Waynesboro, Virginia, USA.

Alltaf stæll á pabbaÞá erum við komnir yfir á austurströndina og Harley bræður um það bil að ljúka sínum áfanga í ferðalaginu.  Við eigum aðeins eftir að hjóla í ca 200 km til norðurs og þar skila þeir hjólunum sínum og þar með uppfylla þennan áratuga gamla draum að hjóla Route 66 þvert yfir Ameríku.  Þetta er engin smá áfangi fyrir þá og eru þeir ansi kátir í kvöld.  Margir láta sig dreyma um að gera þetta í áratugi og láta aldrei verða af því . Meira að segja Ameríkanar sem við tölum við finnst þetta frábært hjá þeim.  Þeir eru búnir að sanna að það er aldrei of seint að láta draumana sína rætast !  Aldrei að gefa draumana frá sér, þær gætu ræst einn daginn.  Lærum af þessu.  Nú erum við littlum bæ sem heitir Waynesboro og er í Virginiu fylki.  Einn af þúsundum svona bæja og svo sem ekki mikið um þennan að segja.  Ósköp fallegur og friðsamlegur.  Á morgun munum við hjóla skemmtilega leið sem okkur var bent á.  Það er  hluti af leið sem heitir Blue Ridge Parkway, og liggur frá norðri til suðurs um Blue Mountain fjallgarðinn.  Dr. Guðmundur og hans félagar hjóluðu alla þessa leið 2004 er víst mjög falleg og skemmtileg.  Hlakka til.  Í dag hjóluðum við ca 460   km um fallegt og grænt landslag.  Skógar, ár og fallegar hlíðar, og vegurinn liðast um þetta landslag eins og ormur.  Gaman að hjóla í dag.  Veðrið var svipað og undanfarna dag, heitt og rakt.  Mikil drykkja á okkur !!   Eftir að við Einar höfum fylgt pabba og Skúla á morgun á 450px-Times_Square_%28Tall%29hjólaleiguna, fara þeir í rútu til New York og hitta þar konurnar sínar sem komu þangað í dag.  Við hjólum aftur á móti þangað og þurfum að skila hjólunum á mánudaginn í flugið heim.  Svo eyðum við tveimur dögum í New York þar til við fljúgum heim og klárum hringinn.  Orðinn frekar spenntur !!   En áður en við skilum hjólunum ætlum við að reyna að hjóla niður Manhattan í New York !  Það er ekki á hverjum degi sem slíkt tækifæri býðst, að hjóla á hjólinu sínu á Times Square !  En við sjáum til hvað gerist. 

Now we are finally on the east coast and the Harley brothers have just about finished their part of their journey. We have only around 200 km to the North where they have to return their bikes and by doing that, fulfilling their dream of riding Route 66 across America. This is a pretty big thing for them and they are really happy tonight. Many people dream about this for decates but maybe don’t get themselves to actually do it. Even the Americans we’ve met think this is a great thing that they’re doing. They just proved that it’s never too late to fulfill your dream.  But we’re now in a small town called Waynesboro in Virginia. One of thousands of such towns so I can’t really say that there’s anything special about this one other than it’s beautiful and quiet. We will follow a fun road tomorrow wich was recommended to us. It’s a part of a route called Blue Ridge Parkway, and lies from North to South around Blue Mountain range. Dr. Guðmundur and his pals rode this way in 2004 and it’s supposed to be very beautiful and fun to ride. I’m looking forward to it. We rode around 460 km today in a beautiful landscape. Forests, rivers and beautiful hills. The weather was similar to last day’s weather, hot and humid so we’re drinking fluids a lot. After Einar and I will follow our dad and Skúli to the motorcycle rental, they will take a bus to New York where they’ll meet their wifes who arrived there today. Einar and I, on the other hand, will ride to New York but we’ll have to hand over our bikes on Monday for the flight. We will then spend 2 days in New York before we fly home and finish the trip. I’m getting pretty excited! But before we give up the bikes we’re going to try to ride dorn Manhattan in New York! You don’t get that opportunity every day, to ride your bike down Times Square! But we’ll see what happens. Ttyl - Sverrir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kveðjur til harley bræðra.Plús ykkur.

halldor johannsson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 03:48

2 identicon

Það var líka ein 6 ára spennt hérna í morgun þegar hún reiknaði út að nú væru bara 5 nætur þangað til pabbi kæmi heim ! 

Herdís (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband