28.7.2007 | 08:14
Las Vegas, Nevada, USA.
Er ég í bíómynd ? Er ég kominn í aðra veröld ? Er þetta raunverulegt ? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem upp komu þegar ég kom inn í Las Vegas í kvöld. Ótrúleg borg, ótrúleg veröld. Ég sagði frá því um daginn að sjónvarps og bíómyndaheimurinn væri mikill plat og gerviheimur. Það má svo sannarlega segja líka um Las Vegas. En það er mikilfenglegt og gaman að koma að borginni í myrkri eins og við gerðum í kvöld og sjá og upplifa öll þessi ljós, hótelbyggingar og allt sem þeim fylgir. Franska hótelið til dæmis, þar er Sigurboginn og Eiffel turninn í allri sinni dýrð. Fyrir utan annað hótel er rússíbani af stærstu gerð og svona mætti lengi telja. Skemmtilegt. En dagurinn í dag er búinn að vera spennandi og skemmtilegur og má segja að þessi dagur sé fyrsti alvöru ævintýradagurinn í vesturheimi. Það sem ég á við, að eftir að við komum til Ameríku, þá hvarf ákveðin ævintýramennska og við urðum meira að venjulegum túristum sem fórum á milli staða á mótorhjólum. En þar sem þessi bilun kom upp, og við búnir að bíða eftir varahlutum í 2 daga og þeir komu ekki, var ákveðið að pabbi og Skúli myndu fara af stað í morgun og fara í gegnum Dauða dalinn og svo til Las Vegas. Við settum punkta í GPS tækið hjá pabba og svo fóru þeir af stað í morgun kl 6. Við Einar biðum hinsvegar eftir varahlutnum og um hádegið gátum við farið að skrúfa saman mótorhjólið. Það var ein erfiðasta viðgerð sem ég hef tekið þátt í, því fyrir utan að hjólið var komið alveg í frumeindir, þá var það aðalega hitinn sem var erfiðastur. Við vorum þarna úti að vinna við hjólið i tæpa fjóra tíma í hita sem fór í 47 gráður !!! Og það tekur ótrúlega mikið á. Við þurftum að fara inn reglulega til þess að drekka og setjast niður, því ég var hreinlega að líða útaf stundum. Hreinlega að falla í yfirlið af hita. En við vorum ákveðnir í að klára þetta og um fimm leytið gátum við lagt af stað á tveimur góðum mótorhjólum. Við höfðum frétt af þeim Harley bræðrum ( pabba og Skúla ) að þeir væru komnir á hótelið eftir erfiðan en skemmtilegan dag. Þeir lentu meðal annars í því að hjólin þeirra voru hreinlega að stoppast út af hita. Þau fóru að ganga illa og voru að hætta að ganga. Og svo tóku þeir eina vitlausa beygju og urðu að vinna sig út úr því. Skemmtileg og spennandi reynsla fyrir þá. Á morgun ætlum við að skoða Hoover Dam, sem er fræg, stór og gömul stífla hér ca 50 km í burtu og svo þaðan förum til Grand Canyon. Hlakka mikið til. En nú er ég ótrúlega þreyttur eftir þennan dag og er farinn að sofa.
Am I in a movie ? Am I in another world ? Is this real ? These are few of the questions which came into my head when I rode into Las Vegas tonight. What a incredable city and world ! I was writing few days ago how this movie and televisionworld are much fake. It could surley also be said regarding Las Vegas. But it was magnificence to arrive to this city in the dark like we did tonight and experience all these lights and hotels and etc. The french hotel for example which has the Victorycurve and the Eiffel tower in their glorius picture. Infront of another hotel is a huge roller coaster and sights like these are here all over the city. Very amusing. This day today have been very excited and amusing and I could say that this is the first real adventure day here in the USA. What I mean is that after we came to the USA we have been more like a normal toruists which ride between places. But because of this breakdown and we had to wait for 2 days after spareparts we decided that my dad and Skuli would ride to Las Vegas through the Dead Walley this morning. We arranged the GPS my dad have and this morning around 6 oclock they rode away. Me and Einar on the other side waited for the sparepart which came finally at lunch time so at that time we could start to work. This is one of the most difficult repair I have taken part in. Despite the bike in pieces the heat was killing me ! We were 4 hours working with the bike in 47 C. heat and that was very difficult and often we had to go inside to cool us off. But we were determinded to finish this and around 5 oclock we were able to ride on. We had heard from the Harleybrothers ( my dad and Skuli ) that they had registered them into a motel after amusing but difficult day. They had a problems because of the heat, the motorcycles almost stopped working because of the heat. And also they took one wrong turn and had to find out for them selves the solutions. A good experience for them. Tomorrow we intend to ride to look at the Hower Dam which is an famous, old and huge dam 50 km. away from here. There from we want to go and see Grand Canyon which I look forward too. But now I am exhausted after a difficult day and are going to get some sleep.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.