30.7.2007 | 03:44
Gallup, New Mexico, USA.
Nú er ég i landi indiána og kúreka. Hér i Gallup er mjög mikið af indiánum af nokkrum ættflokkum en Mohave er þeirra fjölmennastur. Þegar við komum hjólandi inn i New Mexico i dag, var eins og við værum komnir inn í miðja kúrekabíómynd. Og það sem meira, ég var að lesa að fjallshlíð ein sem við fórum framhjá i dag, hefur verið notuð sem bakgrunnur fyrir fjölmargar bíómyndir ! En dagurinn byrjaði snemma hjá okkur og var stefnan tekin til Grand Canyon. Það tók okkur ca klukkustund að komast þangað og veðrið var gott. Svolítið skýjað, en fallegt og bjart. Umferðin var lítil, trúlega vegna hversu snemma við vorum á ferðinni. Við borguðum okkur inn og skommu seinna vorum við komnir út á brún. Og þvílík upplifun !!! Og þvílík stærð !! Þetta er ein af þeim upplifunum sem maður mun aldrei gleyma. Stundum upplifir maður eitthvað sem kemur manni verulega á óvart, þrátt fyrir að hafa lesið, skoðað myndir, og heyrt talað um hann. Samt sem áður verður maður alveg orðlaus, og í þessu tilfelli skynjar maður hversu smár maður er. Grand Canyon er semsagt stórkostleg upplifun og ættu allir að reyna að fara og sjá og upplifa þetta einhvern tímann. Ég ætla ekki að reyna að lýsa þessu betur, því það þýðir ekkert ! En við hjóluðum síðan út á sléttuna og aftur, þvílík upplifun. Miklar sléttur og liðast þjóðvegurinn um slétturnar eins og lygn á. Við erum enn á leið Route 66, og eru gamlar minjar hér og þar sem við reynum að kíkja á skoða þegar færi gefst. Sumt er skemmtilegt að sjá en annað er ósköp ómerkilegt. Hjólin standa sig vel og allt í superstandi. Það er frekar skritið ad hugsa til þess að aðeins 12 dagar þar til ég kem heim ! Eftir allan þennan tíma á ferðinni þá segi ég alveg eins og er, það verður gott að komast heim í faðm fjölskyldunnar aftur efttir allan þennan tíma. 12 dagar er ekki mikið í samanburði við allt sem við erum búnir að gera síðustu 80 daga ! En ekki meira um þetta í bili. Fyrst að klára ferðina. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar, segir einhversstaðar. En, kílometrateljarinn kominn í 27828 km ! Bless í bili. P.s. var að setja inn nýjar myndir í myndaalbúmið.
Now Im in the lands of Indians and cowboys. There are many indians here in Gallup from different tribes but the Mohave is the biggest. When we came to New Mexico today it was like we were in the middle of a western movie. I even read today that a mountain hill that we passed today has been used as a background in many movies! But we started the day early and we were heading towards Grand Canyon. It took us about an hour to get there and the weather was good, a little cloudy but bright and beautiful. The traffic was light, probably because of how early we were there. We payed to get into the area and soon we were right on the edge of the canyon. And what an experience! It was increadibly huge and this was the kind of experience that I will never forget. Sometimes you experience something that really surprises you, even if youve read about it and seen pictures. This was that kind of an experience. But after our stop and the Grand Canyon, we rode out on the plain again. Really great plains where the highway floats through like a calm river. We are still on Route 66 and there are a lot of interesting things around us that we try to take a look at when we get the change. The bikes are doing a good job and everything is working fine. But its strange to think about that Ill be home in just 12 days! After all this time traveling Ive got to admit, itll be great to get home to my family. 12 days is not a long time compared to the 80 days weve been traveling for. But Im not going to talk about that anymore, first we have to finish the trip. The km counter is now at 27828. Enough for today...p.s. just put in some new pictures! Ttyl - Sverrir
Athugasemdir
Maður bara öfund..............,..Kv
halldor johannsson (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 06:31
Það hefur verið gaman að fylgjast með ykkur þó sérstaklega þegar Skúli bættist í hópinn. Skilaðu kveðju frá Láru, Ginga og co
Lára (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.