9.2.2007 | 18:55
Skemmtilegur föstudagur. / Nice Friday.
Fínn dagur að baki í dag. Vaknaði 05.30 og fór í ræktina í World Class til hans Arnars Hafsteins og það var tekið á því. Fjölskyldan gaf mér nefnilega 3ja mánaða einkaþjálfun í jólagjöf með það í huga að styrkja sérstaklega bakið og allt hitt sem þarf að vera í lagi fyrir ferðina. Að því loknu brunaði ég upp í útvarpshús til að mæta í viðtal hjá Hrafnhildi og Gesti Einari á Rás 2. Það var mjög svo skemmtilegt viðtal og einstaklega fínt að tala við þau útvarpsfólk. Gaman að segja frá því að þau sitja í sitthvorum landshlutanum, Hrafnhildur hér fyrir sunnan og Gestur Einar fyrir norðan. Ég læt fylgja hér með linkinn á viðtalið fyrir áhugasama. Fékk mörg símtöl og margar heimsóknir í dag á bloggsíðuna eftir viðtalið og ljóst að ferðin er að verða meira fréttnæm sem er bara gaman að mínu mati en sem jafnframt gerði mér það ljóst að þetta er orðið ansi raunverulegt. Einnig talaði ég svo við ræðismann Mongóliu varðandi vegabréfsáritun þangað og við þurfum að senda eftir helgina vegabréfin okkar til Bretlands. Mig langar endilega að koma því á framfæri til þeirra sem vilja hafa samband við mig, hafa ábendingar eða góð ráð eða hafa einhverjar fyrirspurnir varðandi þessa tegund af mótórhjólamennsku að senda mér tölvupóst. sverrirth@internet.is Annars þakka ég líka góðar kveðjur í gestabókina.
Viðtal við mig í morgunútvarpinu: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331449
Nice friday. I woke up early this morning 05.30 and went to the gym to meet my personal trainer but my wife and children gave me a 3 months special training for the trip. After that I drove to one of the big radiostation here in Iceland for a Interview. This was a good interview and I have got a lot of respond from that interview. I also spoke to the mongolian ambassador about the visa to mongolia and after the weekend we have to send our passport to Britain. Please send me an e-mail if you have questions, good tips or anything else about this trip. sverrirth@internet.is. I also thank for good wishes in my guestbook.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.