15 dagar að brottför / 15 days to go

MúsÞá er enn einn mánudagurinn runninn upp og ég skreið undan sænginni kl. 5.30 í morgun til að fara í ræktina til Arnars og hef ég oft verið sprækari !  Fínn veisludagur að baki og þá er yngsti pjakkurinn fermdur og 8 ár þangað til heimasætan verður fermd svo það er smá pása.  En nú skal talið niður og í dag eru 15 dagar fram að brottför svo það fór nettur fiðringur um magann í morgun þegar ég hugsaði til þess að brátt legði ég í þessa ævintýraferð sem er sú lengsta sem ég gat fundið uppá .  Fór í apótekið og náði mér í síðustu sprautuna mína og hjúkrunarfræðingurinn uppá heilsugæslu sprautaði henni svo í mig og var hún fyrir blóðmaura, sú síðari og nú er ég orðinn vel kýldur af mótefnum gegn allskonar sóttum og kvikindum og vonandi að þær dugi vel næstu 3 mánuði.  Við Einar ætlum svo að skreppa á eftir niður í rússneska sendiráð að sækja vegarbréfsáritanirnar okkar og það er fínt að það sé komið á hreint en seinni árituna inn í Rússland og Hvíta Rússland fáum við á leiðinni.  Tryggingarmálin komust líka á hreint í dag fyrir hjólin í Rússlandi, Mongoliu, Kanada og Bandaríkin og gott að það sé frá.   Á morgun setjum við hjólin svo í sprautun og þá eru þau að verða svo til klár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband