Dagurinn í dag / Today

zumoÍ dag gerðist eitt og annað.  Við erum búnir að fá afhent GPS tækin okkar.  En það sem meira er, - við ákváðum að nota annað tæki en við vorum búnir að ákveða.  Við ætluðum að nota Garmin GPS278, en nú erum við búnir að ákveða, í samráði við Rikka Sig hjá R. Sigmundsyni, (hann er snillingur) að nota Garmin Zumo 550 !  Þetta er frábært tæki sem er sérhannað fyrir mótorhjól.  Vatnshelt og höggþétt og ótrúlega einfalt og þægilegt í notkun.  Svo eru allskonar auka eiginleikar sem eru skemmtilegir líka.  Tækið virkar sem sími, notar bluetooth, mp3 spilari ofl ofl.  Frábært tæki.  Núna er ég með tækið í bílnum svo að ég geti leikið mér svolítið með það. 

www.garmin.com/zumo/      www.rs.is

Annað sem gerðist í dag að fórum með sætin af hjólunum til hans Auðuns bólstrara á Kársnesbrautinni til að breyta sætunum fyrir okkur.  Við látum hann minnka framhallann á sætunum og einnig að breikka setuna og mýkja.  Þetta þurfum við að gera til þess að við getum setið í 10 tíma á dag á hjólunum !   Sýni myndir af sætunum þegar þau verða tilbúin.  Svo fórum við FÍB og höfðum samband við Motormannen í Svíþjóð til að ganga frá Carnet de Passage pappírunum, sem eru tollapappírar sem nauðsynlegir eru í Japan. 

Today, some progress.  We got our new Garmin GPS, but not the one we choose before.  We decided to choose the Garmin Zumo 550, which I think is a great product.  We was going to use the Garmin GPS278 but as I said before, we are going to use the Zumo.  It has some nice features that is fun to use; bluetooth for your phone, mp3 player and more.  I have it in my car now so I can play on it a little.  The other thing we did today, was taking the seat from our motorcycles to Auðunn, who will change them so we can sit on them day in and day out. I will show you pictures when they are ready.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband