6.5.2007 | 21:42
Sunnudagskvöld / Sunday night
Jæja þá er þessi ótrúlega skemmtilegi sunnudagur liðinn. Notaði morguninn í að skanna inn og prenta út afrit að okkar helstu gögnum, sbr. vegabréf, ökuskirteini o.þ.h. Eftir kl. 14. fóru að streyma að ættingjar, vinir og áhugamenn um ferðina og var ég hálf hræðrur bara hvað margir komu til að kveðja mig og auðvitað Einar sem var staddur að vanda í skúrnum. Mér var fært lukkutröll hið fegursta frá Guðrúnu Þóru og fjölskyldu, Þorgrímur Þokki sem reyndar mun verða skilinn eftir heima þar sem hann þorir víst ekki í ferðina ! Tengdaforeldrar mínir, Jón og María færðu okkur bræðrum veglega kveðjugjöf sem mun koma að góðum notum og erum við mjög þakklátir. Vinkonur okkar hjóna færðu að vísu konunni minni kveðjugjöf eða ætti kannski að kalla það staðgengil n.k. 3 mánuði og ku hann vera töluvert meðfærilegri en ég, þegir alltaf og grípur aldrei frammí ! En eins og alltaf var standandi veisluborð hjá Herdísi minni og hennar þekktu vöfflur runnu niður í marga munna ásamt fleiri kræsingum sem hún lagði á borðið. En síðasti undirbúningsdagurinn á morgun og þarf allt að ganga upp svo við getum lagt í ann á réttum tíma þann 8. maí. Engin stórmál en nokkur smámál sem varða pökkun ofl. Þakka ykkur öllum kærlega fyrir innlitið og góðar kveðjur.
Well, finally this increadably fun Sunday is over. I spent the morning scanning and printing out copies of some of our most important documents (visas,drivers licence etc.) At 2 oclock, relatives, friends and other people interested in the trip started rolling in. I was a little touched by the fact how many people came to say goodbye to me, and of course Einar who was with me in the garage. I got a lucky troll from Guðrún and family, called Þorg´rimu Þokki. My parents in law, Jón and Maríu brought us a genenrous gift which will surely come in handy and we are very grateful. Some friends of my wife and I brought her a gift or should I rather say a replacement for the next 3 months. He is much more manageable than I, doesnt talk and doesnt interrupt! =) But as always, my wife didnt let anybody down concerning the delicious waffles and cakes. But tomorrow is the last day for preparing and everything needs to work out so we can stick to the plan and leave Reykjavík at the 8th of May. Theres nothing big that we havent finished yet but here are a couple of small things concerning packing and other stuff like that. Thank you all for stopping by and for all the nice regards.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.