Tallin 16 maí /Tallin 16 mai.

TallinDagur tilviljanna var í dag.  Vöknuðum snemma og vorum mættir í rússneska sendiráðið kl. 9 þurftum að bíða í 1 og hálfan tíma úti á götu við járnhlið ásamt fullt af fólki. Mjög sérstakt.  Rás2 hringdi í mig á þessum tíma og skilst mér að viðtalið sé komið inn á bloggið.  Þegar inn var komið ætluðum við að leysa vandamálið sem ég nefndi í gær á blogginu og fengum þær upplýsingar að við þyrftum að gera allt ferlið uppá nýtt !  Stúllka þarna  hringdi til Moskvu til að fá ráðleggingar og ósköp almennileg og ekkert af því en rússneska sendiráðið heima var ekki velviljað og vildi ekkert fyrir okkur gera þe. lengja áritunina.  Ekki mjög liðlegir þar !   En þegar við fengum þessar upplýsingar vissum við ekki hvað við ættum að gera því það er líka frídagur á morgun í Finnlandi en fyrrnefnd stúlka benti okkur á litla ferðaskrifstofu þarna nálægt sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk með visaáritanir til Rússlands og við fórum þangað og sögðum frá vandamálinu og þau sögðu bara alltaf já og ok og sögðu okkur að koma aftur rétt fyrir kl. 16.  Þegar við komum rétt fyrir kl. 16 þangað aftur þá voru passarnir tilbúnir með nýrri visaáritun og ótrúlegt en satt allt er hægt en bara kostar peninga en við þurftum að borga 200 evrur á mann fyrir þessa þjónustu !  En málið leyst og sem betur fer.  En í millitíðinni fórum við á bensínstöð og lögðum undir okkur tvö bílastæði og settum upp mótorhjólaverkstæði og þar fór svo fram venjulegt viðhald, olíu og olísusíuskipti ofl. viðhaldstengt sem skiptir máli áður en við höldum áfram inn í austrið.  Þegar við vorum í miðju kafi og drullugir uppfyrir haus rennir að þar Landrover bíll og útúr stígur maður sem segir "sælir strákar" á íslensku !  Var þar kominn sendiherra Íslands í Finnlandi, Hannes Heimisson.  það var skemmtileg tilviljun en ég hafði kíkt inn í íslenska sendiráðið daginn áður en ekki hitt á hann heldur ritara hans því hann var ekki við.  Og hann kom bara þarna fyrir tilviljun á þessa bensínstöð og sá okkur og mótorhjólin með íslenska fánann.  Hann gaf okkur farsímanúmerið sitt og bað okkur um að hringja ef við lentum í vandræðum og almennilegt af honum. DSC07313 Tilviljun að rússneska áritunin gekk í gegn og tilviljun að hitta sendiherrann og að lokum var það enn ein tilviljunin þegar við ákvaðum að fara í ferjuna til Tallins í kvöld.  Hún var fullbókuð og sögð uppseld og næstu tvær ferðir þar á eftir en fyrir tilviljun á síðustu stundu fundust tvö pláss fyrir mótorhjólin og við fengum að fljóta með.  Og þegar við erum í ferðinni lítur Einar bróðir fyrir tilviljun á gms símann sinn og sér að Sveinbjörn nágranni hans hefur hringt og er hann þá staddur í Tallin og fyrir tilviljun vissi hann Sveinbjörn af þessu fína Hostel og pantar þar fyrir okkur herbergi þegar við komum úr skipinu tók hann á móti okkur og við fórum á þetta Hostel og borgum 42 evrur fyrir gistinguna fyrir herbergið fyrir okkur báða.    Fórum út að fá okkur smá að snæða í gamla bænum í Tallin sem er óskaplega fallegur bær.  Þessi dagur fór bara í reddingar og láta hlutina ganga upp.  Ekki mikið hjólað, ca 80 kílómetrar í það heila.  Fórum líka í bankann til að kaupa rúblur í Finnlandi og keyptum tæplega 29.000 rúblur og ég fór fyrst meðan Einar stóð úti og passaði hjólin og fékk mínar rúblur í 500, 100 og 50 rúblu seðlum en þegar Einar fór inn hafði ég klárað alla seðlana svo hann fékk  6cm DSC07315þykkt rúblubúnt í 100 rúblum seðlum og reiknið þið svo !Tounge  Frekar fyndið.  En nú eru greinilega hlutirnir að breytast.  Við vorum spurðir um skráningarskirteini og vegabréf ofl. þegar við komum til Eistlands úr skipinu.  Þeir eru töluvert strangari en norðurlandaþjóðirnar.  Planið er svo að hjóla á næstu 2 dögum yfir Eistland, Lettland og Litháen og verður það án efa forvitnilegt.  Vonandi get ég tekið myndir og sýnt ykkur síðar frá því.  Tölvusamband fer versnandi og er ég t.d. ekki í tölvusambandi í kvöld heldur hef ég faxað þessu bloggi heim og því eru engar myndir eftir daginn.  En þangað til næst, bestu kveðjur.

 

Today was the day of coincidences. We woke up early and went to the Russian embassy at 9 am but we had to wait outside for 1 and a half hours along with other people. Rás2 (Channel2-radiostation) called me when we were waiting and the interview is here below this blog. When we got into the embassy we were going to solve the problem we had that I mentioned in yesterday’s blog but they told us that we had to start the whole process all over again! The young lady who was helping us called Moskow to get our problem solved and she was very helpful unlike the russian embassy in Moskow. They were not very flexible and didn’t want to help us in any way. When we heard this we didn’t know what to do but the young lady who was helping us told us to go to a travelling agency which was around the corner and specialices in helping people with their Russian visas. So we went to the traveling agency but they told us come back right before 4 pm. When we came back a few minutes before 4, the passports were ready with new visas! So everything is possible for the right price, because we had to pay 200 Euros each for this service! But the problem was solved and that’s the most important thing. But before we got our passports we went to a gas station where we did the regular maintenance on the bikes. But when we were in the middle of it all, the Icelandic ambassador in Finland, Hannes Heimisson, came to the gas station and greeted us. That was a funny coincidence but he had recocnized us by the Icelandic flags on our bikes. He gave us his phone number in case we were in trouble and that was a very considerate of him. It was a coincidence that we got the Russian visas and it was a coincidence to meet the ambassador and finally it was a total coincidence that we got on board the ferry to Tallin that evening. It was completely full and it was even booked for the next 2 rides but for some reason there were 2 empty spaces at the last minute so we could go on board. And if that’s not enough, Einar checked his cell phone while on the ferry and saw that his neighbour, Sveinbjörn, had tried to call him but he was coincidentally in Tallin and knew about this great Hostel and he makes a reservation for the both of us there. We payed 42 Euros for the stay there. We went out to eat in the old town of Tallin which is a beautiful town. So this day was spent solving problems and making things work out. We didn’t ride that much, ca. 80 kilometers total. We also went to the bank to get Rubles and we ended up buying 29.000. rubles. I went into the bank first while Einar was watching the bikes and then we switched.  I got my rubles in 500,100, and 50 ruble bills but when Einar went to buy rubles he found out that I had gotten the rest of the 500’s and 50’s so he just got a very big pile of 100 ruble bills which was kind of funny. But we can feel that things are getting a little bit different now. We were asked for our registration licence and passports etc. when we got to Estonia. The plan is to ride through Estonia, Latvia and Lithuania for the next couple of days and that will be interesting. Hopefully I’ll be able to take some pictures and show you. The connection is getting worse and worse and for an example I can’t get to a connected computer tonight. Instead I had to fax this blog home. Ttyl =)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband