Sprautur !!! / The doctor !!!

Nei, ekki alveg strax.  En er búinn að panta tíma hjá lækninum mínum og mæti hjá honum á mánudaginn.  Mér skilst að ég þurfi þó nokkrar sprautur og það taki nokkrar vikur eða jafnvel einhverja mánuði að klára svona prógram.  En meira um það seinna. 

Fékk nokkur símtöl í gær varðandi skyndihjálparnámskeið og svo virðist sem að ég komist í samband við aðila sem getur kennt mér allt um skyndihjálp og einnig námskeið sem heitir Wilderness survival.  Þetta hljómar spennandi og mun hjálpa mikið. 

Og þá er loksins byrjaður að taka til í bílskúrnum.  Þar ætla ég að koma mér upp góðri aðstöðu til að undibúa mig. Stór borð og gott veggpláss fyrir landakort, góðar hillur fyrir allan búnað sem ég er byrjaður að viða að mér, og einnig ætla ég mér að setja þar upp tölvu og síma.  Þetta er allt í vinnslu. 

Viðbrögð hjá fólki þegar það heyrði eða frétti að ég væri að fara þessa ferð eru skemmtilega mismunandi.  Sumir hneykslast og skilja ekkert í mér, aðrir eru stórhrifnir og myndu gjarna vilja koma með og svo allt þarna á milli.  Það er gaman að ræða þetta og heyra ýmis sjónarmið og að sjálfsögðu eiga öll sjónarmið rétt á sér.  Gaman væri að heyra frá fleirum hvað fólki finnst.  Aðeins þarf að smella á "athugasemdir" sem er strax á eftir hverri færslu.

Gott í bili.

I'll have to get a lot of injections (inoculations etc.) before I can enter all the different countries I plan to. But it's going to take a lot of time to get this done but I'm working on it now. I've already scheduled an appointment with a doctor and I'll be seeing him soon. More about that later.

I received a few phone calls concerning first aid courses and it looks like there's a men who is willing to teach me everything I need to know about first aid and there is also a course called "Wilderness Survival" which sounds very interesting. This is going to be of much help.

I've finally started to organize the garage. I'm going to set up a good place for me to prepare for the trip. I'll have a large table and a good space on the wall for maps, good shelves for all my equipment and I'll also set up a computer and a telephone there. It's all in the process.

It's amusing to see how different people's rections are when they hear that I'm going around the world on my motorcycle. Some people are shocked and cannot understand why I decided to do this. Others are delighted and tell me how much they would want to join me on the trip. These are the two extremes and there is also everything in between. It's fun to hear everybody's opinion and see all the different views on the subject. Of course no one is wrong in their opinions and it would be nice to hear more of what people think of this. You only have to click "athugasemdir" (comments) at the end of every blog

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband