13 dagar til brottfarar ! / 13 days to go !

HnattlíkanSmá harðsperrur í skrokknum segja mér að líklega hef ég tekið svolítið á í ræktinni á mánudaginn, en allavega var Arnar einkaþjálfari frekar erfiður við mig í morgun og var tekið vel á því.  Rússinn sem við Einar fórum að hitta í gær, var enginn Rússi !  Það kom í ljós að smá misskilningur var á ferðinni og sá sem við hittum er Íslendingur sem starfar og býr í Rússlandi.  Við spjölluðum lengi saman og gaf hann okkur nokkra góða punkta.  Til dæmis ef að lögregla stoppar mann í umferðinni í Rússlandi, og jafnvel þó að ekkert sé að, þá skal borga hverrir löggu ( ef þeir eru fleiri en einn ) 100 rúblur (260 kr).  Ef þú þarft að láta næturvörðinn gæta hjólanna yfir nótt, þá réttir maður honum 500 rúblur (1300 kr).  Með öðrum orðum - mútur.  Nokkrir fleiri punktar komu fram og þökkum við honum fyrir.   Ég fer núna í hádeginu og sæki nýsprautaða tanka, bretti ofl þannig að við ættum að geta skrúfað saman í dag.  Semsagt, hjólin ættu loks að klárast í dag.  Þá tekur við næsti kafli, þ.e. að fara að reyna að pakka á hjólin !  Spurning hvort allt komist með, eða trúlega er betra að segja að það sé öruggt að það komist ekki allt með.  Og þá er bara að fara að velja og hafna.  Spennandi verkefni. 

Little stiff in my body tells me that I have done something right in the gym on monday.  Arnar, my coach, was hard on me this morning and I had a good workout.  The russian guy that we where supposed to meet yesterday, was not a russian, he is an Icelandic guy that lives and works in Russia.  We talked alot and he gave us many good advice.  For example, when a police stopps you, pay them 100 rubles.  Today about noon, I will pick up the tanks, mudgard etc. from the paintshop and later today, we will start the final assembling of the bikes. Can´t wait !  After that we have to start packing, or at least see what we can take along etc.  This could take some time !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband