Færsluflokkur: Ferðalög
14.1.2007 | 11:44
Heimsókn / Visit
Við hjónin fórum í heimsókn til Guðmundar Björnssonar læknis og Helgu Ólafsdóttur konu hans í gærkveldi og snæddum með þeim frábæran mat sem Guðmundur reiddi fram af sinni alkunnu snilld. Guðmundur og tveir félagar hans hjóluðu þvert yfir Bandaríkin árið 2001 frá vestri til austurs. Þeir hjóluðu tæpa 8000 km á ca 3 vikum. Þarna var því gott tækifæri til að sækja sér í vitneskju og fróðleik sem hægt verður að nýta sér. Þeir hafa gert skemmtilega mynd um ferðina sem mér var sýnd í gær og var það hin besta skemmtun. Guðmundur ætlar að aðstoða okkur varðandi lyf og þess háttar, sem við bræður þurfum að hafa með okkur. Einnig bauðst hann til að vera alltaf á neyðarvakt, þannig að við megum hringja í hann hvenær sem er sólarhrings, ef að við lendum í erfiðum málum er varðar slys, veikindi eða sjúkdóma. Mjög vel boðið og kærar þakkir fyrir það. Það er gaman að finna fyrir svona stuðningi og er hann vel þeginn og metinn. Og hver veit nema að hann hjóli með okkur smápart einhversstaðar ?
Me and my wife went to visit Dr. Guðmundur Björnsson and his wife last night and had a lovley dinner. Guðmundur with two friends went the year 2001 across USA from west to east and he showed me a film they did and it is very good to be able to speak to someone who has experince in riding in USA. Guðmundur offered to assist us with medicine etc. and he did also offer to be on line all the time if we need some advice, get ilness or injury. It is very good to have a support like this and it is well appreciated. There might also be a chance of him riding with us some part of the way.
Ferðalög | Breytt 16.1.2007 kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 22:02
Hvað er að gerast ? / What´s happening ?
Jæja, smá yfirlit um það hvað er að gerast þessa dagana. Eftir góðan kynningarfund þar sem margir mættu og spurðu mikið, þá eru nokkur mál sem við vinnum mest í . GPS "tækið" er ekki enn fundið. Við erum bæði að skoða Magellan og Garmin og koma 2 - 3 tæki til greina. Garmin Zumo 550, Garmin 276C og Magellan Roadmate 6000 eða eXplorist XL. Það er verið að kanna fyrir okkur hvaða kort er hægt að fá ofl. ofl.
Annað mál eru talstöðvar. Við héldum að það væri nú einfalt mál, - bara fara og kaupa góðar og vandaðar talstöðvar og tæki í hjálminn en ! Ekki alveg svona einfalt. Til þess að fara með t.d. VHF stöðvar, sem eru bestar, þá þarf að sækja um leyfi í hverju einasta landi og einnig eru löndin með sitthvora tíðnina sem nota má. Þannig að ekki gengur það. Lausnin er sú að við kaupum góðar græjur í hjálmana en kaupum svo einföldustu og ódýrustu CB stöðvar sem við hendum bara á landamærum þar sem vesen er og kaupum nýjar í næsta stórmarkaði !!!
IcealandairCargo er að vinna í því fyrir okkur að finna flutning á hjólunum frá USA. Þeir fljúga frá Portland í Oregon fylki og einnig frá New York. Pabbi (Sjá mynd) er að hugsa um að fljúga til USA þegar við komum þangað og hjóla með okkur þvert yfir Bandaríkin. Þetta er spennandi hugmynd því það eru forréttindi að fá að hjóla með honum, á sjötugasta og öðru ári !!! Einnig eru aðrir að hugsa um að hjóla með okkur smápart í ferðinni, annað hvort í Evrópu eða í Bandaríkjunum.
Svo erum við byrjaðir að finna, skoða og prófa útivistarbúnað, svefnpoka, primus, pottar og pönnur ofl. Erum enn að leyta að flutningi frá Japan til Alaska. Vinna í því að ákveða hvaða mótorhjólum við förum á ofl. ofl. Ótrúlega margt sem kemur upp og þarf að vinna í.
Well, a little overwiew about what we have been doing on these last days. After the meeting we had the other day, we have been working on important matters to be solved. We havent found the right GPS. We are both looking at Magellan and Garmin and there are 2-3 models which we are looking better into now. Garmin Zumo 550, Garmin 276C, Magellan Roadmate 6000 or eXplorist XL. We are also looking into available maps. Another matter are the walkie-talkie. We thought it would be simple to buy a good quality walkie-talkie and headset and mic to put in to the helmet but that dosent seem to be the case. For example to take VHF radios which is the best, one has to apply for permission in each country and all the countries wich we are visiting have different frequency. It could be the best way to buy a simple CB radios in each country when necessary.
Icelandaircargo are working for us to find a good transfer from USA to Iceland. They fly from Portland in Oregon state and also from New York. My father (see picture on the left) are thinking about flying to USA and meet us there and ride with us across USA which would be great for a 72 year old man !! Several others are interested to join us and ride with us some part of the way in USA or Europe. Lots of things to do and time flyes fast. Have a nice weekend.
Ferðalög | Breytt 14.1.2007 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 19:42
Hvaða mótorhjól ? / What motorcycle ?
Einn stærsti höfuðverkur okkar þessa dagana er að ákveða á hvaða mótorhjólum við förum í ferðina. Það er ekki hægt að fara á hvaða hjóli sem er og koma nokkur til greina. Við eigum jú sjálfir góð mótorhjól til ferðalaga, ég á KTM 990 Adv árg. 2006 og Einar bróðir á Suzuki DR 750 Big árg. 1988. Við höfum verið að þreifa á því við innlenda aðila, hvort þeir hafi áhuga á að taka þátt í þessu ævintýri með okkur. Það kemur í ljós fljótlega, því að við verðum að fara að ákveða þetta til þess að gera hjólin klár.
Í kvöld erum við með littla ferðakynningu fyrir ættingja og nána vini, þar sem við ætlum að fara aðeins nánar yfir ferðalagið okkar. Margar spurningar hafa vaknað og ætlum við að eiga skemmtilega kvöldstund saman og útskýra málin.
Our biggest thinking these days is the descision on what kind of motorcycles we will ride on our trip around the world. We need a special bike and there are few which we think are acceptable but ofcourse some are better than another. We have our own which are good for travelling. I have KTM 990 Adv. 2006 and Einar my brother has Suzuki DR 750 Big, 1988. We have been checking if there are some sellers of motorbykes here in Iceland interested to participate in this adventure with us. We will see soon but it is necessary to decide this as soon as possible so we can start to preparation with the bikes. Tonight we have a little travel introdcution for relatives and friends where we shall explain to them and answer questions wisch have aroused the last weeks. That will be fun.
Ferðalög | Breytt 11.1.2007 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 17:56
Breytt leið ! / Route change !
Nú er alltaf eitthvað að gerast. Nú höfum við ákveðið að breyta leiðinni sem við hjólum í gegnum Evrópu. Í stað þess að fara til Bretlands og þaðan yfir á meginland Evrópu höfum við ákveðið að fara til Bergen í Noregi og hjóla norður Noreg og Svíþjóð, yfir til Finnlands og suður til Helsinki. Þaðan með ferju til Tallin í Eystlandi og hjóla gegnum Eystland og Lettland. Þaðan fara yrir landamærin til Rússlands og hugsanlega hjóla í gegnum Moskvu og svo áfram austur. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú, að leiðin gegnum mið-Evrópu er ekki eins spennandi og ekki eins fallegt umhverfi að hjóla í.
Takk í bili.
We have decided to change the route through Europe. Instead of going to UK and there to mid Europe we have decided to go to Bergen in Norway and ride through Norway and Sweden. From there to Finland and south to Helsinki. Take the ferry over to Tallin in Estonia and ride through Estonia and Latvia. There from to the border of Russia and possible ride through Moskva and further east. The reason for this change is we think the new route in the mountains of Scandinavia is more beautiful and exciting to ride.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 12:53
Stórt spurningamerki ? / Big question !
Nú vandast málið ! Nú lítur út fyrir að við getum ekki hjólað til Magadan, og þar af leiðandi ekki farið Road of Bones, þar sem við getum ekki með nokkru móti fundið leið fyrir okkur frá Magadan. Við höfum hvorki fundið flutning fyrir hjólin með skipum eða með flugi. Þetta er ótrúlega fúlt, því að þessi leið átti að vera mesta áskorunin ! En við getum ekki eytt 2 - 3 vikum í að fara til Magadan og komast svo ekki í burtu þaðan ! Við settum því inn plan B og erum við nú að skoða það að hjóla til Vladivostok, taka ferju þaðan til Suður-Kóreu og hjóla til strandar í suðri þar sem við tökum svo aftur ferju til Japans. Þar hjólum við svo til Tokyo og þar ættum við að geta fundið flutning fyrir okkur til Alaska. Þetta er töluverð breyting en getur að sjálfsögðu verið mjög skemmtileg líka.
Kemur í ljós.
Now we have a problem. It looks like that we cannot ride to Magadan, and therefore not go the Road of Bones. We cannot find any way for us to leave Magadan to Alaska. We haven't found a transfer for the bikes with ships or with airfreight. This is incredable disapointment because this road of Bones were supposed to be the most challenge in our trip around the world. But we cannot spend 2-3 weeks by riding to Magadan and not be able to go from there ! So we have to put a plan B and now we are looking on suggestion by riding to Vladivostok, take the ferry from there to South Korea and ride to the beach in south were we have to again take a ferry to Japan. From there we should be able to find a transfer for us to Alaska. This is ofcourse rather much changing from the plan but on the other hand could also be lot of fun. We will see.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 09:59
Sprautur ! / Injections !
Jæja, þá eru fyrstu sprauturnar búnar ! Fór í gær og var sprautaður í sitthvorn handlegginn. Fer svo aftur á morgun og fæ eina í viðbót. Síðan fer ég í mars og fæ þá fjórar sprautur í viðbót. Það sem ég er sprautaður gegn er eftirfarandir: Taugaveiki - 1 sprauta, Lifrabólga A og B - 3 sprautur, Heilabólga - 2 sprautur, Heilahimnubólga - 1 sprauta. Þannig að samtals eru þetta 7 sprautur sem ég þarf. Svo þegar við leggjum að stað fáum við " nesti " með okkur. Í þeim pakka verður eitt og annað sem ég kemst að síðar.
Fyrsti formlegi fundur okkar Einars var í gær og erum við að koma okkur af stað í að gera nákvæmari áætlunargerð, og þá sérstaklega hvað varðar tímasetningar, til þess að við getum farið að panta far með flugvélum og skipum þar sem það á við.
I've had my first injections! Yesterday I got an injection in each arm and tomorrow I'll get one more. I'll then get my last 3 injections in March. I'm injected to prevent the following illnesses: Enteric Fever - 1 injection, Hepatitis A and B - 3 injections, Encephacitis - 2 injections, meningitis - 1 injection. So I will be needing a total of 7 injections. We will also have some medicine supplies with us on our trip but I'm going to talk about that later.
Einar and I had our first "formal" meeting yesterday and we're starting to make an exact plan for our trip, especially concerning the timeplan. It's important to do that as soon as possible so whe can book flights and shipments where and when we need it.
Ferðalög | Breytt 31.12.2006 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2006 | 15:40
Gleðileg jól / Merry Christmas !
Gleðileg jól öll sömul. Það hefur svo sem ekki gerst mikið um jólin annað en að lesa ferðabækur, skoða kort og vafra um á internetinu og viða að sér upplýsingum. Næstkomandi föstudag ætlum við félagarnir að vera með ferðakynningu fyrir nánustu vini og ættingaja til þess að fólk viti um hvað er að ræða. Margir átta sig ekki á umfangi ferðarinnar og finnst sumum eins og við séum bara að fara að hjóla til Akureyrar eða eitthvað slíkt. Umfangið er töluvert meira !! En hvað um það, ég vona að allir hafi það sem best um jól og áramót og njóti tilverunnar í faðmi vina og ættingja.
Gleðileg Jól !
Merry Christmas everybody. There hasn't been a lot going on during Cristmas except I just read a few travel books, looked through some maps and surfed the internet browsing for some information I need. This upcoming Friday my brother and I are going to make a presentation for our closest friends and relatives about our trip. A lot of people don't realize the magnitute of a trip like ours and they just think we're going on a little trip around Iceland. But it's definitely more than that! But anyway, I hope everybody have a nice Christmas and enjoy their time with family and friends.
Merry Christmas!
Ferðalög | Breytt 31.12.2006 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2006 | 00:04
Útbúnaðarlisti ! / Equipment list !
Maður veltir fyrir sér þegar maður skoðar útbúnaðinn sem þarf til að fara svona ferð. Hvernig í ósköpunum á maður að koma öllu þessu á eitt mótorhjól ! Jú, í fyrsta lagi þá er nú hægt að setja töluvert á mikið á eitt hjól. Og í öðru lagi þá er þetta nú ekki eins mikið og það lítur út fyrir að vera. Maður er í stórum hluta af fötunum og mikð af þessu eru smáir hlutir, - tannbursti, rakskafa, batterí, penni, blað ofl. En þrátt fyrir það er þetta töluvert mikið og verður að velja vel og raða vel til þess að hjólið verði ekki allt of þungt. Svo er ekki sama hvernig maður raðar á hjólið. Þyngdarpunkturinn þarf að vera eins neðarlega og hægt er, til þess að eiginleikar hjólsins haldi sér. Útbúnaðarlistinn á eftir að stækka og minnka til skiptis og þróast í ýmsar áttir áður en endanleg mynd er kominn. Gaman, gaman.
Sometimes I wonder, when I'm looking at all the equipment needed for this trip, how on earth I can store it all on a single bike! Well first, there is actually a lot more you can put on the bike than one would think. Second, the equipment may look like a lot, but it's actually not as much as it seems. I would be wearing most of the clothes and a lot of the equipment are very small, i.e.-toothbrush,shave,batteries,a pen,paper etc. But even so, It's not going to be easy to put everything on the bike. I'll have to organize my things very carefully in order for the bike not get too heavy. The center of gravity has to be as low as possible so the bike will can hold on to it's characteristics. The equipment list will change a lot before I'll finally see how it's really going to be but that's just a part of all the fun.
Ferðalög | Breytt 21.12.2006 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 21:44
Læknirinn og Magadan / The doctor and Magadan
Mætti í morgun til læknisins til að fara yfir hvaða sprautur í þyrfti. Það gekk nú ekki betur en svo að þegar ég mætti kl. 10:15, þá fékk ég að vita að ég átti að mæta kl. 9:15 !! Ekki góð byrjun á degi ! En ég reyni aftur þann 27 des. En vandamálið sem ég er að eiga við núna er að finna leið til að koma okkur og mótorhjólunum frá Magadan í Rússlandi yfir til Anchorage í Alaska. Flugfélagið sem hefur flogið þessa leið undanfarin ár, Air Magadan, fór á hausinn í sumar og því eru góð ráð dýr. Það er ekki kominn lausn á þetta, en hugsanleg þurfum við að að fljúga frá Magadan til Japans, þaðan til Los Angeles og svo þaðan til Alaska !! Langt, dýrt og leiðinlegt ! En við sjáum til.
I had my doctors appointment this morning where we were going to discuss what kind of shots I would be needing for my trip. That didn't work out too good because when I showed up at 10:15 I was told that my appointment was scheduled at 9:15! That's not a good way to start the day! But I'll get another chance at the 27th of December. The main problem I'm dealing with right now is to find a transportation for me and my brother (and all our equipment) from Magadan, Russia to Anchorage, Alaska. The Airline which has been flying this way got bankrupt last summer and that's were our problem lies. But there is a solution even though it's a complicated one. We can possibly fly from Magadan to Japan, from there to Los Angeles and then over to Alaska. That will be a long,expensive and tiresome flight! But we'll see how it goes.
Ferðalög | Breytt 20.12.2006 kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2006 | 13:48
Ekki mikið að gerast. / Easy weekend.
Það hefur ekki mikið gerst þessa helgina, en þó fékk ég góðar fréttir á föstudagskvöldið. Var að bóna Suzuki hjólið mitt og þá hringdi Einar bróðir í mig og sagði mér að hann ætli sér að koma með mér alla leiðina ! Þetta voru frábærar fréttir og held ég að allir hafi verið ánægðir að heyra þetta. Mamma hefur haft af mér áhyggjur og skilur ekkert í mér að vilja fara þessa ferð, og það einn !! En núna þegar hún veit að við ætlum tveir þá veit hún ekki hvort hún á að vera glöð eða leið ! Bæði betra og verra ! Nú hefur hún "tvöfaldar áhyggjur" eins og hún orðaði það. Glöð yfir því að ég sé ekki einn, en áhyggjur því við erum jú bræður. En við erum búnir að lofa að fara mjög varlega. Eða eins og Valný amma heitin, sagði við mig þegar ég var að fara að fljúga á litlu flugvélinni minni sem ég átti, "farðu nú varlega og fljúgðu nú hægt og lágt". En eins og kannski flestir vita þá er það hættulegasta sem maður gerir á flugvél er einmitt að fljúga hægt og lágt !!
Nóg í bili.
There hasn't been a lot going on this weekend, except I got some great news last Friday night. Einar, my brother, called me and told me that he is going to join me on the trip around the world. The whole way! That was great news and I think everybody will be pleased to hear about that. My mother has been worrying and didn't understand why I was setting out for this trip alone! But now when she knows that Einar is going with me she doesn't know if she should be happy or sad! It's both better and worse, she said. She's happy about the fact that I'm not going alone any more, but she's worried because now two of her sons are going on this trip. But we've promised to be safe and careful. Like my grandmother, Valný, once said when I was about to fly my little airplane: "Be careful now and fly slow and low". But like most people know, that is probably the most dangerous thing to do when you fly!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)