Garmin GPSmap 278

garmin logoJæja, þá erum við búnir að ákveða hvaða GPS staðsetningartæki við förum með.  Fyrir valinu varð tæki frá Garmin sem heitir 278C.  Þetta er frábært tæki í alla staði og hentar vel fyrir svona hjólamensku.  GPSMAP 278C er eitt með öllu. Þetta er eins tæki og 276C en er að auki með innbyggðu Evrópukorti (City Navigator Europe V9) ásamt fleiri aukahlutum eins og auka festingu, straumsnúra m/ hátalara,baunapoka fyrir festingu, Evrópukort á disk, skjáhlíf. Þessi fjölhæfi lita GPS plotter er einnig með vegleiðsögumöguleika, auk þess sem hann gefur möguleika á tengingu við hátalara fyrir raddleiðsögu. 278C kemur með endurhlaðanlegri lithium rafhlöðu. Tækið er með 256-color TFT auðlesanlegum litaskjá.  Umboðsaðili Garmin á Íslandi, R. Sigmundsson, voru svo rausnalegir við okkur að lána okkur tvö svona tæki til hafa með í ferðina.  Við þökkum kærlega fyrir okkur. Síðan skruppum við í Intersport og keyptum PrimusOmni, sem er svokallaður multi fuel primus, þ.e. primus sem brennir nánast hvaða eldsneyti sem er, bensín, gas, disel, parafin, flugvélabensín ofl.  Þannig getum við alltaf verið með eldsneyti, notum þá bara bensín af hjólunum. Einnig keyptum við okkur dýnur til að liggja á.  Þunnar, litlar og léttar loftdýnur frá McKinley.

Finally, we have decided wich GPS we are going to use.  We choose a GPS from Garmin, the GarminMap 278C.  This is a great GPS with all the basic stuff, and also the AutoRoute feature wich is great in citys.  The Garmin dealer here in Iceland is going to sponsor us and lend us two of this great GPS.  We appreciate that very much.

garmin 276

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband