Pappírar / Documents

Hér eru helstu pappírar sem viđ ţurfum ađ hafa međ okkur í ferđina:

( Á eftir ađ bćta viđ fleiru, svo sem vegabréfsáritun til Rússlands, tryggingarskírteini fyrir lönd utan evrópu, önnur skírteini og pappírar.)

 

RTW  myndir 005

 

 

 

 

 

 

 

Ađ sjálfsögđu ţurfum viđ vegabréf og ţađ ţarf ađ gilda í ađ minnsta kosti sex mánuđi eftir ađ ferđinni er lokiđ.    www.vegabref.is

 

 

RTW  myndir 010

 

 

 

 

 

Vegabréfsáritun til Mongólíu.  Viđ ţurftum ađ senda vegabréfin okkar til sendiráđs Mongólíu í London til ađ fá áritunina.  Ţetta tekur ca 2 vikur međ öllu og kostar ca 6.500,- Iskr.  Viđ megum vera ţrjá mánuđi í landinu.   http://www.embassyofmongolia.co.uk/

 

 

RTW  myndir 006

 

 

 

 

 

Ţetta er alţjóđlegt ökuskírteini sem ađ sum lönd gera kröfu um ađ viđ séum međ.  Ţetta skírteini fćst hjá FÍB í Borgartúninu og kostar kr. 700,- fyrir félagsmenn og kr. 1.000,- fyrir utanfélagsmenn.  Ţetta skírteini gildir í eitt ár.     www.fib.is

 

 

RTW  myndir

 

 

 

 

 

 

 

Ţetta er " Grćna kortiđ ", alţjóđlegt vátryggingarkort fyrir ökutćki.  Ţetta kort er samstarf ca 40 ríkja í Evrópu og er gott ađ hafa.  Ţetta kort er hćgt ađ fá tryggingarfélaginu ţínu og kostar kr. 3000,-   www.tmhf.is

 

RTW  myndir 009

 

 

 

 

 

 

 

Svo er ţađ gamla góđa skráningarskírteiniđ fyrir hjóliđ.  Ţetta ţekkja allir og ekkert meira um ţađ ađ segja.  Jú, bara ađ athuga ađ ţađ sé rétt !  Viđ komumst ađ ţví ađ í ţví var villa og mađur veit aldrei hverju landamćraverđir, tollverđir eđa lögreglan tekur upp á ţarna austurfrá.  www.us.is

 

carnet-1

 

 

 

 

 

CARNET DE PASSAGE heitir ţetta skjal.  Ţetta er tollpappír sem viđ verđum ađ vera međ.  Sum lönd, ţar á međal Japan, krefjast ţess ađ viđ framvísum ţessu skjali ţegar viđ komum inn í landiđ á farartćki sem ekki er skráđ í landinu.  Ef mađur er ekki međ ţetta, ţarftu ađ borga ađflutningsgjöld af mótorhjólinu, sem geta numiđ allt ađ 400% af verđmćti hjólsins !  Til ađ fá ţennan pappír ţurftum viđ ađ vera í sambandi viđ FÍB hér á Íslandi og systurfélag ţess í Svíţjóđ, Motormannen.  Viđ fengum umsóknareyđublöđ á heimasíđu Motormannen í Svíţjóđ, og höfđum svo samband viđ góđa konu ţar, Beatrice, sem hjálpađi okkur međ restina.  Viđ ţurfum ađ leggja fram tryggingu ađ upphćđ ískr. 192.000,- fyrir hvort hjól, eđa samtals kr. 384.000,-.  Annađhvort í formi peninga eđa bankatryggingu.  Viđ fengum bankatryggingu og lögđum fram til tryggingar greiđslum ef til kemur.  Kostnađurinn viđ ţetta hjá ţeim í Svíţjóđ er Sek. 3.160,-  eđa ca ískr. 31.000,-

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband