Tíminn líður ! / Fast forward !

Tíminn æðir áfram og margt af því sem ég ætlaði að vera búinn að er ég ekki byrjaður á.   Ég er að fara til Flórída næsta sunnudag og ætla að vera í tvær vikur þar.  Planið var að hafa mótorhjólin klár áður en ég færi, slaka svo vel á í Flórída, koma svo heim, ferma Hauk og síðan klára undirbúninginn og leggja af stað.  En eins og ég er búinn að segja áður, þá eru aukahlutirnir á hjólin ekki enn komnir !  Það var ekki fyrr en í gær að ég fann pakkana og búinn að fá staðfest að þeir eru komnir til landsins.  Nú vona ég að við fáum hlutina í dag.  Þá er bara að bretta upp ermar og byrja að skrúfa og breyta og bæta.  Gervihnattasíminn kom líka í gær, þannig að loksins er eitthvað að ganga upp hjá okkur. 

 The time is flying by very quickly these days. I haven't even started doing a lot of the things I was planning to finish by now. I'm leaving for Florida this Sunday and I'm going to stay there for 2 weeks. The plan was to have the bikes ready before I leave, relax a little in Florida, and then when I come back I would do all the things needed for Haukur's confirmation, finish the preparation for the trip and then set off for the big trip around the world. But like I said before, the accessories haven't arrived yet! It wasn't until yesterday that I found the packages and somebody confirmed that they had arrived to the country. Now I'm hoping to get the packages today. Then I can finally roll up my sleeves and get to work on the bike. I got the sattelite mobile phone yesterday, so finally something is going right for us.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband