Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Viðtal ofl. / Interview and more.

ruv2Einar bróðir og pabbi komu til mín í gærkvöldi og horfðum við á tvo DVD diska frá svona viðamiklum mótorhjólaferðum.  Þetta var mjög gaman og gaf pínulitla innsýn í það hvernig okkar ferð mun verða.  Það er greinilegt að ýmislegt getur komið upp á.  Í byrjun annarar ferðarinnar voru þeir sjö, en aðeins þrír kláruðu alla leið.  Þeir duttu, það var stolið frá þeim, peningarnir kláruðust ofl ofl.  Sem sagt mjög spennandi !  En pabbi tilkynnti okkur það að hann er ákveðinn í að fljúga til USA og hitta okkur Einar á vesturströndinni, annaðhvort í Los Angeles eða í San Francisco og hjóla með okkur þvert yfir Bandaríkin og til New York.  Hjóla semsagt með okkur síðasta hluta leiðarinnar þvert yfir Bandaríkin. Frábærar fréttir og skemmtilegt.  Einnig ákvaðu hann og Tryggvi bróðir að þeir ætli að hjóla með okkur þegar við leggjum af stað frá Reykjavík þann 8 maí til Seyðisfjarðar.  Svo hringdi Hrafnhildur Halldórsdóttir á Rás 2 í mig og ætlar að hafa viðtal við mig í morgunþættinum sínum í fyrramálið kl. 7:35.  Spennandi.

My brother, Einar and my father came last night and we watched two DVD movies about world tours on motorcycles.  This was very intresting and it was good to see some reality and see what can happen on the way.  For example, on one of the trip, they started seven of them but only three of them went all the way.  But my father also told us yesterday that he is goint to fly to USA and meet us in LA og San Francisco and ride with us over USA to New York.  Great news !  Also yesterday, a radio station, Channel 2, contacted me and they want to interview me tomorrow morning.


Vinnuaðstaðan / Control Center

DSC07056Þetta er vinnuaðstaðan okkar þar sem við brjótum heilann um hin ýmsu málefni.  Þetta er í bílskúrnum hjá mér og þegar hjólin verða komin þarna líka verður kannski svolítið þröngt um bíl frúarinnar !  Það er nauðsynlegt að hafa einn stað þar sem allt dótið er samankomið.  Svo er ég með stóra hillu þarna við hliðina þar sem við erum byrjaðir á að safna saman þeim hlutum sem notast í ferðina.  Skór, tjald, fatnaður, varahlutir, pottur og panna, primus, svefnpoki, hanskar ofl ofl ofl.........

This is our control center where we plan and organize the trip.  This is in my garage and when the bikes arrive the space will decrease.  It could be tight for my wifes car !!  Then I have a big stand beside the table, where we put all the gear we need for the trip.  Shoes, primus, tent, sleeping bags, gloves, clothes, etc, etc..........


Frétt ! / News !

journalistÍ gær hafði blaðamaður samband við mig og vildi taka viðtal við mig vegna ferðarinnar.  Að sjálfsögðu tók ég vel í Það.  Hann spurði mig heilmikið og ég svaraði eins og ég gat best og svo ræddum við um ferðina í víðu samhengi.  Svo sendi hann ljósmyndara til að taka myndir af okkur Einari hjá mótorhjólunum sem við ætlum á.  Þar sem okkar hjól eru ekki komin, þá fórum við í Yamaha umboðið og stilltum okkur upp hjá samskonar hjólum og við munum nota.  Þetta var bara gaman.  Þetta birtist svo í Fréttablaðinu á laugardag eða sunnudag. 

Yesterday, a journalist called me and wanted to taka an interview about the trip.  Off course I agreed, and he asked me a lot of questions and we talked about the trip for a while.  And today a photographer came and took pictures of me and Einar, my brother, beside the motorcycles we are going to use.  This was fun and will be printed og Saturday og Sunday.


Kominn heim. / Back home again.

sidi discoveryJæja, þá er ég komin heim aftur eftir góða og skemmtilega ferð til Florida.  Mestur tími fór í að spila golf og annað dundur.  En stóra ferðin var alltaf ofarlega í huganum og notaði ég því tækifærið og keypti eitt og annað sem vantaði fyrir ferðina.  Það helsta sem ég kom með er þetta:  Sidi Discovery mótorhjólaskór,  Blue Ridge Racing verkfærasett,  CyclePump loftdæla, Casio Pathfinder armbandsúr, ( með áttavita, barometer, hæðarmæli og fleiru.) Rússnesska orða og uppflettibók og svo nokkur landakort.  Það næsta sem við gerum er að senda vegabréfin okkar til Englands til að fá vegabréfsáritun inn í Mongólíu.  Síðan förum við í rússnesska sendiráðið og sækjum um áritun inn í Rússland.

casio pathfinderWell I am back home again.  We had a fun and cosy trip to USA where we spent most of our time playing golf.  But the Big trip was always on my mind, so I used the opportuniti to buy some stuff we need for the trip.  What I brought home was this:  Sidi Discovery motorcycle boots,  Blue Ridge Racing tool kit,  CyclePump air compressor,  Casio Pathfinder wristwatch ( with compass, barometer, altimeter and other things.)  Russian dictionary and some paper maps.  The next thing we do is to send our passports to England to get Visa into Mongolia.  Then we go to the Russian embassy here in Iceland to get Visa into Russia.  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband