Á leiðinni til OMSK / On our way to OMSK

Gömul hún enn í notkunErum á leiðinni til Omsk. Dagarnir eru svipaðir ennþá, bara höldum áfram austur og ekkert markvert að gerast.  Þó má nefna að lögreglan er fjölmenn hérna á vegunum og í fyrradag voru samskiptin við lögguna fjórum sinnum og í dag erum við búnir að vera stoppaðir einu sinni fram að þessu.  Okkar upplifun af þeim er bara nokkuð góð og brosmild.  Sá fyrsti sem stoppaði okkur hafði góða ástæðu. Við tókum framúr trukkalest á 30 km hraða en það mátti víst ekki.  Ég var beðinn um að koma  afsíðis og beðinn að setjast inní Lödu eins löggunnar  þar sem allt var í drasli og komst ég varla fyrir þrengslum.  Eftir smá samskipti í líkamstjáningu og orðum þá samþykkti ég brotið og hann reyndi að gera sig skiljanlegan hvernig ég ætti að borga og ég rétti honum 100 rúblur en hann vildi 200 og gaf mér til kynna að ég léti þá detta á milli sætanna !  Einföld lausn.  Næstu skipti þá stoppaði löggan okkur að ástæðulausu nema þá að hún væri að ná sér í aur (?) og þá prófaði ég nýja aðferð og hún var einföld .  Ég talaði jafnmikið, jafnhátt og jafnhratt og rússinn og brosti  jafnbreitt og hann.  Ég á íslensku og hann á rússnesku. Sýndi honum pappírana og gafst Presturinn og blessuninhann upp og sagði okkur að fara áfram.  Þessa aðferð höfum við notað semsagt síðustu 3 skiptin og löggan gefist upp og leyft okkur halda áfram.   En að öðru leyti eru þetta ungir menn í lögreglunni sem eru brosmildir og eflaust að gera sitt besta í að stjórna umferðinni.  Þessa dagna erum við líka að upplifa það sem ekki er sagt í ferðasögunum eða myndböndunumn um svona ferðir..þe. 90% af tímanum fer bara í að vinna og puða.  Sitja á hnakknum og þeysa áfram kílómetra eftir kílómetra.  En margt áhugavert hefur líka gerst svo sem það sem gerðist fyrr í dag. Við ætluðum að fá okkur tesopa við vegarkant í hrörlegu húsi og rennur þá þarna að enn ein Ladan og út úr henni stekkur eldri maður, grannur og brosandi í bleikri skyrtu þar sem allar tennur voru úr gulli í efri gómi og bókstaflega stökk hann á okkur og faðmaði  og sagðist vera rússneskur prestur. Babblaði nokkur orð í ensku og vildi vita hvað við hétum og við reyndum að útskýra það fyrir honum á íslensku en hann vildi endilega gefa mér nýtt nafn fyrir Rússland og vildi hann að ég héti ForvitnirSergei.  Blessaði okkur þarna í bak og fyrir, tók myndir og gaf okkur tvær nýja testamentsbækur hvorum og rússneska bæklinga og hvatti okkur.  Skemmtileg upplifun og nokkuð kómísk.  Og núna rétt í þessu hittum við svissneskan ferðalang á BMW mótorhjóli á leiðinni til Mongolíu.  Hann er í annarri tilraun núna en hafði reynt fyrir nokkrum árum síðan en þurft að hætta þá.   Annars er ég hress og kátur og líður vel.  Erum búnir að gista á "mafíuhóteli" og vorum á trukkarabílastæði síðustu nótt.  6 tíma munur er á klukkunni núna. Í gær og í dag erum við búnir að hjóla í rigningu og kulda og þegar við lögðum að stað í morgun voru þrumur og eldingar og lélegt skyggni.   Mælirinn er kominn í 8.037  Bestu kveður í bili-

We are now on our way to Omsk. The days are not a lot different from earlier days and nothing important has happened really. But I can tell you that there’s a lot of policemen here and we talked to the police 4 times over one day the other day and today we have been stopped once. But our experience of the police is rather good, everybody just smiles and there’s no attitude. The first officer who stopped us had a good reason. We passed some trucks at a 30 km per hour but we found out that that was not allowed. I was asked to get in their car which was a pice of junk and I finally offered him 100 rubles to solve the problem but he wanted 200 and told me to put the money between the seats! But it was a simple solution. The next couple of times that the police stopped us it was for no reason. Maybe they were just trying to get some money out of us but I had a new strategy. I simply talked just as fast, just as loud and just as much as the Russian and just smiled as he did. I talked Icelandic and he talked Russian. I showed him the papers and he finally gave up and told us to move on. So we have been using this method for the last 3 times and we’ve never had any problems afther that. But I’m sure that these young Russian police officers are doing their best and doing their job honestly. Einar and I are now experiencing what is not talked about in the books and videos about these kind of trips, i.e. 90% of the time just goes into sitting on the bike and riding km after km. But there has also been some interesting things happening. For instance, we stopped for a cup of tea and went into an old house at the side of the road earlier today. But before we got into the house an older man in a pink shirt drives up to the same house in his Lada. All his teeth were gold and with a big smile on his face he literally jumped at us and hugged us and soon we found out that he was a Russian priest. He tried to talk some english but he insisted on giving me a Russian name and he wanted me have the name Sergei. He blessed us as much as he could, gave us 2 New Testaments and Russian brochures and took pictures of us. This was a fun thing to experience and rather comical. But just now we met a man from Switzerland who was travelling on his BMW motorcycle on his way to Mongolia. He was attempting this for the second time but he tried this a few years ago but he had to quit then. But I’m happy and feeling good. We’ve been staying at “mob Hotels”  but last night we stayed at a parking lot for trucks. The time difference between Iceland and this part of Russia is now 6 hours. We have been riding in rain and cold for the past couple of days and when we started riding this morning there was a thunderstorm. The km counter is up to 8.037 now. Ttyl - Sverrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja félagar.

Það sem kemur upp í huga minn er ÖÖÖfund, en samt rosalega ánægður fyrir ykkar hönd að láta bara vaða á þetta:)

Maður ætti að vera fyrir löngu búinn að framkvæma drauminn. Gangi ykkur vel og passið ykkur á hvílast nóg.

Kveðja úr snjókomunni hér á Ísafold

Steinþór

Steinþór Ásgeirsson (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 10:54

2 Smámynd: Sverrir Þorsteinsson

Takk fyrir god ord, - vonandi raetist draumurinn hja ther einhvern daginn.

Sverrir 

Sverrir Þorsteinsson, 27.5.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband