Skyndihjálp ofl / First aid

RTW  myndir 073Í gær var fjör í bílskúrnum.  Ég og Einar vorum allan daginn að vinna í hjólunum og komumst við vel áfram með verkið.  Ég er búinn að hækka stýrið hjá mér ennþá meira, búinn að setja grindurnar á fyrir töskurnar, setja "cruise control" á, laga og fínstílla pústið ofl.  Svo kl. 16:00 kom Oddur Eiríksson brunavörður, sjúkraflutningamaður og skyndihjálparkennari og fór yfir með okkur ýmislegt sem varðar slys, svo sem beinbrot, liðhlaup, tognanir, hvernig taka skal hjálm að slösuðum manni ofl. ofl.  Þetta var mjög lærdómsríkt og gátum við farið vel yfir hlutina.  Mikið af þessu höfðum við Einar lært eða kannast við áður, en það er nauðsynlegt að fara yfir þetta áður en maður fer í svona langa ferð og Oddur var okkur einstaklega hjálplegur og maður með mikla reynslu.  Einnig fórum við yfir hvað best er að hafa með sér í svona ferð og það kom mér á óvart hvað það er í raun lítið sem þarf til þess að geta bjargað sér.  Auðvitað væri best að vera með sem mest, en þar sem pláss er mjög lítið verður að velja vel.  Þeir fimm hlutir sem við ákváðum að væru nauðsynlegir, og þá eru lyf og þess háttar undanskilið, eru eftirfarandi:  einnota hanskar,- nýtast bæði við viðgerðir á hjólunum og á fólki, skæri,- sem geta klippt í sundur skó, belti og þess háttar, plástra,- nokkrar RTW  myndir 070gerðir og stærðir, grisjur,- nýtist í allt mögulegt, Sam-spelka,- lítil einföld spelka sem hægt er móta og nota fyrir margskonar brot, tognanir ofl.  Þetta er allt !  Eins gott að vera við öllu búinn.  Nokkrir komu í heimsókn í gær til okkar og er alltaf gaman að fá heimsóknir.  Það er jú hluti af sportinu að hitta aðra hjólamenn og ræða um hjólamennskuna í víðu samhengi.  Allir velkomnir í skúrinn hvenær sem er !   Pabbi kom á nýja hjólinu sínu, sem er glæsilegt hjól, Kawasaki KLE500 og sýndi okkur það.  Einnig kom tengdapabbi, Jón Hjartarson, og kíkti á okkur sem og Kjartan og Guðrún Þóra systir konunnar minnar ásamt mömmu og tengdamömmu.  Dagurinn endaði svo á að fara í glæsilega fermingarveislu til Þórs vinar míns, þar sem dóttir hans, Hanna Mjöll var að fermast.  Þór er þúsundþjalasmiður og í veislunni rétti hann mér poka með festingum sem ég nota til að festa töskurnar á hjólð sem hann hafði rennt og lagað fyrir mig.  Mikill snillingur þar á ferð. Gleðilegt sumar  til allra.

 

There was a lot going on in the garage yesterday. Einar and I spent the whole day working on our bikes and made a good progress. I’ve raised my handle bar even higher than before, put the racks on for the cases, put a cruise control on, fixed the exhaust etc. Then, at 4pm, Oddur Eiríksson came and went over the most important things we needed to know about first aid. He talked about different kinds of accidents e.g. broken bones, dislocation, sprains, how to remove a helmet from an injured man etc. etc. We learned a lot from his visit and we were able to cover a lot of things. Some of this stuff Einar and I had already learned and seen somewhere, but it’s important to go over these things before heading out for such a big trip like ours. Oddur was the perfect man for the job, with a lot of experience, and was very helpful. We also went over the things needed in a trip like ours and it was surprising how little a man needs in order to manage. Of course it wouldn’t hurt having more stuff, but since there’s a very limited room we have to make wise choices. The 5 things we agreed on being the most important things, besides medicine and stuff like that, were the following: disposable gloves: can be used to repair the bikes and even people if necessary. Schissors,- that can cut through shoes,belts and similar clothing. Band-Aids – Different types and sizes. Gauze,- can be very useful. Splint,- a small, simple splint we could reshape and use for different situations. That’s it! We have to be prepared for everything. A few people visited us yesterday and it’s always fun to get visitors. A big part of the motorsport is to meet other bikers and discuss the sport. Everyone is welkome to the garage at any time! My father arrived on his new bike, which is a very nice bike, Kawasaki KLE500. My father in law, Jón Hjartarson, also came to visit us along with Kjartan and Guðrún, my wife’s sister, my mother and my mother in law. We spent the rest of the day in a very nice confirmation party which my friend, Þór, was hosting. His daughter, Hanna mjöll was having her confirmation. Þór is a handyman og during the party he handed me a bag with clinges he had fixed for me so I can secure my cases on my bike now. Þór is a good example of a genious. I wish everyone a happy summer...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband