2.8.2007 | 04:15
Springfield, Missouri, USA.
Oh what a beautiful morning,
Oh what a beautiful day,
I've got a wonderful feeling,
Everything's going my way
Þessi texti fór i gegnum hugann á mér þegar ég var að vakna í morgun. Textinn er úr lagi úr söngleiknum Oklahoma, eftir þá Rodgers og Hammerstein og þeir verðlaunaðir fyrir. En svona leið mér þegar ég vaknaði og settist á hjólið í morgun og ég söng þennan texta aftur og aftur einn með sjálfum mér innilokaður í hjálminum. Kannski eins gott !! En við vorum ennþá í Oklahoma og fallegur dagurinn tók á móti okkur. Örlítil þoka var og mjög sérstök birta sem var yfir öllu. Og þá leiddi ég hugann líka að því hversu vel okkur hefur gengið hingað til ferðinni okkar ( sjö, níu, þrettán ) Öll þau vandamál sem upp hafa komið, hafa verið smávægileg og við leyst þau hratt og örugglega. Ekkert hefur komið fyrir okkur, hvorki veikindi né annað og vona ég svo sannarlega að það verði áfram. En það er ekkert sjálfsagt að komast alla þessa leið og fara í gegnum öll þessi lönd án þess að lenda í alvarlegum vandamálum. En nóg um þetta. Morgunmaturinn var einfaldur í morgun, Cheerios og mjólk, og við lagðir af stað kl. 7:00. Við hjóluðum til Tulsa eftir gamla route 66 veginum og hlykkjaðist hann skemmtilega um sveitirnar og að borginni. Þar stoppuðum við fyrir utan símaverslun, þar sem pabbi var i vandræðum með farsímakortið sitt. Eftir að búið var að laga það, skruppum við í heimsókn til frænku okkar, Önnu Helgadóttur og hennar fjölskyldu. Hún og dóttir þeirra, Helga, voru bara einar heima og var virkilega gaman að hitta þær. Anna passaði mig víst þegar ég var smápatti og hef ég ekki séð hana síðan þá. Tulsa er falleg borg og búa þau í fallegu hverfi í útjaðri borgarinnar. Eftir að hafa hvatt þær héldum við áfram í austurátt og fórum við í gegnum nokkra littla bæi sem gaman var að koma í. En daginn enduðum við svo í bænum Springfield í Missouri fylki. Þessi bær er þriðji stærsti bær/borg Missouri fylkis, ca 150.000 manns. Hitinn og rakinn var mikill í dag og tók töluvert á að hjóla í þessum hita, og ég er ekki frá því að þeir Harley bræður hafi verið vel þreyttir eftir daginn, þó að þeir hafi að sjálfsögðu borið sig vel. En allavega voru þeir sofnaðir mjög snemma í kvöld !! Það er ekki að marka okkur Einar, því við erum jú í góðu formi eftir að hjólað nokkra kílómetra undanfarna mánuði ! En þeir verða endurnærðir í fyrramálið. Ég skipti um olíu á hjólinu mínu í dag og er hjólið í superstandi. Kílómetrateljarinn er kominn í 29.548. Og að lokum þetta, allir að muna eftir að mæta til Keflavíkur föstudaginn 10. ágúst og hjóla með okkur síðasta áfangann á leiðinni kringum hnöttinn. Nákvæm tímasetning kemur eftir nokkra daga. Engin afsökun tekin gild, bara að mæta og hjóla með okkur !!
Oh what a beautiful morning,Oh what a beautiful day,
I've got a wonderful feeling,
Everything's going my way
These lyrics went through my head when I woke up this morning but its from the musical Oklahoma but Rodgers and Hammerstein. But this is just how I felt when I was riding this morning alone on the bike. We were still in Oklahoma and it was a beautiful day, a little bit misty and the lighting was extraordinary. I started thinking about how well this trip has gone for us so far (knock on wood). All the problems we have experienced have been minor and we could solve it pretty easily. Nothing serous has happened to us so far and I sure hope that it will stay that way. Its not a sure thing to get the whole way without having serous problems. But anyway, the breakfast was simple this morning, Cheerios and milk, and we started riding at around 7 am. We rode to Tulsa on the old route 66. We stopped in Tulsa because my father was having problems with his phone. After wer fixed that, we visited our aunt, Anna Helgadóttir, and her family. She and her daughter Helga were the only ones at home but it was a lot of fun meeting them. Anna used to babysit me when I was a little boy but I hadnt seen her since. Tulsa is a beautiful city and Anna lives in a really nice neighbourhood with her family. After saying goodbye we kept on going eastwards and we passed through a coupole of small towns wich was fun. We ended the day in Springfield, Missoury. Its the 3rd largest town/city in the state of Missoury, around 150.000 people. The temperature and the humidity was high and it was pretty hard riding in this heat and it was probably harder for the Harley brothers. I changed the oil on my bike today and its in good shape now. The km counter is now at 29.548. Finally, everybody remember to show up at Keflavík, the 10th of August so you can ride with us the final kilometers home. Ill put in an exact time soon. Theres no excuses, just show up and ride with us ;) ttyl - Sverrir
Athugasemdir
Er ekki gild afsökun að maður sé í Sturgis að hjóla með nokkur hundruð þúsund öðrum?
Yngvi Högnason, 2.8.2007 kl. 07:18
Hæ.
Endilega láta vita hvenær þið komið svo maður geti hjólað með ykkur síðasta spölinn heim. Ég tek mér frí til að hjóla með svona köllum.
Kveðja
Þórir I.
Þórir Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.