Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

8 dagar til brottfarar ! / 8 days to go !

zumoGóður sunnudagur að baki.  Unnum aðeins í hjólunum í gær, aðallega rafmagnsmál, leggja fyrir hleðslu og tengja bæði GPS og talstöðvar.  Annars var ekki mikið meira gert í gær varðandi ferðina.  Oddur Eiríksson, slökkviliðsmaður og skyndihjálparkennari kom í heimsókn á hjólinu sínu ásamt syni sínum.  Þeir aka um á BMW GS 650 Dakar.  Frábært hjól.  Hann færði okkur sérstök skæri til að hafa með okkur og einnig færði hann okkur sérstaka tegund af spelku til að hafa í farangrinum.  Hann var svo höfðinglegur að gefa okkur þetta og einnig var námskeiðið hjá honum frítt.  Við þökkum honum að sjálfsögðu kærlega fyrir.  Restin af deginum fór í vorverkin heima.  Sækja fellihýsið úr geymslu suður í Garði, síðan að sækja ýmislegt í geymslu í Kópavoginum.  Þar má nefna sumardekk, sólhúsgögn, grill, leiktæki fyrir Fanndísi Maríu, reiðhjól ofl. ofl.  Allt saman hlutir sem eru í notkun á sumrin.   Nú er ég að fara af stað til að sækja eitt og annað fyrir ferðina.  Ég er að leyta að litlum íslenskum fána, einnig fer ég að sækja efni í drullusokka og festingar fyrir fánana.  Eitt sem ég gleymdi, Þórarinn Ólafsson, (Tóti) framkvæmdastjóri MotorMax, hringdi í mig og var að taka stöðuna á málunum og tjáði mér svo að hann væri með tvo útlendinga frá Yamaha í Evrópu og að hann myndi koma með þá í heimsókn í dag eða á morgunn !  Eins gott að fara að taka svolítið til ! En að sjálfsögðu eru allir velkomnir í heimsókn til okkar hvenær sem er.  Og munið bara að taka frá tíma þriðjudaginn 8. maí, og mæta í MotorMax kl 10:00 og hjóla svo með okkur af stað í ferðina.  Stutt eða langt, skiptir ekki máli, við yrðum rosalega glaðir ef einhverjir nenna að fylgja okkur af stað.  Stefnum líka á hina árlegu 1 mai. hjólaferðina með Sniglunum á morgun.

Very nice sunday behind.  We worked on bikes yesterday, mostly electrical issues, GPS and Radios.  But other than that, not much happend regarding the trip.  Oddur Eiriksson came and visited us on his bike, BMW GS 650.  Great bike.  He brought us special scissor and Sam-splint.  He supported us by giving us these items.  The rest of day I spent home doing the spring work.  Getting the patio furniture and the barbeque.  Tóti, the Yamaha dealer manager, has a visit from Yamaha Europe, and he called me and wants to visit us in headquarter today or tomorrow.


10 dagar !!! / 10 days !

windy_1Við Einar fórum fyrstu ferðina okkar saman á hjólunum til Keflavíkur í dag í þvílíku roki að það tók vel í.  Margir sýndu hjólunum áhuga í Keflavík og var gaman að því.  Ég ákvað að kveðja Einar uppúr kl. 13 til að skunda í Laugardalshöllina til að horfa á eldri synina keppa í úrslitaleik í körfubolta gegn Njarðvík og því miður töpuðu Fjölnismenn í þetta sinn.  Einar og pabbi ákváðu svo að taka rúnt um suðurnesin og þegar Einar kom til mín seinnipartinn hafði hann skemmtilegar fréttir að færa.  Hann hafði lent í því að verða bensínlaus og á bensínstöðinni týndi hann lyklinum að hjólinu og þegar þeir voru að leita lyklinum kom í ljós olíuleki.  Þá ætlaði hann að ná í verkfæri undir sætinu en þá gat hann það ekki því hann þurfti líka á lyklinum að halda þar.  En á endanum kom lykilinn í ljós og allt gekk upp. Smá ævintýri á laugardegi og sýnir hversu nauðsynlegt er að við hjólum næstu daga til að hita okkur upp og undirbúa okkur með hjólin og eftir daginn þurfti að stilla og herða ofl. á hjólunum. Mig langar svo líka að segja ykkur lesindum bloggsins hvað margir eru búnir að hafa samband við mig með tölvupósti, og á spjallsíðu og bjóða mér og okkur heimboð og jafnvel gistingu.  Ég hef verið töluvert inni á amerískri síðu sem heitir www.advrider.com og verið þar í samskiptum við áhugamenn með mótorhjól og ferðamennsku.    Segið svo ekki að það sé til fullt af almennu fólki þarna úti í hinni stóru veröld.  T.d. eru komin heimboð í New. Hampshire, Florida, Texas, Istanbul, Nýja Sjáland, Suður California, Stokkhólmi, Maine, San Fransico, New York, Pensylvania, Dallas, Seattle, New Mexico ofl. stöðum.   Aldrei að vita nema við bönkum uppá einhvers staðar og talandi ekki um ef við lendum í vandræðum, þá er gott að hafa einhverja til að hringja í.

Me and Einar went on our first trip togehter on the bikes today to Keflavik and it was a very windy day !  Many people showed interest in the bikes and that was fun.  I decided to say goodbye to Einar after one o'clock because two of my oldes sons were playing in the final in basketball and sadly they lost today.  Einar did ride some more with our father and in the afternoon when he came back he said to me he had had some funny problems today.  Firstly he went out of gas and on the gasstation he lost the key and there he alsou found out that he was having oilleak.  Then he wanted to get some tools which are located under the seat..but there he also needed the key!  But fortunately he found the key and he had a small adventure on this saturday.  We agree that it is necessary for us to use the bikes as much so we can adjust all kinds of small things before the departure.  Handlebars, mirrors etc. I also want to share with you readers that many people have wrote to me on e-mail and invitied us too there homes.  Very nice people.  We have got invitation´s from all over the world for example, New Hampshire, Florida, Texas, California, San Fransisco, New York, Sweden, New Zeeland, Turkey and more.


11 dagar til brottfarar / 11 days to go

Síðasti virki dagur vikunnar er runninn upp og byrjaði með skemmtilegu viðtali við okkur bræður hjá SaumóHrafnhildi Halldórsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur á Rás2 í  morgun.  Hressar og skemmtilegar konur sem gaman var að ræða við.   Sjá viðtalið hér að neðan.  Svo lá leið uppí MotorMax þar sem við hittum Tóta og Kristján markaðsmanninn þeirra og vorum við að fara yfir málin varðandi væntanlegar uppákomur fyrir ferðina.  Þann 5. mai sem er laugardagur verður líf og fjör hjá MótorMax þar sem við bræður verðum með hjólin og útbúnað, fræðsluefni og myndir og allir velkomnir.  Eins langaði mig líka til að hvetja alla sem hafa áhuga að fylgja okkur til Seyðisfjarðar að slást í hópinn og hjóla með okkur.  Planið er eins og áður er sagt að leggja stað kl. 10 þriðjudaginn 8.mai frá Motormax og hjóla norður til Akureyrar, stoppa þar í 2 tíma í verslun þeirra á Akureyri og halda svo áfram til Egilsstaða og heimsækja þá Yamaha menn þar líka.  Það yrði voða gaman að fá sem flesta með.  Í dag fara svo hjólin í merkingu hjá Frank og Jóa og verða vonandi klár á morgun því okkur langar að hjóla til Keflavíkur og kíkja á ameríska undrabarnið sem mun sýna listir sínar þar.   Ég hef fengið mikil og sterk viðbrögð við viðtalinu í morgun og eins fréttinni sem er núna á vefvarpi mbl.is, sjá einnig hér fyrir neðan.  Mörgum finnst við ansi kaldir og skrýtnir en margir skilja þessa ævintýraþrá og ferðamennsku.  Læt svo fylgja með mynd af skemmtilegri heimsókn saumaklúbbs konunnar minnar í gærkvöldi en Jóhanna vinkona brá sér á bak og hafði orð á því hvað hjólið væri stórt.  Gaman að fá svona heimsóknir og ég ítreka að allir eru velkomnir að líta inn til mín í skúrinn hvenær sem er ef þeir hafa áhuga. 

