Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
21.3.2007 | 22:01
Dagurinn í dag / Today
Í dag gerðist eitt og annað. Við erum búnir að fá afhent GPS tækin okkar. En það sem meira er, - við ákváðum að nota annað tæki en við vorum búnir að ákveða. Við ætluðum að nota Garmin GPS278, en nú erum við búnir að ákveða, í samráði við Rikka Sig hjá R. Sigmundsyni, (hann er snillingur) að nota Garmin Zumo 550 ! Þetta er frábært tæki sem er sérhannað fyrir mótorhjól. Vatnshelt og höggþétt og ótrúlega einfalt og þægilegt í notkun. Svo eru allskonar auka eiginleikar sem eru skemmtilegir líka. Tækið virkar sem sími, notar bluetooth, mp3 spilari ofl ofl. Frábært tæki. Núna er ég með tækið í bílnum svo að ég geti leikið mér svolítið með það.
www.garmin.com/zumo/ www.rs.is
Annað sem gerðist í dag að fórum með sætin af hjólunum til hans Auðuns bólstrara á Kársnesbrautinni til að breyta sætunum fyrir okkur. Við látum hann minnka framhallann á sætunum og einnig að breikka setuna og mýkja. Þetta þurfum við að gera til þess að við getum setið í 10 tíma á dag á hjólunum ! Sýni myndir af sætunum þegar þau verða tilbúin. Svo fórum við FÍB og höfðum samband við Motormannen í Svíþjóð til að ganga frá Carnet de Passage pappírunum, sem eru tollapappírar sem nauðsynlegir eru í Japan.
Today, some progress. We got our new Garmin GPS, but not the one we choose before. We decided to choose the Garmin Zumo 550, which I think is a great product. We was going to use the Garmin GPS278 but as I said before, we are going to use the Zumo. It has some nice features that is fun to use; bluetooth for your phone, mp3 player and more. I have it in my car now so I can play on it a little. The other thing we did today, was taking the seat from our motorcycles to Auðunn, who will change them so we can sit on them day in and day out. I will show you pictures when they are ready.
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.3.2007 kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 17:54
Dagurinn í dag / Today
Við bræður vorum sammála um það í dag hvað tíminn flýgur hratt og hvað í raun er margt sem er eftir að gera. Ég fór á nokkra staði í dag til að skoða dekk, athuga með aðra tegund af skófatnaði til að hjóla í, kíkja á prímus sem brennur öllu eldsneyti ofl. ofl.
Sem sagt ótrúlega mikið af stórum sem smáum hlutum sem þarf að sinna og eitthvað að þeim þarf að fara að klára. Ekki er endalaust hægt að spá og spekulera. Það hefur frestast ákvörðun okkar með hvaða mótórhjól við veljum en vonandi skýrist það núna fyrir helgina.
Me and my brother agree on how time is flying by so fast and how many things have to be done. I went to several places today to look at tires, see if I could find another type of shoes to ride in, looked at multi fuel primus etc. etc. So many small and big things to do and we do have to finish some of them as soon as possble. Our decision about what kind of motorcycles we shall choose have been delayed but hopefully that will come clear before end of the week.
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.1.2007 kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 11:44
Heimsókn / Visit
Við hjónin fórum í heimsókn til Guðmundar Björnssonar læknis og Helgu Ólafsdóttur konu hans í gærkveldi og snæddum með þeim frábæran mat sem Guðmundur reiddi fram af sinni alkunnu snilld. Guðmundur og tveir félagar hans hjóluðu þvert yfir Bandaríkin árið 2001 frá vestri til austurs. Þeir hjóluðu tæpa 8000 km á ca 3 vikum. Þarna var því gott tækifæri til að sækja sér í vitneskju og fróðleik sem hægt verður að nýta sér. Þeir hafa gert skemmtilega mynd um ferðina sem mér var sýnd í gær og var það hin besta skemmtun. Guðmundur ætlar að aðstoða okkur varðandi lyf og þess háttar, sem við bræður þurfum að hafa með okkur. Einnig bauðst hann til að vera alltaf á neyðarvakt, þannig að við megum hringja í hann hvenær sem er sólarhrings, ef að við lendum í erfiðum málum er varðar slys, veikindi eða sjúkdóma. Mjög vel boðið og kærar þakkir fyrir það. Það er gaman að finna fyrir svona stuðningi og er hann vel þeginn og metinn. Og hver veit nema að hann hjóli með okkur smápart einhversstaðar ?
Me and my wife went to visit Dr. Guðmundur Björnsson and his wife last night and had a lovley dinner. Guðmundur with two friends went the year 2001 across USA from west to east and he showed me a film they did and it is very good to be able to speak to someone who has experince in riding in USA. Guðmundur offered to assist us with medicine etc. and he did also offer to be on line all the time if we need some advice, get ilness or injury. It is very good to have a support like this and it is well appreciated. There might also be a chance of him riding with us some part of the way.
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.1.2007 kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)