6.4.2007 | 14:04
Kennedy Space Center
Það er skrítið að vera hér í Ameríkunni og njóta lífsins og reyna að slaka á þegar það eru ekki nema um 4 vikur til brottfararar ! Hugurinn vill verða svolítið upptekinn af ferðinni og kannski ekki skrítið þar sem þetta er jú ansi stór ferð. En ég verð að reyna að sinna fjölskyldunni líka og leika mér með þeim. Við fórum frábæra ferð í gær út á Canaveral höfða og skoðuðum Kennedy Space Center þar sem eldflaugarnar og geimskutlurnar eru. Frábær upplifum og ótrúleg tækni sem maður upplifir þarna. Að ganga inn í geimskutluna og ímynda sér að maður sé í geimnum er ótrúlegt. Það sem kom okkur mest á óvart er að geimskutlan er bara eins og stór vöruflutningabíll. Þetta er bara risastórt rými fyrir vörur og dót og svo bara pínulítið pláss fyrir áhöfn fremst. Þetta eru semsagt bara vinnujálkar. Síðan fórum við á Cocoa Beach, sem er aðeins sunnar og fórum þar á ströndina og skemmtum okkur vel. Fórum í sjóinn og busluðum heilmikið. Á leiðinn heim sáum við svolítið af mótorhjólum en 99% af þeim hjólum sem maður sér er Harley ! Kannski ekki skrítið þar sem Harley Davidson er tákngerfingur fyrir Ameríska frelsið ! Eitt og eitt ferða hjól sér maður en það er mjög sjaldgæft. Það fór í gegnum hugann á mér þegar ég var að keyra eftir hraðbrautinni, þetta er það sem koma skal, endalaus keyrsla allan daginn alla daga ! Hvað er ég eiginlega að fara út í !!!! Kannski er þetta allt saman smá klikkun, en ég býst við að ferða og ævintýragenin ráði ferðinni þarna. En hvað um það, - hlakka til að leggja af stað. Kveðja fra Florida.
It is wierd to be here in USA and try to enjoy life and relax, when there is only 4 weeks to departure ! Your mind tends to be occupied thinking about the big trip. But I have to try to take care of my family while I am here and have good time whith them. Yesterday we went to Kenedy Space Center and saw all the rockets and the space shuttle. What an incredible machines they are ! This was great adventure and my boys where thrilled. Then we drove to Cocoa Beach and played on the beach and had a great time. On the way home I saw a few motorcycles and most of them was Harley. 99% of all bikes you see here is Harley Davidson. Maybe because the Harley is a simbol of the American freedom. It went through my mind that this is whats coming, drivin all day long every day for three months. Maybe this is crazy, but I think the travelling and adventure factor is controlling everything. But enough for now, greetings from Florida.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.