Kazan Rússland 22 maí / Kazan Russia 22 mai

Falleg rússnesk sveit og borg að mætastErum rétt austan við Kazan og komnir með flugnabit.  Einar er illa bitinn og ég er kominn með 2 bit.  Vil minna fólk á að það getur fylgst betur með því hvar við erum með því að nota google earth hnappinn hér til hliðar en það sýnir hvar við erum staðsettir í lok hvers dags. Hjóluðum í fallegu veðri frá Moskvu, umferðin frekar þung en fallegt umhverfi.  Frekar tilbreytingarlítið og umhverfið einsleitt og um 5 leytið byrjum við að leita að náttstað.  Fórum á 2 staði þar sem okkur var neitað um gistingu, njet !  Trúlegast hræðsla við útlendinga.  Það þarf svo mikla skriffinsku til að fá gistingu, framvísa vegabréfi og viðkomandi þarf að skrá mikið af upplýsingum um okkur að ég held þeir bara neiti þess vegna. En fórum á bensínstöð og þar  hittum við peningaflutningamenn á gömlum rússajeppa með byssur og í skotheldum vestum að taka við smámynt úr sjoppunni og við spurðum þá um gistingu og þeir sögðu að hún væri engin.  Við lögðum að stað og hjóluðum 200 metra og þar blasti þá við skilti með gistingu sem vísaði þar bak við hús og þegar við komum þangað þá sáum við bara gamlan bílakirkjugarð og gamalt hús sem var á skítugri lóð  en um leið og við erum að snúa við kemur labbandi til okkar maður og við spurðum hann um gistingu og hann jánkar því og labbar með mig í vorðurinn á trukkahótelinuhús sem ég taldi ónýtt og þar fengum við gistinguna.  Gömul kona með gulltennur tók á móti okkur og sagði okkur að það kostaði okkur 150 rúblur pr. manninn að fá að gista.  Þarna í fyrsta sinn sáum við alvöru sovíettímann birtast. Húsið var að hruni komið, allt gamalt, skítugt, rifið eða brotið en fólkið vingjarnlegt en gaf lítið af sér.  Eftir að hafa skoðað herbergið sem var með 4 rúmum sem voru gamlir hermannabeddar með gormum, 70cm breiðir og í 2 þeirra voru búið að setja gamlar útihurðir undir dýnuna því gormarnir voru að gefa sig.  Og síðan fórum við í matsalinn og fengum steiktar kartöflur og kjöhleif og rússneskan bjór með og kostaði 80 rúblur.  Þarna voru eingöngu trukkabílstjórar ásamt ungu pari sem voru rússnesk og var vel drukkið.  Áður en við vissum var búið að skella á karokí í þessum gamla matsal og einn fór að kyrja ástarsöngva..ótrúlegt en satt !  Mikil upplifun.  Sváfum vel í nótt þ.e.a.s. alla þá stuttu dúra sem við náðum að sofna eitthvað.  Í morgunsárið héldum við svo út í nýjan dag og hjóluðum yfir 430 km í dag og landslagið er að breytast, það eru meira um hæðir og minna um skóglendi.  Meira um tún, engi og akra.  Það er skemmtilegra að hjóla í svoleiðis umhverfi og fórum við í gegnum eina borg, Cheboksary og vekur athygli hvað borgir sem maður hefur aldrei séð eru stórar og miklar og gríðalega mikil uppbygging er að eiga sér stað í þessum borgum og umhverfi þeirra.  Annað  sem vekur athygli í þessum borgum er hvað við höfum séð mikið af ungu fólki sem er vel klætt og í takti við tískuna og hvergi feita manneskju að sjá.  Svo sér maður eldra fólkið og það er frekar bogið og hokið og með slæður eða hatta á hausnum og taupoka í höndum.  Eitt sem gerðist í dag á leiðinni er að það er töluvert af eftirlitsmönnum og lögreglu sem eru greinilega að hafa eftirlit með Einar að kæla sig í hádeginu!bílum og við fórum framhjá einu svona eftirliti í dag og var Einar stoppaður en ekki ég.  Ég fylgdist með og sá að það fóru fram samskipti en þegar Einar kom tilbaka til mín þá sagði hann að hann hefði þurft að borga 100 rúblur og fékk að halda áfram sem betur fer.   Sérlega fallegt land, en fólkið hefur verið frekar feimið og lokað fram að þessu.  Við tölum bara íslensku við rússana og þeir rússnesku við okkur. En við erum ekki alltaf að skilja rússneska stafrófið. Er með litla vasabók sem ég nota líka til að hjálpa mér.  Gps tækið er að virka frábærlega svo langt sem það nær.  Erum sem sagt komnir núna á trukkahótel og erfitt að finna gistingu en við vorum alvarlega að spá í að tjalda í dag en það fer að koma að því en á meðan við náum að redda okkur gistingu á 700 kr látum við það eftir okkur.  Teljarinn er kominn í 6717.  Skilaboð til Smára Rikk..hjólin eru búin að eyða undir 4 lítrum á hundraði og dekkin slitna lítið.  Mjög ánægðir fram að þessum með hjólin.  En þangað til næst bestu kveðjur og vonandi næst samband á Rás2 við mig á fimmtudagsmorguninn kl. 8.15 !

We are just east of Kazan and we have some bad mosquito bites. But I want to remind people of the google earth button on the page where you can see exactly where we are after each day. We rode in a beautiful weather from Moskow but in a heavy traffic and we started to try finding a place to sleep around 5 pm. We stopped at 2 places but we always got a “njet!”. Probably because of all the paperwork there has to be done for foreigners. We went to a gas station and asked a couple of men in an old russian truck, with guns, wearing a kevlar and whose work is to transfer money if there was a place we could stay at but they said there was no place we could stay at for the night. We kept on going and kept riding for another 200 meters but that’s when we saw a sign that said there was a place to sleep here. When we got to that place we saw an old house next to a big graveyard of cars. When we were just about turning around, a man came to us an we decided to ask him if we could stay there for the night and he said yes. An old woman with golden teeth greeted us when we got in the house and told us that the stay there would cost 150 rubles per person. This house was obviously characterized by the times of the Soviet Union, all dirty and on the verge of collapsing but the people there were kind. Our room had 4 beds that were old military cots and 2 of them even had old doors under the matresses because the spirals had broken. After getting everything in the room we then went to the lunchroom where we got potatoes, meatloaf and russian beer for 80 rubles. There were only truckdrivers there besides this one young couple and there was a lot of drinking. Before we knew it people started synging karaoke and one man sung lovesongs with great empathy. In the morning we went (this morning) we started riding again and we have ridden for about 430 km today and the landscape is changing where there are more hills and hayfields but less woodland. We rode through on ciry, Cheboksary, and it’s interesting to see how cities that you’ve never seen and never even heard of can be huge and how much structure is going on there. Another interesting thing was to see how many of the young people there were fashionable and everyone there was thin. But the older people are stooped and wearing veilings or hats and carrying linen bags. There was a lot of security there, I got through but Einar was stopped. I saw that he was talking to an officer and when he got back he told me that he had to pay 100 rubles to keep on going. But it’s a very beautiful country but the people here are a little shy and self-conscious. We just talk Icelandic to them here and they just talk Russian to us. But we aren’t always understanding the Russian alphabet even though I have small pocket book which can help me. The GPS is working great. But now we are at a truck hotel but it was hard to find a place to stay and we seriously thought about camp tonight. The km counter is now at 6717. A small message to Smári Rikk: The bikes are going over 25 km per liter and the tires are not wearing down much so we are wery happy with the bikes so far. Ttyl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir.

 Eins og margur karlmaðurinn veitti ég því einmitt athygli, þegar ég fór til Rússlands, að þar er nánast ekki feitt fólk að sjá. Einhver útskýrði þá fyrir mér að Rússar væri vanir mjög "traditional" mat sem væri afskaplega hollur, svosem hin fræga Rússneska rauðrófusúpa, sem ég vona að þið bræður séuð búnir að prufa en hún er frábær.

Hafiði það gott þarna úti, alltaf jafn gaman að fá fréttir af ykkur.

Þórir Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 15:56

2 identicon

...if you should also decide to visit Japan, please let me know!  Maybe I can be of assistance to some fellow-bikers?!?!  By the way, great homepage, especially because it is also in English!  Well, safe riding to you folks, be careful out there and looking forward to hearing from you

Klaus

http://virtulanguage.com

Klaus (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gaman að heyra viðtalið í útvarpinu í morgun, vonandi gróa flugnabitin fljótt, gangi ykkur vel kappar og ofurhugar.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 08:34

4 identicon

Þetta er skemmtilegt hjá ykkur bræðrum. Maður á einmitt að láta svona hluti verða að veruleika. Maður lifir jú bara einu sinni. En eitt gremst mér mjög í sambandi við lesturinn á ferðasögunni ykkar og mér finnst líklegt að við verðum ekki sammála um þetta en ég bara verð að koma þessu frá mér. Þú tala alltaf um að HJÓLA. Ég veit að ég hjóla mikið ( á REIÐHJÓLI ) en það sem þú ert að gera er náttúrulega ekkert annað en að keyra. Enda þarftu ökuskurteini til þess.

Annars finnst mér þetta frábært hjá ykkur bræðrum og vona að ykkur gangi sem best.

Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband