Vonbrigði / Disappointment

RTW  myndir 016Ekki fór þetta eins og ég vildi í gær.  Það kemur í ljós að kassarnir eru komnir, en ekki allir, þ.e. tveir pakkar af þremur eru komnir.  Og þar sem að allir þrír pakkarnir eru á einum reikning, þá er ekki hægt að tollafgreiða bara hluta af reikningnum !  Þetta er fúlt !  Ég sem ætlaði að byrja að skrúfa og breyta hjólinu í dag.  Það gegnur sem sagt ekki.  Tíminn líður og það er nokkuð ljóst að ég mun lítið geta gert áður en ég fer til Florida.  Tryggvi bróðir, sem vinnur hjá Íslandspósti, er búinn að hjálpa mér mikið undanfarna daga við að finna þessa pakka og reyna að koma þeim í gegn.  En því miður þá er erfiðara að eiga við Tollinn !  Einar bróðir mun því þurfa að ná í pakkana eftir helgi og byrja á þessu án mín.  Það þarf að byrja á því að fara með tankana og fleira í sprautun til hans Jonna á Bifreiðaverkstæði Jónasar, þar sem þeir ætla að græja þetta fyrir okkur eins fljótt og þeir geta.  Í framhaldi af því fer Einar að breyta sínu hjóli og þegar ég kem svo heim aftur, þá ráðumst við á mitt.  Ég sótti sætin til hans Auðuns bólstrara í gær og líta þau vel út og lofa góðu.  Hann breytti hallanum á sætinu og bjó til góða setu og setti mjúkt svamplag efst.   

Things didn't quite go as I had hoped yesterday. The packages have arrived, but not all of them, i.e. 2 of the 3 packages are in the country. And since the 3 packages are all on the same check, we can't get a part of the produckts through customs. That's frustrating! And I was planning on starting the modifications of the bike today. That's obviously not going to happen now. The time is my enemy now and it's obvious that I can't do a lot before I go to Florida. My brother, Tryggvi, works for Íslandspóstur, the post office dealing with, and he's trying to find the packages and trying to get them through customs. But it's no joke trying to deal with the customs! Einar is going to have to get the packages after the weekend and start without me. First, he has to take the bikes to Jonni who is going to paint the bikes. After that, Einar is going to start working on his bike and when I get back we're both going to focus on my bike. I got the seats from Auðunn yesterday and they are promising. He changed the tilting of the seats and created a good seat with a soft spongelayer at the top.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband