29.5.2007 | 14:50
Kosh Agach 29 maí / Kosh Agach 29 mai.
Eftir að hafa fundið dekkin í Nowosibirsk þá héldum við að stað í suðurátt í átt til Mongólíu. Veðrið var ágætt, bjart og léttskýjað og hægur vindur í bakið. Lögðum ca. 360 kílómetra að baki og um fimmleytið fórum við að leita að gististað. Í úthverfi bæjarins Biysk fundum við gististað í gamalli eftirlitsstöð. Þar er gríðarstórt mastur sem hefur áður fyrr verið örugglega notað við njósnir og eftirlit. Í starfsmannahúsinu er búið að setja núna upp gistihús. Ég kem þarna inn til að athuga með gistingu og Einar bíður úti og tek ég þá eftir því að það er fullt af brosandi fólki þarna inni. Ég geng inn og þá gengur á móti mér maður og tekur hressilega í hendina á mér og heilsar kraftalega á rússnesku. Ég heilsa honum auðvitað en undra mig þó á hvað þetta eru fínar móttökur og þessi maður gengur svo með mig inní hliðarsal sem ég sé er fullur af fólki sitjandi við dúkuð borð. Þar gengur hann að öðrum manni og ég er kynntur fyrir honum er heilsað aftur jafn höfðinglega. Sá maður að mér skildist kynnir mig fyrir öllum salnum á rússnesku og ég er ekki alveg að kveikja en í sama mund sé á endaveggnum stóran fána sem á stendur, International Rotary Club. Sem sagt þeir héldu að ég væri kominn á Rotary fund ! Þrátt fyrir motorhjólafötin ! það sem ég geri er að benda á sjálfan mig og segja "Rotary Njet." Allir líta á hvor annan en svo var skellihlegið af vitleysunni. Þeir fóru semsagt mannafeil. Það voru þarna staddir t.d. Ástrali og Ameríkani frá Alaska sem bauð okkur meðal annars heim þegar við kæmum þangað og var hann hinn hressasti. En að þessu loknu fengum við gistingu og allt gekk. En af því að það var afmælið hans Einars í gær slógum við upp matarveislu sem samanstóð af nokkrum hrísgrjónum, kjötsneið með osti og einum rússneskum bjór. Þetta var afmælisgleðin. Um morguninn næsta þá kom yfirbabuskan sem stjórnaði öllu og færði Einari súkkulaðistykki í afmælisgjöf okkur til undrunar og ánægju. Með því kvöddum við þennan skemmtilega gististað. Við héldum út í daginn með tilhlökkun og spennu í brjóstinu því nú stefndum við á Altaifjöllin sem við sáum í fjarska. Eftir því sem leið á daginn nálguðust fjöllin og umhverfið byrjaði smátt og smátt að breytast. Þegar við komum inní fjöllin var tilfinningin sú sama og aka um Alpanna, skógi vaxnir dalir og fjöll og vegirnir liðuðust um. Því næst breyttist umhverfið í eins og villta vestrið, meiri gresjur tóku við, nautgripir og kúasmalar. Og svo þegar ofar dróg þá var maður skyndilega kominn til Íslands á Sprengisand. Sléttur og melar og nakin fjöll í fjarska með snjó í toppum. Við hækkuðum og hækkuðum og þegar við komum uppá háslétturnar er vegurinn kominn í 1800-2000 metra hæð. Landamæri Mongolíu og Rússlands eru í 2100 metrum. Eins og Hvannadalshnjúkur. Allt umhverfið hefur núna breyst og fólkið. Nú sjást ekki lengur rússar, heldur mongólar í öðruvísi húsum o.þ.h. Smá kaflaskil í ævintýrinu núna þegar við höldum inní Mongólíu á morgun. Tjaldið verður örugglega notað næstu daga þegar við höldum inní auðnina. Nú er skítkalt, 5 stiga hiti og norðangarri og við erum hér í gistihúsi sem er ókynnt og ískalt og útikamar af einföldustu gerð. Pínulítill skúr með gati í gólfinu. Ég hringdi í dag bloggið heim en á ekki von á að geta bloggað næstu daga því nú erum við að detta úr gsmsímasambandi og örugglega ekkert fax eða tölva í nágrenninu. En vonandi getur Hrafnhildur á Rás2 náð í mig í gervihnattarsímann komandi fimmtudagsmorgun kl.8.15 Mælirinn kominn í 10.357. Þangað til næst, bestu kveðjur úr kuldanum.
After we found the tires in Nowosibirsk we kept on riding south towards Mongolia. The weather was fine, clear sky and light wind. That day we rode about 360 km and around five o´Clock we started to try to find a place to sleep for the night. In the town Biysk we found an inn in a old ckeckpoint. There was a huge mast which was probaly used in the past for spying and supervision. In the house which was used for staff in the old days are now accommodation. I walked inside while Einar waited outside and see that there is a lot of smiling people there. While I am walking in a gentleman walks towards me and we shake hands strongly on russinan way. I wonder a little bit how kindly this welcome are and he takes me in a room were all this people are and there he introduce me to another man which also shaked hands with me strongly ! It seem to me the man introduce me for the people on russian and I am looking at the same time on the wall and see this big flag which say, Internationa Rotary Club. So they thought I was coming for a Rotary meeting - even though I had my motorcycledress on ! I look at them and say, "Rotary Njet." Everybody looked at each other and had a big laugh. They obviously took me for another man. There I met an Austarlian and a American living in Anchorage in Alska. He invited me and Einar to come for a visit when we arrive in Alaska. But when I had left this people we got a room to sleep and as it was Einars birthday we had a celebrition ! A meat with chees and few rice and one russina bear ! Not so much. Next morning the mainbabuska came and gave Einar a chocolate for a birthdaygift and he was very happy -and me. With this we said goodbye to this nice place and aheaded to a new day full of anticipation and excitement in our chest because now we would ride towards Altai montains. As the day past we could see the mountains were coming closer. The landscape started to change a bit by bit. When we came into the mountains it felt like driving through the Alps. Green walleys full of trees and the roads like there. And then the landscape changed again, like the wilde west, great grasslands, cows and cowboys. And as we rode higher it felt were home, in Sprengisandur. Lowlands and moths and blue mountains with snow in the distance. We rode higer and higer and when we came to the highest lowland the road is in 1800-200 m.high. The border of Russia and Mongolia are in 2100 m.high. Like Hvannadalshnjukur. Everything is so different from Russia, both the people, the houses etc. Now our adventure are changing by going into Mongolia tomorrow. We wil surley now use the tent as we ride into the wilderness. It is quite cold now, only 5 c and wind from north. We are here in a place wich has no heat and no toilet, only a hole in the ground. I had to call home this blog and dont think I will be able to blog the next days. I am loosing connection with my mobile phone but I will be on the radio2 thursday morning 8.25 through satellitephone. The counter is now10.357 Until next time..best regards from cold.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.