4 dagar til brottfarar ! / 4 days to go!

viðtalÞá er dagur að kveldi kominn og var þessi dagur frekar erilsamur.  Þurfti að snúast ansi mikið í morgun því fjarvera í 3 mánuði kallar á ýmis verk líka hérna heima fyrir brottför.  En meðal annars fór ég í Seglagerðina Ægi að ná í sætishlíf sem var verið að laga fyrir mig ofl. smotterí fyrir hjólin.  Ísland í dag kom svo í heimsókn í skúrinn seinnipartinn en þeir Oddur fréttamaður og Björn myndatökumaður ætla að sýna þetta í sjónvarpinu mánudag eða þriðjudag og var mjög gaman að fá þá félaga í heimsókn.  Þeir voru mjög áhugasamir og vilja jafnvel vera í sambandi við okkur meðan á ferðinni stendur.  Að sjálfsögðu þurfti ég að taka til í skúrnum enn einu sinni og láta hann líta vel út.  Við bræður pössuðum okkur núna að hafa hjálmana á okkur í hjólaskotinu fyrir stöð2 en við fengum gagnrýni frá ágætum manni hér í bæ fyrir mbl.is umfjöllunina þar sem við vorum hjálmlausir hér fyrir framan skúrinn.  Réttmæt gagnrýni og óheppilegt fyrir okkur því við erum talsmenn öryggis og notumst alltaf við hjálma og það meira segja lokaða hjálma.  En við Einar fórum einnig í að smíða pabbiogeinar2varadekksfestingar í dag og þurftum að leita í skúrinn hjá pabba til að komast í rétt verkfæri.  Við notuðum líka tækifærið í dag og prófuðum talstöðvarnar í fyrsta sinn í aktion.  Þær virkuðu vel en þó þarf aðeins að stilla örlítið betur fyrir brottför.  Ég fékk svo símtal í dag frá Tóta en það kom upp sú hugmynd frá Dr. Guðmundi Björnssyni að fá prest, Sr. Írisi í Digranessókn á þriðjudaginn til að blessa okkur og ferðina áður en við leggjum íann og fannst okkur hjónum vænt um það.  Mér skildist á Tóta í MotorMax að hann hafi fengið símtalið um miðjan dag frá Guðmundi þar sem hann er að stinga uppá þessum prest, og undarleg tilviljun, stendur presturinn þá ekki bara í töluðum orðum inná skrifstofu hjá Tóta að kaupa sér hjól !  Ótrúleg tilviljun.  Það verður svo væntanlega fjör á morgun í MotorMax en þar verðum við eins og áður er sagt milli 12-14 að sýna hjólin fyrir gesti og hjólandi og allir velkomnir.  Síðasta helgin fyrir brottför semsagt að renna upp og fjör á morgun í MotorMax og svo á sunnudaginn eru allir velkomnir sem vilja kasta á mig kveðju privat og persónulega heim í opið hús í Smárarimann frá kl. 14-18

I have been quite busy lately because there are actually also some things needed to be done around the house before I leave. I’ve also been working on the bikes a little bit today but nothing worth mentioning. Ísland í dag (Iceland today), which is a news show here in Iceland, came to visit me and Einar today. It was a lot of fun having them and they told us that they would broadcast the interview on Monday or Tuesday. They were really interested in what we were doing and told us that they would like to keep in touch with us during our trip. Of course the garage had never looked better and we also made sure that we used our helmets this time after the criticism concerning the other interview on mbl.is. Einar and I started to make the clinges for the spare tire today and we even needed to visit our fathers garage to get the right tools. We also used the opportunity today to try out the transceivers “in action”. Everything worked fine but we just have to do some minor adjustments before leaving. I got a phonecall from Tóti but Guðmundur Björnsson had this idea of me and Einar getting a priest, Íris, to say prairs for us before the trip. My wife and I really appreciated that idea. Tóti (at Motormax) told me that he had got a phonecall from Guðmundur where he is talking about getting the priest, and at the same time there is a priest in his store buying a bike! That’s an amazing coincidence. But there will be a lot of fun at MotorMax tomorrow but like I said before, we’ll be there between 12-14 with all of our equipment and everyone is welcome. This is the last weekend before departure and on Sunday there will be a small “farewell” party where everybody is welcome between 14-18.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband