Útbúnaðarlisti ! / Equipment list !

hlaðið mótorhjólMaður veltir fyrir sér þegar maður skoðar útbúnaðinn sem þarf til að fara svona ferð.  Hvernig í ósköpunum á maður að koma öllu þessu á eitt mótorhjól !  Jú, í fyrsta lagi þá er nú hægt að setja töluvert á mikið á eitt hjól. Og í öðru lagi þá er þetta nú ekki eins mikið og það lítur út fyrir að vera.  Maður er í stórum hluta af fötunum og mikð af þessu eru smáir hlutir, - tannbursti, rakskafa, batterí, penni, blað ofl.  En þrátt fyrir það er þetta töluvert mikið og verður að velja vel og raða vel til þess að hjólið verði ekki allt of þungt.  Svo er ekki sama hvernig maður raðar á hjólið.  Þyngdarpunkturinn þarf að vera eins neðarlega og hægt er, til þess að eiginleikar hjólsins haldi sér.  Útbúnaðarlistinn á eftir að stækka og minnka til skiptis og þróast í ýmsar áttir áður en endanleg mynd er kominn.  Gaman, gaman.

Sometimes I wonder, when I'm looking at all the equipment needed for this trip, how on earth I can store it all on a single bike!  Well first, there is actually a lot more you can put on the bike than one would think. Second, the equipment may look like a lot, but it's actually not as much as it seems. I would be wearing most of the clothes and a lot of the equipment are very small, i.e.-toothbrush,shave,batteries,a pen,paper etc. But even so, It's not going to be easy to put everything on the bike.  I'll have to organize my things very carefully in order for the bike not get too heavy. The center of gravity has to be as low as possible so the bike will can hold on to it's characteristics. The equipment list will change a lot before I'll finally see how it's really going to be but that's just a part of all the fun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband