25.3.2007 | 09:41
Kazakhstan ofl
Nú hef ég ákveðið að bæta við einu landi á ferð okkar kringum hnöttinn. Við munum fara inn í Kazakhstan líka. Upphaflega var það ætlunin að fara þangað en eftir að hafa heyrt slæmar sögur af ræningjum og banditum þar, þá tók ég Kazakhstan af listanum. En núna, eftir að hafa kynnt mér þetta mun betur, þá sé ég að það er ekkert meiri hætta þarna en annars staðar. Ég er búinn að leyta mér upplýsinga víða og á flestum stöðum er sagt að þarna sé yndislegt fólk og engin vandamál. Þannig að eitt land bætist við ! En þetta þýðir að við verðum að breyta vegabréfsárituninni í Rússlandi, og sækja um 3ja mánaða multi-entry visa, eins og þeir kalla það. Ég vona að það gangi upp.
Enn erum við að bíða eftir aukahlutunum á mótorhjólin og er þolimæðin á enda!! Ég er að fara til Florída 1. apríl og ætlaði að vera klár með mótorhjólið áður en ég færi ! Því þegar ég kem heim eru ekki nema þrjár vikur til brottfarar, auk þess sem við erum með fermingu þann 22. apríl. Það er því ansi stuttur tími til stefnu þegar kem heim !
I have decided to add to the list of countries we're going to be visiting in our trip. We are also going to be visiting Kazakstan. The original plan was to go into Kazakstan but after hearing some ugly stories about bandits and other bad people over there, I decided to not go there. Now, after studying the area better, I realize that there isn't any more danger there than in some of the other countries we're going to be visiting. I've been reading a little bit about the country and I can't see anything bad, just descriptions of the lovely people that live there. So there should be no problems at all concerning that. So with one more country to go to, we have to change our plan a little bit. First of all we need to get our visa into Russia replaced with a so-called 3 month multy-entry visa.
We're still waiting on those accessories for our bikes and my the patience is running out! I'm going to Florida this upcoming Sunday and I wanted the bike to be ready by then! Because when I get back there'll only be 3 weeks until departure, not to mention the confirmation we are planning the 22nd of April. So I don't really have a lot of time when I get back!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.