13.5.2007 | 19:26
Umea Svíþjóð 13. maí / Umea Swerige 13. mai.
Langur dagur að baki. Hjóluðum 680 km í dag á rúmum 8 1/2 tímum. Veðrið búið að vera frekar kalt og blautt og vorum við komnir á tímabili í öll þau föt sem við áttum og regngallann. Dálítið skondið en þegar við vöknuðum í morgun og komum út sáum við skilti sem hékk utan á húsinu sem sagði að allt væri upptekið ! Frekað skrýtið þar sem við vorum einu gestirnir! Karlinn hefur greinilega ekki verið tilbúinn að taka á móti gestum en ekki þorað/viljað segja nei við okkur í gærkveldi. Kannski vorum við of skuggalegir að sjá ! En við hjóluðum semsagt þvert yfir Scandinavíu og var það mjög gaman. Vegir og umferðarmenning er mjög ólík í Noregi og Svíþjóð. Í Noregi eru vegirnir þröngir og hlykkjóttir og hámarkshraði frekar lágur, 50-80 km á klukkustund. Í Svíþjóð eru vegirnir breiðari og beinni og hámarkshraði hærri. Einnig virtist sem virðing fyrir hámarkshraða vera
minni í Svíþjóð og var því umferðin hraðari og léttari. Enduðum daginn á lítilli hótelkrá rétt fyrir utan Umea og veðrið orðið betra. Á morgun höldum við áfram til norðurs fyrir botn Eystrasaltsins og svo í suður í átt að Helsinki í Finnlandi. Frábær dagur en maður svolítið þreytttur og það hvarflaði aðeins að mér í dag hvernig verðum við eftir 4-5 svona daga í röð. Hejdo -
Another long day has come to an end. We rode 680 km today in about 8 ½ hours. Its been cold and wet and we even put on all of our clothes and rainwear when things got pretty bad. It was kind of funny when Einar and I woke up this morning and looked outside where we found a sign that said No rooms available. We thought it was funny especially since we were the only guests! The old man probably just didnt dare saying no to us last night since it was obvious that he didnt want any guests. Maybe we are too scary looking! But anyway, we rode straight across Scandinavia and that was a lot of fun. The roads and the traffic is very different between Norway and Sweden. In Norway, the roads are narrow and wavy and the regulation speed is fairly low, around 50-80 km/hour. In Sweden, the roads are wider, more straight and the regulation speed is higher. It also seemed like people didnt respect the regulation speed as much as in Norway but that led to less traffic. We ended the day on a small hotelpub just outside of Umea and by then the weather was better. Tomorrow we will keep going north at the bottom of Baltic Sea and the well go south towards Helsinki, Finland. But overall this was a great day but were a little bit tired and itll be interesting to see how well be after 4-5 days in a row like this. Hejdo -
Athugasemdir
Sealir braedur
Getid thid lesid islenskuna eins og heima?
Eg gat ekki fylgt ykkur ur hladi en hefdi gjarnan viljad gera thad. thad er gaman ad fylgjast med ykkur eg held thvi afram tho eg skrifi ekki til ykkar.
Thad er komin titringur i felagana heima thegar horft er til ykkar og menn farnir ad leita fyrir ser med ferdafelaga fyrst thid eru farnir.
Thad er flott og vid verdum enn staerri hopur thegar thid komid heilir heim.
Kvedja Oddur Eiriks
897-3555
Oddur Eiríksson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:24
Smá hugmynd...
hvernig væri ef þú endaðir hverja færslu á ODO stöðu hjólanna, þ.e.a.s. þannig að maður geti fylgst með hvað þið eruð búnir að hjóla marga km
Héðinn (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.