Skemmtilegur dagur / Fun day

Þá er dagur að kveldi kominn og mikil vinna að baki.  Ég og Einar erum búnir að vera að vinna í hjólinu mínu frá því kl. 8:00 í morgun.  Það sem við erum búnir að gera í dag er eftirfarandi:  Setja nýtt púst, setja miðjustandara, hækka hjólið upp, setja nýja standpedala, setja nýja hlífðarpönnu, setja nýtt stýri, setja nýjan bensíntank.   Ýmis vandamál komu upp þegar við vorum byrjaðir á þessu.  Eins og ég sagði áður, þá komu engir leiðarvísar með, þannig að við þurftum að fikra okkur svolítið áfram með þetta allt saman.  Við uppsetningu á nýja pústkerfinu kom í ljós að það vantaði nippil fyrir súrefnisskynjara sem tengist beinu innspýtingunni.  Þessi festing er á gamla pústkerfinu og fórum við með bæði gamla og nýja kerfið í Hafnafjörðinn þar sem hann Þór Pálsson vinur minn leysti málin fyrir okkur.  Hann slípaði nippilinn af gamla pústinu og boraði gat á það nýja og sauð nippillinn á þar.  Mikill snillingur þar á ferð og hefur hann oft bjargað mér þegar ég lendi í vandamálum.  Einnig þurfti að færa til ýmsa hluti svo sem forðabúrið fyrir afturbremsuna ofl.  Við uppsetningu á nýja og stóra bensíntanknum þurfti að breyta nokkrum hlutum, - færa forðabúrið fyrir kælivökvann, það er nú komið undir sætið, finna stað og búa til festingar fyrir aukabensíndælu, sem dælir úr neðsta hluta tanksins upp í efsta hlutann þar sem bensíndælan fyrir vélina er.  Allt tekur þetta tíma og við vorum semsagt í næstum 9 tíma að vinna við þetta.  En aðalatriðið er að öll stórmál eru leyst og ég get farið rólegri til Florida að hitta tvær fallegustu stelpur í heimi, Herdísi konuna mína og Fanndísi Maríu dóttur mína, - get ekki beðið !  En tíminn líður og það eru ekki nema þrjátíu og átta dagar þar til að við leggjum af stað !!!!!  Ótrúlegt en satt !

Finally the day is over.  Me and Einar, my brother have been working on the bike since 08:00 this morning.  What we have done today is following:  Put on new exhaust system, center stand, raise the bike by 3 cm, put on new footpegs, new sump guard, new handlebar and new and bigger fuel tank.  A lot of small problems came up on the way, and there where no mounting instructions, so we had to do it step by step.  Also we had to move some things for example the brake fluid reservoir for the rear brake, move the reservoir for the coolant because off the new fuel tank, and also find a location for the extra fuel pump that comes with the tank.  But all in all it took almost a whole day for two of us to get one bike ready.  And off course the main thing is that all the biggest problem are solved, so I can go relaxed to Florida to meet the two most beautiful women in the world, my wife and my 5 year old daughter, - can´t wait !   But times fly fast, only 38 days until we start the big journey.  Unbelivable !!

En svon lítur hjólið út núna eftir daginn: / This is how the bike looks after the day:

RTW  myndir 046

Það sem eftir er að gera:  Hækka standara svo að það halli ekki eins mikið, setja grindur fyrir töskur, setja töskurnar á, leggja rafmagn í topptöskuna,  mála hjólið í réttum lit, setja glerið á, setja merkingar á hjólið. 

What we have to do more is:  Raise the side stand, put on the racks for the cases, put on the cases, put electricity into the top case, paint the bike, put on the windscreen and some labels.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband