks!), where they explained that they were not able to support us by lending us the satellite mobile phones. Since phones like these are rather expensinve (186.000 Isl. kr.) and we would only be needing them for about 90 days, we are considering the option of buying or borrowing used ones. So if anyone could help us by pointing out where we could find used phones like that that would be great.

Einar and I also had a good practice yesterday. We went to the Russian embassy to get information about how to get a visa. Normally, this wouldn't be a difficult thing to do but since we're going into the country twice, and therefore out of it twice also, the Russians thought of it as a complicated thing to do. We had to wait there for a looong time while they were trying to figure something out for us. Finally, one of the Russians appeared and stated that he could only give us a visa that would allow us to enter and leave the country once!! He told us that we needed to apply for a visa for a second time in Ulan Batar, the capitol of Mongolia! I just find it unbelievable that they can't take care of our problem here in Iceland. What happens if there's a problem in Mongolia? Will we simply be stuck there? So this will be a good addition to our problems we will have to solve on the way and becomes a part of the adventure. We just have to accept this conclusion and make sure that we'll have all the papers ready so we'll definitely get the visa in Mongolia. I have no reason to believe that they want us to become permanent residents of Mongolia.


Ræningjar og ribbaldar ! / Bandits !

BANDITS-logoÉg fékk góða athugasemd við síðustu blog færslu frá Gumma Páls af Skaganum sem var svona:

Sæll Sverrir... Ég er búinn að vera að fylgjast töluvert með þessu annsi skemmtilega bloggi þínu og það er alltaf einhverjar spurningar sem vakna eftir hverja lesningu eins og með það sem hægt er að skipuleggja og það sem ekki er hægt að skipuleggja en auðvitað veit ég að það er oft skemmtilegast að leysa verkefnin á staðnum og hafa e-h til að hlakka til.

En eina og að vera að hjóla í gegnum svona lönd eins og Mongolíu,Rússland og lika bara Bandaríkinn þá eru tveir menn á besta aldri á Enduro hjólum voðalega spennandi kostur fyrir ribbalda og ræningja. Hafiði eitthvað spáð í þessu og þá t.d. hvort þið ættlið að vera með einhver verkfæri (vopn) t.d. mais úða eða annað til að verjast þessum líð???   Og svo hvað skal gera við hjólinn á nóttinni þegar gist er á vegamóteli eða álíka stöðum???  En annars bara góða ferð og megiði aka á guðs vegum.

Að sjálfsögðu höfum við hugsað og rætt töluvert um þetta.  Við höfum rætt um að hafa einhverskonar vopn eða eitthvað annað til að verjast með, en niðurstaðan alltaf sú sama: Engin vopn.  Við verðum jú með Leatherman sem fyrst og fremst hugsaður sem alhliða verkfæri og áhald en ekki sem vopn til að verjast með.  Eina leiðin til að varast þetta fólk er bara að fara varlega og setja sér nokkrar einfaldar reglur til að fara eftir.  Vera alltaf tveir saman,  vera ekki á ferðinni á kvöldin, - vera alltaf á verði gagnvart umhverfinu, - ekki vera að sýna verðmæti eins og peninga eða kort.  En þessi hætta er jú alltaf fyrir hendi, og ef að ræningjar er ribbaldar ætla sér að ræna mann á annað borð, þá má maður sín lítils. Þá er einfaldlega betra að afhenda það sem þeir biðja um og komast óskaddaður frá svona atburði.  Við verðum með neyðarkort, peninga og afrit af vegabréfi falið á góðum stað sem við getum gripið til ef við lendum í svona atviki.  En varðandi geymslu á hjólunum, þá munu við reyna að finna gististaði sem bjóða upp á læsta og/eða vaktaða geymslu fyrir hjólin.  Stundum sofum við í tjaldi og þá eru hjólin einfaldlega við hliðina á okkur.  Einnig verðum með sterkan vír með okkur til að læsa hjólin saman eða við eitthvað. 

En á heildina litið þá eru þessi mál einmitt ein af mörgum áhættuþáttum í svona ferð og það sem gerir hana að því sem við köllum ÆVINTÝRI.  

 

I got a good comment on my last blog from Gummi Páls which went something like this:

Hello Sverrir...I've been reading your much so enjoyable blog for quite a while now and I've noticed that after each blog you always leave us with a different question one of which being what you can plan and what you can't. Of course I know that it can be a lot of fun trying to solve each problem on the spot and always having something to look forward to.

But in countries like Russia, Mongolia and even the USA, two men on well equipped motorcycles can by an exciting option for bandits. Have you given any thoughts into this and if so, are you going to bring any tools(weapons) with you e.g. some kind of sprays to protect yourself from these people? Also, what are you going to do with the bikes while you stay at motels and other similar places during the night?  But I wish you a good trip and may God be with you.

Of course we've thought about this and discussed this a lot. We've been thinking about having something to protect ourselves with but the conclusion is always the same: No weapons. Of course we'll have our Leatherman but we think of it more as an all-around tool rather than a weapon or something to protect ourselves with. The only way to avoid these people is simply to be careful and set some simple rules that you always have to go by. Always be 2 together, don't be riding or walking around during the night, Always be aware of our surroundings, don't show any valuables such as money or credit cards etc. But the risk is always there, and if bandits are determined to rob us you can't do much about it. The best way to get away unharmed from such event is to give them whatever they want. We'll have emergency credit cards, money and copies of our passports hidden in a good place which we could use if something like that happens. But concerning the storage of our bikes, we're going to try to find a place to sleep where they offer a locked or a guarded storage room for our bikes. Sometimes we'll sleep in a tent and in that case, the bikes are right beside us. We'll also have a strong wire with us which we can use to lock the bikes togeather or lock them to something else.

But overall, these things are a big part of of the risk that comes with a trip like ours and makes it a so-called ADVENTURE


Fallegur dagur / Beautiful day

krashSkipta um slöngur, setja Heavy Duty slöngur í að framan og aftan. 4mm að framan og 3mm að aftan.  Nánast eins og dekk inni í dekki.  Þetta er eitt að því sem að var pantað í gær.  Aukahlutirnir á hjólin eru ekki komnir og erum við að verða svolítið óþreyjufullir að fá hlutina til að geta byrjað að breyta og betrumbæta. 

Ég hef tekið eftir því að menn og konur eru búin að dusta rykið af hjólunum og fólk byrjað að hjóla.  Fleiri og fleiri hjól hafa sést á ferðinni á götum borgarinnar og er greinilegt að mótorhjólatímabilið er byrjað.  Ég hef einnig tekið eftir því að áhugi manna á ferðahjólum hefur aukist töluvert.  Í þeim mótórhjólaverslunum sem ég þekki til eru menn sammála mér og einnig hefur verið aukin eftirspurn eftir notuðum ferðahjólum.  Þetta sýnir bara að kenningin mín er rétt, þetta er sú hjólamennska þar sem mesta aukningin verður á næstunni.  Frábært !!! 

Við Einar fórum í rússnesska sendiráðið til að sækja um vegabréfsáritun, en þar komum við að lokuðum dyrum, því þar voru allir í fríi fram yfir helgi.  Svo ákváðum við líka að sækja ekki um vegabréfsáritun inn í Hvíta-Rússland hér heima, heldur reyna að fá áritun á staðnum, þ.e. þegar við komum að landamærunum.  Okkur er sagt að það eigi að ganga og við ætlum að láta reyna á það.  Ástæðan fyrir því að við viljum gera þetta svona, er einfaldlega þessi :  ÆVINTÝRAMENNSKA !  Já, þetta er bara skemmtileg áskorun og eitt af mörgum verkefnum sem við þurfum að leysa þegar við erum komnir af stað.  Svona erum við bara, höfum gaman af því að takast á við skemmtilegar þrautir og verkefni.  En talandi um skipulagningu og þess háttar, þá þurfum við að skipuleggja ýmislegt, en ég get líka sagt  ykkur að það er ýmislegt sem við gerum bara á leiðinni:  Við til dæmis eru ekki búnir að panta neitt flug fyrir hjólin og okkur frá Japan til Alaska, við erum ekki búnir að panta far með ferjunni frá Rússlandi til Japans, við erum ekki búnir að panta flug fyrir hjólin og okkur frá New York til Keflavíkur, við erum ekki búnir að panta neina gistingu á allri leiðinni, við erum ekki búnir að skipuleggja neitt varðandi mat og drykk á leiðinn, og svon gæti ég talið upp áfram.  Sem sagt, það er mjög margt sem við bara leysum þegar við erum komnir af stað.  Þetta gerir ferðina bara enn skemmtilegri og ævintýralegri.  Hver nýr dagur kemur með ný ævintýri og maður þarf alltaf að vera tilbúinn að takast á við það óvænta.  Þetta í eðli sínu er ákveðin streita sem maður þarf að lifa með á hverjum degi.  En það er nákvæmlega þessi tilfining sem menn kalla á ensku: ADVENTURE TRAVELLING !

Replace the tubes, put 4mm Heavy Duty tube in the front and a 3mm in the rear. Almost a tire inside another tire. That’s on of the things we ordered yesterday. The acessories haven’t arrived yet and we’re getting a little impatient now because we want to start doing all the modifications as soon as possible.

 

I’ve noticed that more and more people have gotten their bikes out of their garages and started riding again. I’ve been noticing an increase in the number of bikes on the streets these days and it’s obvious that the motorcycle season has started. I’ve also noticed that people are more interested in adventure motorcycles than before. At the dealerships and the motorcycle stores that I know, people agree with me and they tell me that the demand for used adventure bikes has also increased. These facts verify my theory which is that the adventure motorcycling is the fastest growing kind of motorcycling today. That's terrific!

Einar and I went to the Russian embassy to apply for a visa but only to find out that everybody had the weekend off. We also decided not to apply for a visa into Belarus here in Iceland, but instead we're going to try to get it when we get to the border. We're told that it should work so we've decided to go for it. The reason for why we want to do it this way is simply this: BEING ADVENTUROUS! Yes, this is simply another challenge we have to take on during the trip. This is just who we are, love to take on new challanges and solving problems. This is not the only challange we have to take on though, because we certainly have not planned everything out. For example, we haven't booked a flight for us nor the bikes from Japan to Alaska, haven't bought our tickets to the ferry from Russia to Japan, haven't booked a flight for us nor the bikes from New York to Keflavík, we don't know were we're going to sleep for the whole trip, and we don't even know what we're doing food-and drinkwise. I could keep going on like this for quite a while...So as you can see, there are many problems we need to solve on the way but that'll only make the experience better. Every day brings a new adventure and you always have to be ready to take on the unexpected even though it might be a little stressful at times. But that's exactly what they call ADVENTURE TRAVELLING!

 


Töskurnar / The cases

pelicanFarangurstöskurnar sem við ætlum að nota heita Pelican Cases, (www.pelican.com) og eru úr plasti.  Þessar töskur eru ótrúlega sterkar og sem dæmi þá er hægt að keyra yfir þær á þungum bíl og ekkert gerist fyrir töskurnar. Þær eru með lífstíðarábyrgð sem er einföld: ef þú brýtur töskuna, - þá færðu nýja ! Ekki slæmt.   Ég er búinn að nota ál kistur undanfarið og eru þær góðar að mörgu leyti, t.d. mjög léttar og einfaldar, en ef að maður dettur eða leggur hjólið á hliðina, þá er hætta á að þær skemmist, verði óþéttar ofl.  Einar bróðir er búinn að nota Pelican töskurnar í sumar og eru þær einfaldlega frábærar.  Ofursterkar, vatnsþéttar og rykþéttar.  Þessar töskur eru ekki sérstaklega framleiddar fyrir mótorhjól, og því koma þær ekki með neinum festingum fyrir hjólið.  Við útbúum þær sjálfir, og gerum það með því að nota sömu festingar og kisturnar frá Touratech (www.touratech.com) eru með.  Einfaldar og sterkar og passa á grindurnar sem við verðum með á hjólunum.  Töskurnar sem við notum eru aðeins minni (ca 34 lítrar)  en álkisturnar sem ég hef notað eru (41 lítri), en ættu samt að duga vel.  Það sem ég komst líka að í sumar er, að 41 lítra kisturnar eru óþarflega stórar. Hjólið verður of breitt og ef maður fyllir þær af dóti, þá þyngist hjólið óþarflega mikið. (töskurnar á myndinni eru samskonar og við notum, nema annar litur) 

The cases we're going to use for the trip are called Pelican cases (www.pelican.com) and they're made out of plastic. These cases are extremely strong and you could even drive over these kind of cases without nothing happening to them. They come with a lifelong warranty which means that if I'll break one, I'll get a new one! That's not a bad deal. I've been using aluminum cases lately and they are good in many ways, but they are more likely to get damaged. Einar has been using the Pelican cases since last summer and his experience with them is great. Superstrong, water -and dustproof. The cases are not specially made for bikes so we don't get any clinges with them. We're going to fix that problem by using the same clinges as the cases from Touratech (www.touratech.com) have. Simple, strong, and are a great fit on our bikes. The Pelican cases are a little smaller (ca 34 liters) than the aluminum cases I've been using (41 liters), but it should still be enough. What I found out this summer is that the 41 liter cases are unnecessarily big. The bike becomes too wide if I put too much stuff on it and it also gets too heavy. (the cases on the picture are identical to the ones we use, except for the color)


Kominn heim / Back home

mongolia riverJæja, kominn heim frá Austurríki eftir góða skíðaferð,- gott að koma heim.  Haukur og Fanndís María stóðu sig frábærlega og eru sæl og glöð, og Herdís er að ná sér eftir flensuna.  En nú að ferðinni góðu, - Vegabréfin okkar bræðra biðu á pósthúsinu þeger ég kom heim, og þar var búið að stimpla þau og veita okkur áritun inn í Mongólíu.  Áritunin gildir í þrjá mánuði, 1. maí til 30. júlí.  Þetta er frábært og nú snúum við okkur til rússnesska sendiráðsins og sækjum um áritun þar, en eins og ég var búinn að segja ykkur frá áður, þá vildu þeir að við fengjum fyrst áritun inn í Mongólíu, því það myndi auðvelda okkur að fá áritun inn í Rússland !!!!  Skrítið og skil ekki alveg hvað það kemur málinu við, en hvað um það.  Einnig þurfum við núna að senda umsókn okkar um CARNET (tollpappír) til Svíþjóðar, þar sem hjólin eru komin og þar af leiðandi getum við fyllt út umsóknina, því þar þarf að koma fram vélar og stell númer hjólanna.  Þetta  ætti að taka 2 - 3 vikur að fá.  Við bíðum enn eftir að fá aukahlutina á hjólin, - tank, púst, upphækkun, grindur, töskur ofl, - til að við getum farið að skrúfa og gera hjólin klár.  Á meðan erum við að hjóla svolítið á þeim og venjast.  Tíminn líður hratt og spennan eykst,- ekki nema NÍU VIKUR til brottfarar !!!

Well, I'm back home after a good skitrip - It's really good to be home again. Haukur and Fanndís María are happy, but they did a great job in the mountains. Herdís is still trying to get rid of the flu she caught over there. But now I'll turn back to the trip this blog's really about - The passports were waiting for me and Einar at the post office when I got back. The passports were stamped and the visa applies for 3 months, from May 1st to the 30th of July. So now we'll turn our focus to the Russian embassy but, as I said before, they wanted us to get a visa into Mongolia first so it would be easier to get a visa into Russia!! I find that a little bit strange and I can't see any logic in that, but it doesn't matter. But now when the bikes have arrived we also have to send in our application for CARNET (a custom document) to Sweden. That wasn't possible before we got the bikes because we needed to know the engine number and more things of that kind. We should get the CARNET within 2 or 3 weeks, hopefully. We're still waiting for the accessories - a tank, an exhaust, bags etc. We'll need that as soon as possible so we can start putting the bikes togeather as we want them and getting them ready for the trip. Meanwhile we're just riding a little bit and adjusting to the new bikes. Time goes by really quickly and the excitement is constantly increasing - Only NINE WEEKS until departure!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband