Ekki mikið að gerast. / Easy weekend.

Suzuki Intruder 1500Það hefur ekki mikið gerst þessa helgina, en þó fékk ég góðar fréttir á föstudagskvöldið.  Var að bóna Suzuki hjólið mitt og  þá hringdi Einar bróðir í mig og sagði mér að hann ætli sér að koma með mér alla leiðina !  Þetta voru frábærar fréttir og held ég að allir hafi verið ánægðir að heyra þetta.  Mamma hefur haft af mér áhyggjur og skilur ekkert í mér að vilja fara þessa ferð, og það einn !!  En núna þegar hún veit að við ætlum tveir þá veit hún ekki hvort hún á að vera glöð eða leið !  Bæði betra og verra !  Nú hefur hún "tvöfaldar áhyggjur" eins og hún orðaði það.  Glöð yfir því að ég sé ekki einn, en áhyggjur því við erum jú bræður.  En við erum búnir að lofa að fara mjög varlega.  Eða eins og Valný amma heitin,  sagði við mig þegar ég var að fara að fljúga á litlu flugvélinni minni sem ég átti,  "farðu nú varlega og fljúgðu nú hægt og lágt".  En eins og kannski flestir vita þá er það hættulegasta sem maður gerir á flugvél er einmitt að fljúga hægt og lágt !!

Nóg í bili.

There hasn't been a lot going on this weekend, except I got some great news last Friday night. Einar, my brother, called me and told me that he is going to join me on the trip around the world. The whole way! That was great news and I think everybody will be pleased to hear about that. My mother has been worrying and didn't understand why I was setting out for this trip alone! But now when she knows that Einar is going with me she doesn't know if she should be happy or sad! It's both better and worse, she said. She's happy about the fact that I'm not going alone any more, but she's worried because now two of her sons are going on this trip. But we've promised to be safe and careful. Like my grandmother, Valný, once said when I was about to fly my little airplane: "Be careful now and fly slow and low". But like most people know, that is probably the most dangerous thing to do when you fly!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband