13.2.2007 | 09:49
Tíminn líður ! / Times goes fast !
Jæja, loksins gátum við sent vegabréfin okkar til Englands til að fá áritun inn í Mongólíu. Þau ættu að skila sér í lok næstu viku. Þegar þau koma þurfum við að senda þau aftur til Englands til að fá vegabréfsáritun inn í Hvíta-Rússland. En fyrst fáum við áritun inn í Rússland hér heima. Þannig að vegabréfin verða á ferðinni næstu vikurnar. Hollenskt tryggingarfélag er að skoða fyrir okkur tryggingar á hjólin í þeim löndum sem græna kortið virkar ekki. Græna kortið fáum við hér hjá TM og er samstarfskort margra tryggingarfélaga í Evrópu. En það sem við þurfum umfram er Rússland, Mongólía, Japan, Usa og Kanada.
Við fengum þær fréttir að hjólin okkar koma til landsinns á fimmtudag og eitthvað af aukahlutunum eru komnir. Spennandi og nauðsynlegt að fara að geta gert hjólin klár. Það eru ekki nema 12 vikur í brottför !!!! Tíminn líður hratt !
Svo má minnast á það að ung blaðakona hafði samband við mig í gær og birtist smáspjall við mig í Blaðinu í dag og skemmtileg mynd af okkur feðgunum.
Well, finally we sent our passports to England to get Visa into Mongolia. It should take apr. 10 days. And when they return, we will send them again to England to get Visa into Belarus. But in the meantime, we will get Visa into Russia here in the embassy in Iceland. A Deutch insurance company is trying to get insurance for our motorcycles in the countryes that the Green card does not work. What we need is insurance for Russia, Mongolia, Japan, Usa and Canada. Our motorcycles will arrive on thursday, so it is important to start working on the bikes to prepare them for the trip. It is only 12 weeks until we start the trip !!! Also yesterday, a young journalist from one of our morning paper, Blaðið, called me and it is a small interview in todays paper.
Athugasemdir
Sæll vertu !
Heyrðu við félagar fórum á 3 hjólum um Rússland í maí á síðasta ári, eina tryggingin sem rússarnir tóku gilda var trygging sem hægt var að kaupa á sérstakri tryggingarsölu skrifstofu skammt frá landamærunum ! Þangað virtist öllum vera vísað óháð því hvaða tryggingar plöggum menn framvísuðu ! Ég á þennan merkilega pappír ennþá og gæti sent þér mynd af honum svo hægt sé að sjá hvort þú fáir fullnægjandi pappíra frá Hollandi.
með kveðju
Högni Páll
Högni Páll (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 20:51
Sæll og takk fyrir þetta. Ég myndi gjarnan vilja sjá þennan pappír.
Sverrir
Sverrir Þorsteinsson, 13.2.2007 kl. 21:50
Sæll Sverrir
Það er ekki að spyrja að ævintýramennskunni,
þetta er náttúrulega bara spennandi mun fylgjast vel með og góða ferð
bið að heilsa
Kalli Mar
Karl Marinósson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:33
Þakka þér fyrir Kalli, já ævintýragenin að segja til sín.
Sverrir Þorsteinsson, 14.2.2007 kl. 18:11
Sæll Sverrir
Óska þér og Einari góða ferð í þessa spennandi ævintýraferð, þetta er líkt þér hehe. Mun auðvita fylgjast mjög vel með ferð ykkar og vona að allt gangi vel. Bið að heilsa fjölskyldunni.
Kær kveðja Doddi.
Þorgeir Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.