11.2.2007 | 18:51
Að ferðast á mótorhjólum. / Touring on motorcycles.
Ég vil byrja á að þakka fyrir öll þau jákvæðu og skemmtilegu viðbrögð sem mér hefur borist undanfarna daga. Það er frábært að sjá hvað margir hafa áhuga á þessari tegund mótorhjólamennsku. Það er mín skoðun að þessi tegund af hjólamennsku, þ.e. að ferðast um fjöll og fyrnindi á góðu ferðahjóli, eigi eftir að aukast mjög mikið á næstu misserum. Margir hafa fengið sér götuhjól undanfarin ár og hjólað mikið. Það er mín trú að þegar menn hafa hjólað ákveðið mikið á malbikinu á Íslandi, og farið hvern vegarkafla að mörgum sinnum, að þá vilji menn eitthvað meira. Við erum svo heppin að eiga eitt stórkostlegasta hálendi í heiminum og að geta hjólað um það á góðu ferðahjóli, eru forréttindi. Að gera sig kláran heima í skúr og hlaða á hjólið öllu því sem þarf, og leggja svo af stað út í náttúruna, það er ekkert skemmtilegra. Á þessum hjólum, sem eru lipur og skemmtileg, getur maður hjólað á malbikinu og mölinni og þarft ekki alltaf að vera að stoppa til að taka bensín. Flestir mótorhjólaframleiðendur bjóða upp á svona hjól, t.d. Yamaha XT660R, BMW GS650 og GS1200, Suzuki DR650, Kawazaki KLR650, KTM 640 ADV og 990 ADV ofl. ofl. Sem sagt, þetta á bara eftir að aukast.
I want to thank all for there positive and good response in last days regarding our trip. It is great to see that this kind og motorcycling er getting more interesting here in Iceland. It is my opinion that it is going to grow a lot more in next few years, because in our small country, you can only ride so much until you have ridden all the tarmac roads many times. And then you want something more. We are so lucky to have the most beautiful highlands in the world, and to be able to ride where ever you want, regardless if there are tarmac or gravel roads, is wonderful. To load your bike in garage and then ride up to the highlands, - nothing beats that !
Athugasemdir
Þú gleymdir alveg Hondu XR 650, sem er talið eitt besta ferðahjól ever.
Búið að vinna Dakarinn oftar en flest önnur hjól.
Annars ansi góð síða hjá þér, og vona ég að allt gangi ykkur bræðrum í hagin.
Kveðja
XrMan
Uxinn (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 02:38
Já og vafalaust fleiri hjólum, en nefndi bara það sem mér datt í á þessari stundu. En takk kærlega fyrir góð orð.
Sverrir
Sverrir Þorsteinsson, 13.2.2007 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.