Rás 2 viðtal: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331504/0

Vefvarp mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1266695

viðtalThis last day of the week started with a very good interview on national radio, Rás2.  Two very funny and nice women in control there.  After the interview I went to the Yamaha dealer here in Iceland and we went through the upcoming events that is going to take place the 5th of mai.   Me and my brother wil be in there store with the bikes and gear and talk to people, answer there questions and show them some pictures.  Also I want to ask everyone that can to join us when we start the trip, to ride with us the first leg, Reykjavik - Akureyri - Egilstaðir.  Later today the bikes are going to the graphic shop, where they will put some stickers and labels on the bikes.  Tomorrow we like to ride to Keflavik and look at the motorcycle show which is held there.  I have got many positive and strong comments this morning regarding the interview and the story on the web-edition of the biggest morning paper here in Iceland.  Many people think we are a little bit crazy, but most of them understand the adventure factor of this.  Last night I got a visit from my wifes women club, and it was fun.  And last, remember, everyone is always velcome to visit me in the garage at any time. 


12 dagar til brottfarar ! / 12 days to go !

mbl_frettirTíminn líður og margt á eftir að gerast.  Eftir að hafa skutlast með prinsessuna mína í leikskólann í morgunn, þá skrapp ég í Húsasmiðjuna og keypti nokkrar skrúfur, skinnur, rær ofl. sem vantaði.  Síðan fór í verslunina Dynjanda, þar sem þeirra frábæra starfsfólk tók á móti mér og var ég þar að skila headsetti í hjálm sem passaði ekki.  Þeir hafa styrkt okkur með góðum afslætti og gáfu okkur þessa fínu póloboli.  Takk fyrir það.  Svo hringdi Habbý á Rás2 í mig og við fórum aðeins yfið það sem við ætlum að spjalla um í morgunþættinum hennar í fyrramálið.  Muna að hlusta: Rás2 kl. 7:30 - Ég og Einar í viðtali um ferðina okkar.  Nú svo komu menn frá mbl.is, og tóku viðtal við okkur og einnig myndir og video sem birt verður á mbl.is undir liðnum VEFVARP.  Þetta verður birt á forsíðu mbl.is á morgunn milli kl. 10 og 11.  Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, - einn kunningi minn spurði mig í gær: Hvernig stendur á því að í dag eru ca 10 dagar til brottfarar, en í gær voru 10 vikur til brottfarar ?  Já, tíminn líður hratt þegar gaman er. 

Time flyes and many things still to be done.  After I drove my little princess to the kindergarden, I went to the hardware shop and bought a few things I needed, nuts and bolts etc.  Then I went to another shop that sold me the headsett for the helmet, and returned an extra set that I had.  They gave me a nice polo shirt for a goodbye present.   Nice people.  Then Habby from the national radio called me again, and we went over the interview that is taking place tomorow morning.  Then two guys from our biggest webnewspaper visited us and filmed and interviewd us and it will be puplished on the web tomorow morning.  www.mbl.is


Hjólin nánast tilbúin / The bikes almost ready

Hér getið þið séð mótorhjólin eins og þau eru núna.  Við vorum að klára að skrúfa þau saman eftir að hafa sótt hluti úr sprautun. Nú eru þau farin að líta svolítið skemmtilega út. Það var Jonni og strákarnir á Bifreiðaverkstæði Jónasar sem sprautuðu hjólin og það sem meira er, þeir styrktu okkur með því að gefa okkur bæði efni og vinnu.  Frábærir strákar þarna á ferð !

RTW  myndir 094

RTW  myndir 096

This is how the bikes looks now, almost ready. They look very nice.


13 dagar til brottfarar ! / 13 days to go !

HnattlíkanSmá harðsperrur í skrokknum segja mér að líklega hef ég tekið svolítið á í ræktinni á mánudaginn, en allavega var Arnar einkaþjálfari frekar erfiður við mig í morgun og var tekið vel á því.  Rússinn sem við Einar fórum að hitta í gær, var enginn Rússi !  Það kom í ljós að smá misskilningur var á ferðinni og sá sem við hittum er Íslendingur sem starfar og býr í Rússlandi.  Við spjölluðum lengi saman og gaf hann okkur nokkra góða punkta.  Til dæmis ef að lögregla stoppar mann í umferðinni í Rússlandi, og jafnvel þó að ekkert sé að, þá skal borga hverrir löggu ( ef þeir eru fleiri en einn ) 100 rúblur (260 kr).  Ef þú þarft að láta næturvörðinn gæta hjólanna yfir nótt, þá réttir maður honum 500 rúblur (1300 kr).  Með öðrum orðum - mútur.  Nokkrir fleiri punktar komu fram og þökkum við honum fyrir.   Ég fer núna í hádeginu og sæki nýsprautaða tanka, bretti ofl þannig að við ættum að geta skrúfað saman í dag.  Semsagt, hjólin ættu loks að klárast í dag.  Þá tekur við næsti kafli, þ.e. að fara að reyna að pakka á hjólin !  Spurning hvort allt komist með, eða trúlega er betra að segja að það sé öruggt að það komist ekki allt með.  Og þá er bara að fara að velja og hafna.  Spennandi verkefni. 

Little stiff in my body tells me that I have done something right in the gym on monday.  Arnar, my coach, was hard on me this morning and I had a good workout.  The russian guy that we where supposed to meet yesterday, was not a russian, he is an Icelandic guy that lives and works in Russia.  We talked alot and he gave us many good advice.  For example, when a police stopps you, pay them 100 rubles.  Today about noon, I will pick up the tanks, mudgard etc. from the paintshop and later today, we will start the final assembling of the bikes. Can´t wait !  After that we have to start packing, or at least see what we can take along etc.  This could take some time !


14 dagar að brottför / 14 days to go

Morgunutvarp Ras 2Vaknaði sprækur í morgun og eftir að hafa skellt mér í sturtu fór ég með Fanndísi Maríu í leikskólann og síðan með tankana, afturbrettin og vindhlífina til hans Jonna á Bifreiðaverkstæði Jónasar til að sprauta þetta í réttum lit.  Hann lofaði að klára þetta í dag og í fyrramálið, þannig hægt verði að sækja þetta í hádeginu á morgun.  Þá loksins verður hægt að pússla hjólunum saman og fá endanlegt útlit.  Síðan skrapp ég með stóra vinnubílinn hans Odds í Líf & List, og skilaði bílnum sem hann lánaði mér fyrir ferminguna hans Hauks.    Ég er að vinna í því að setja töskurnar á hjólið mitt og leggja rafmagn fyrir aukaúrtaki svo hægt sé að hlaða myndavélar, síma ofl.  Einnig er ég að tengja GPS tækið og leggja rafmagn að því.    Hrafnhildur Halldórsdóttir í morgunútvarpinu á Rás2 hringdi svo í mig og vill fá okkur í viðtal á föstudagsmorgun kl. 7:30.  Það er jú bara gaman og Habbý, eins og ég kalla hana, er alltaf hress og skemmtileg og ekki er Gestur Einar síðri.  Endilega kveikja á viðtækjunum og leggja við hlustir.  Einar bróðir fékk svo símtal í dag frá manni sem er rússneskur og er hér á landi og hann vill endilega hitta okkur og spjalla við okkur.  Hann hafði frétt af þessari ferð og hefur eitthvað að segja okkur.  Hef ekki hugmynd um hvað, - spennandi !   Í dag er þriðjudagur og nákvæmlega á þriðjudag eftir tvær vikur leggjum við af stað !!!! 

Woke up this morning in a good mood, and after shower I took my little daughter to the kindergarden and then went to the paintshop with the fuel tanks, mudgards and the windbraker to let them paint it in right color.  Jonni, my friend at the paintshop, promissed me to finish it today, or at least at noon tomorrow.  After that I took the big truck that I borrowed from Oddur, my wifes systers husband, and returned it.  Later that day, Habby, who is a very popular morning show on the radio called me and asked us to come to interview on Friday morning.   Then we got another phonecall, and that was from a guy that told us that a Russian man wants to meet with us and tell us about Russia.  This sounds interesting.  Today is exactly two weeks until we start our trip.


15 dagar að brottför / 15 days to go

MúsÞá er enn einn mánudagurinn runninn upp og ég skreið undan sænginni kl. 5.30 í morgun til að fara í ræktina til Arnars og hef ég oft verið sprækari !  Fínn veisludagur að baki og þá er yngsti pjakkurinn fermdur og 8 ár þangað til heimasætan verður fermd svo það er smá pása.  En nú skal talið niður og í dag eru 15 dagar fram að brottför svo það fór nettur fiðringur um magann í morgun þegar ég hugsaði til þess að brátt legði ég í þessa ævintýraferð sem er sú lengsta sem ég gat fundið uppá .  Fór í apótekið og náði mér í síðustu sprautuna mína og hjúkrunarfræðingurinn uppá heilsugæslu sprautaði henni svo í mig og var hún fyrir blóðmaura, sú síðari og nú er ég orðinn vel kýldur af mótefnum gegn allskonar sóttum og kvikindum og vonandi að þær dugi vel næstu 3 mánuði.  Við Einar ætlum svo að skreppa á eftir niður í rússneska sendiráð að sækja vegarbréfsáritanirnar okkar og það er fínt að það sé komið á hreint en seinni árituna inn í Rússland og Hvíta Rússland fáum við á leiðinni.  Tryggingarmálin komust líka á hreint í dag fyrir hjólin í Rússlandi, Mongoliu, Kanada og Bandaríkin og gott að það sé frá.   Á morgun setjum við hjólin svo í sprautun og þá eru þau að verða svo til klár.


Google Earth !

google earthNú var ég að setja inn tengil sem hægt verður að smella á og þá opnast Google Earth og sýnir nákvæmlega leiðina sem við verðum búnir að fara ásamt þeim punktum þar sem við stoppum.  Til þess að geta nýtt sér þetta verður að hafa Google Earth á tölvunni.  Það er einfalt að hlaða því niður af vefnum. http://earth.google.com/ .  Svo er bara að smella á hnappinn vinstra megin á síðunni minni undir "Tenglar" og "Hvar erum við núna"   (Ath. þeir punktar sem eru þarna núna eru bara prufupunktar)

I put in a link that one can click on to see where we are on our trip.  What happens is that Google Earth opens and shows the place we are on and the track.  To use this you have to download Google Earth and that is simple.  http://earth.google.com/.  Then you can click on the link on the left side of my webpage where is says " Tenglar" and " Hvar erum við núna"  (unfortunatey only in Icelandic)


Skyndihjálp ofl / First aid

RTW  myndir 073Í gær var fjör í bílskúrnum.  Ég og Einar vorum allan daginn að vinna í hjólunum og komumst við vel áfram með verkið.  Ég er búinn að hækka stýrið hjá mér ennþá meira, búinn að setja grindurnar á fyrir töskurnar, setja "cruise control" á, laga og fínstílla pústið ofl.  Svo kl. 16:00 kom Oddur Eiríksson brunavörður, sjúkraflutningamaður og skyndihjálparkennari og fór yfir með okkur ýmislegt sem varðar slys, svo sem beinbrot, liðhlaup, tognanir, hvernig taka skal hjálm að slösuðum manni ofl. ofl.  Þetta var mjög lærdómsríkt og gátum við farið vel yfir hlutina.  Mikið af þessu höfðum við Einar lært eða kannast við áður, en það er nauðsynlegt að fara yfir þetta áður en maður fer í svona langa ferð og Oddur var okkur einstaklega hjálplegur og maður með mikla reynslu.  Einnig fórum við yfir hvað best er að hafa með sér í svona ferð og það kom mér á óvart hvað það er í raun lítið sem þarf til þess að geta bjargað sér.  Auðvitað væri best að vera með sem mest, en þar sem pláss er mjög lítið verður að velja vel.  Þeir fimm hlutir sem við ákváðum að væru nauðsynlegir, og þá eru lyf og þess háttar undanskilið, eru eftirfarandi:  einnota hanskar,- nýtast bæði við viðgerðir á hjólunum og á fólki, skæri,- sem geta klippt í sundur skó, belti og þess háttar, plástra,- nokkrar RTW  myndir 070gerðir og stærðir, grisjur,- nýtist í allt mögulegt, Sam-spelka,- lítil einföld spelka sem hægt er móta og nota fyrir margskonar brot, tognanir ofl.  Þetta er allt !  Eins gott að vera við öllu búinn.  Nokkrir komu í heimsókn í gær til okkar og er alltaf gaman að fá heimsóknir.  Það er jú hluti af sportinu að hitta aðra hjólamenn og ræða um hjólamennskuna í víðu samhengi.  Allir velkomnir í skúrinn hvenær sem er !   Pabbi kom á nýja hjólinu sínu, sem er glæsilegt hjól, Kawasaki KLE500 og sýndi okkur það.  Einnig kom tengdapabbi, Jón Hjartarson, og kíkti á okkur sem og Kjartan og Guðrún Þóra systir konunnar minnar ásamt mömmu og tengdamömmu.  Dagurinn endaði svo á að fara í glæsilega fermingarveislu til Þórs vinar míns, þar sem dóttir hans, Hanna Mjöll var að fermast.  Þór er þúsundþjalasmiður og í veislunni rétti hann mér poka með festingum sem ég nota til að festa töskurnar á hjólð sem hann hafði rennt og lagað fyrir mig.  Mikill snillingur þar á ferð. Gleðilegt sumar  til allra.

 

There was a lot going on in the garage yesterday. Einar and I spent the whole day working on our bikes and made a good progress. I’ve raised my handle bar even higher than before, put the racks on for the cases, put a cruise control on, fixed the exhaust etc. Then, at 4pm, Oddur Eiríksson came and went over the most important things we needed to know about first aid. He talked about different kinds of accidents e.g. broken bones, dislocation, sprains, how to remove a helmet from an injured man etc. etc. We learned a lot from his visit and we were able to cover a lot of things. Some of this stuff Einar and I had already learned and seen somewhere, but it’s important to go over these things before heading out for such a big trip like ours. Oddur was the perfect man for the job, with a lot of experience, and was very helpful. We also went over the things needed in a trip like ours and it was surprising how little a man needs in order to manage. Of course it wouldn’t hurt having more stuff, but since there’s a very limited room we have to make wise choices. The 5 things we agreed on being the most important things, besides medicine and stuff like that, were the following: disposable gloves: can be used to repair the bikes and even people if necessary. Schissors,- that can cut through shoes,belts and similar clothing. Band-Aids – Different types and sizes. Gauze,- can be very useful. Splint,- a small, simple splint we could reshape and use for different situations. That’s it! We have to be prepared for everything. A few people visited us yesterday and it’s always fun to get visitors. A big part of the motorsport is to meet other bikers and discuss the sport. Everyone is welkome to the garage at any time! My father arrived on his new bike, which is a very nice bike, Kawasaki KLE500. My father in law, Jón Hjartarson, also came to visit us along with Kjartan and Guðrún, my wife’s sister, my mother and my mother in law. We spent the rest of the day in a very nice confirmation party which my friend, Þór, was hosting. His daughter, Hanna mjöll was having her confirmation. Þór is a handyman og during the party he handed me a bag with clinges he had fixed for me so I can secure my cases on my bike now. Þór is a good example of a genious. I wish everyone a happy summer...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband