Pappírar / Documents

Hér eru helstu pappírar sem við þurfum að hafa með okkur í ferðina:

( Á eftir að bæta við fleiru, svo sem vegabréfsáritun til Rússlands, tryggingarskírteini fyrir lönd utan evrópu, önnur skírteini og pappírar.)

 

RTW  myndir 005

 

 

 

 

 

 

 

Að sjálfsögðu þurfum við vegabréf og það þarf að gilda í að minnsta kosti sex mánuði eftir að ferðinni er lokið.    www.vegabref.is

 

 

RTW  myndir 010

 

 

 

 

 

Vegabréfsáritun til Mongólíu.  Við þurftum að senda vegabréfin okkar til sendiráðs Mongólíu í London til að fá áritunina.  Þetta tekur ca 2 vikur með öllu og kostar ca 6.500,- Iskr.  Við megum vera þrjá mánuði í landinu.   http://www.embassyofmongolia.co.uk/

 

 

RTW  myndir 006

 

 

 

 

 

Þetta er alþjóðlegt ökuskírteini sem að sum lönd gera kröfu um að við séum með.  Þetta skírteini fæst hjá FÍB í Borgartúninu og kostar kr. 700,- fyrir félagsmenn og kr. 1.000,- fyrir utanfélagsmenn.  Þetta skírteini gildir í eitt ár.     www.fib.is

 

 

RTW  myndir

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er " Græna kortið ", alþjóðlegt vátryggingarkort fyrir ökutæki.  Þetta kort er samstarf ca 40 ríkja í Evrópu og er gott að hafa.  Þetta kort er hægt að fá tryggingarfélaginu þínu og kostar kr. 3000,-   www.tmhf.is

 

RTW  myndir 009

 

 

 

 

 

 

 

Svo er það gamla góða skráningarskírteinið fyrir hjólið.  Þetta þekkja allir og ekkert meira um það að segja.  Jú, bara að athuga að það sé rétt !  Við komumst að því að í því var villa og maður veit aldrei hverju landamæraverðir, tollverðir eða lögreglan tekur upp á þarna austurfrá.  www.us.is

 

carnet-1

 

 

 

 

 

CARNET DE PASSAGE heitir þetta skjal.  Þetta er tollpappír sem við verðum að vera með.  Sum lönd, þar á meðal Japan, krefjast þess að við framvísum þessu skjali þegar við komum inn í landið á farartæki sem ekki er skráð í landinu.  Ef maður er ekki með þetta, þarftu að borga aðflutningsgjöld af mótorhjólinu, sem geta numið allt að 400% af verðmæti hjólsins !  Til að fá þennan pappír þurftum við að vera í sambandi við FÍB hér á Íslandi og systurfélag þess í Svíþjóð, Motormannen.  Við fengum umsóknareyðublöð á heimasíðu Motormannen í Svíþjóð, og höfðum svo samband við góða konu þar, Beatrice, sem hjálpaði okkur með restina.  Við þurfum að leggja fram tryggingu að upphæð ískr. 192.000,- fyrir hvort hjól, eða samtals kr. 384.000,-.  Annaðhvort í formi peninga eða bankatryggingu.  Við fengum bankatryggingu og lögðum fram til tryggingar greiðslum ef til kemur.  Kostnaðurinn við þetta hjá þeim í Svíþjóð er Sek. 3.160,-  eða ca ískr. 31.000,-

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband