Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
31.3.2007 | 22:51
Skemmtilegur dagur / Fun day
Þá er dagur að kveldi kominn og mikil vinna að baki. Ég og Einar erum búnir að vera að vinna í hjólinu mínu frá því kl. 8:00 í morgun. Það sem við erum búnir að gera í dag er eftirfarandi: Setja nýtt púst, setja miðjustandara, hækka hjólið upp, setja nýja standpedala, setja nýja hlífðarpönnu, setja nýtt stýri, setja nýjan bensíntank. Ýmis vandamál komu upp þegar við vorum byrjaðir á þessu. Eins og ég sagði áður, þá komu engir leiðarvísar með, þannig að við þurftum að fikra okkur svolítið áfram með þetta allt saman. Við uppsetningu á nýja pústkerfinu kom í ljós að það vantaði nippil fyrir súrefnisskynjara sem tengist beinu innspýtingunni. Þessi festing er á gamla pústkerfinu og fórum við með bæði gamla og nýja kerfið í Hafnafjörðinn þar sem hann Þór Pálsson vinur minn leysti málin fyrir okkur. Hann slípaði nippilinn af gamla pústinu og boraði gat á það nýja og sauð nippillinn á þar. Mikill snillingur þar á ferð og hefur hann oft bjargað mér þegar ég lendi í vandamálum. Einnig þurfti að færa til ýmsa hluti svo sem forðabúrið fyrir afturbremsuna ofl. Við uppsetningu á nýja og stóra bensíntanknum þurfti að breyta nokkrum hlutum, - færa forðabúrið fyrir kælivökvann, það er nú komið undir sætið, finna stað og búa til festingar fyrir aukabensíndælu, sem dælir úr neðsta hluta tanksins upp í efsta hlutann þar sem bensíndælan fyrir vélina er. Allt tekur þetta tíma og við vorum semsagt í næstum 9 tíma að vinna við þetta. En aðalatriðið er að öll stórmál eru leyst og ég get farið rólegri til Florida að hitta tvær fallegustu stelpur í heimi, Herdísi konuna mína og Fanndísi Maríu dóttur mína, - get ekki beðið ! En tíminn líður og það eru ekki nema þrjátíu og átta dagar þar til að við leggjum af stað !!!!! Ótrúlegt en satt !
Finally the day is over. Me and Einar, my brother have been working on the bike since 08:00 this morning. What we have done today is following: Put on new exhaust system, center stand, raise the bike by 3 cm, put on new footpegs, new sump guard, new handlebar and new and bigger fuel tank. A lot of small problems came up on the way, and there where no mounting instructions, so we had to do it step by step. Also we had to move some things for example the brake fluid reservoir for the rear brake, move the reservoir for the coolant because off the new fuel tank, and also find a location for the extra fuel pump that comes with the tank. But all in all it took almost a whole day for two of us to get one bike ready. And off course the main thing is that all the biggest problem are solved, so I can go relaxed to Florida to meet the two most beautiful women in the world, my wife and my 5 year old daughter, - can´t wait ! But times fly fast, only 38 days until we start the big journey. Unbelivable !!
En svon lítur hjólið út núna eftir daginn: / This is how the bike looks after the day:
Það sem eftir er að gera: Hækka standara svo að það halli ekki eins mikið, setja grindur fyrir töskur, setja töskurnar á, leggja rafmagn í topptöskuna, mála hjólið í réttum lit, setja glerið á, setja merkingar á hjólið.
What we have to do more is: Raise the side stand, put on the racks for the cases, put on the cases, put electricity into the top case, paint the bike, put on the windscreen and some labels.
Ferðalög | Breytt 2.4.2007 kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 08:48
Loksins, loksins ! / Finally !
Loksins, loksins, nú eru aukahlutirnir kominir sem við erum búnir að bíða eftir í nokkrar vikur. Í gærkvöldi opnaði ég alla pakkana og skoðaði það sem kom. Mér sýnist allt vera með, nema hvað að við fundum enga leiðarvísa með. Það eru nú þegar nokkra tæknilegar spurningar sem við þurfum að fá svar við frá framleiðanda aukahlutanna. En nú er bara að bretta upp ermar og byrja að skrúfa og sjá hvað ég kemst langt með þetta áður en ég skrepp til Florida á morgun. Planið var jú að vera klár með hjólið áður en ég fer, en það er ljóst að það mun ekki nást. Einar bróðir heldur áfram að vinna í hlutunum og við ættum því að vera snöggir að klára mitt hjól þegar ég kem til baka.
Finally, the items we have been waiting for has arraived ! We have been waiting for weeks now, so we are happy today. Last night I opened all the package and it seems that everything is there. But we did not find any mounting instructions, so I am going to call to Germany today to find out if the can send instructions. But now we have to roll up our sleewes and start working. Tomorow I am going to Florida, USA, for two weeks. The plan was to finish the bike before leaving, but for sure now, it will not happen. My brother Einar, will be working on the bikes while I am a away, so we should be quick to finish my bike when I arrive.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 10:33
Vonbrigði / Disappointment
Ekki fór þetta eins og ég vildi í gær. Það kemur í ljós að kassarnir eru komnir, en ekki allir, þ.e. tveir pakkar af þremur eru komnir. Og þar sem að allir þrír pakkarnir eru á einum reikning, þá er ekki hægt að tollafgreiða bara hluta af reikningnum ! Þetta er fúlt ! Ég sem ætlaði að byrja að skrúfa og breyta hjólinu í dag. Það gegnur sem sagt ekki. Tíminn líður og það er nokkuð ljóst að ég mun lítið geta gert áður en ég fer til Florida. Tryggvi bróðir, sem vinnur hjá Íslandspósti, er búinn að hjálpa mér mikið undanfarna daga við að finna þessa pakka og reyna að koma þeim í gegn. En því miður þá er erfiðara að eiga við Tollinn ! Einar bróðir mun því þurfa að ná í pakkana eftir helgi og byrja á þessu án mín. Það þarf að byrja á því að fara með tankana og fleira í sprautun til hans Jonna á Bifreiðaverkstæði Jónasar, þar sem þeir ætla að græja þetta fyrir okkur eins fljótt og þeir geta. Í framhaldi af því fer Einar að breyta sínu hjóli og þegar ég kem svo heim aftur, þá ráðumst við á mitt. Ég sótti sætin til hans Auðuns bólstrara í gær og líta þau vel út og lofa góðu. Hann breytti hallanum á sætinu og bjó til góða setu og setti mjúkt svamplag efst.
Things didn't quite go as I had hoped yesterday. The packages have arrived, but not all of them, i.e. 2 of the 3 packages are in the country. And since the 3 packages are all on the same check, we can't get a part of the produckts through customs. That's frustrating! And I was planning on starting the modifications of the bike today. That's obviously not going to happen now. The time is my enemy now and it's obvious that I can't do a lot before I go to Florida. My brother, Tryggvi, works for Íslandspóstur, the post office dealing with, and he's trying to find the packages and trying to get them through customs. But it's no joke trying to deal with the customs! Einar is going to have to get the packages after the weekend and start without me. First, he has to take the bikes to Jonni who is going to paint the bikes. After that, Einar is going to start working on his bike and when I get back we're both going to focus on my bike. I got the seats from Auðunn yesterday and they are promising. He changed the tilting of the seats and created a good seat with a soft spongelayer at the top.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 09:46
Tíminn líður ! / Fast forward !
Tíminn æðir áfram og margt af því sem ég ætlaði að vera búinn að er ég ekki byrjaður á. Ég er að fara til Flórída næsta sunnudag og ætla að vera í tvær vikur þar. Planið var að hafa mótorhjólin klár áður en ég færi, slaka svo vel á í Flórída, koma svo heim, ferma Hauk og síðan klára undirbúninginn og leggja af stað. En eins og ég er búinn að segja áður, þá eru aukahlutirnir á hjólin ekki enn komnir ! Það var ekki fyrr en í gær að ég fann pakkana og búinn að fá staðfest að þeir eru komnir til landsins. Nú vona ég að við fáum hlutina í dag. Þá er bara að bretta upp ermar og byrja að skrúfa og breyta og bæta. Gervihnattasíminn kom líka í gær, þannig að loksins er eitthvað að ganga upp hjá okkur.
The time is flying by very quickly these days. I haven't even started doing a lot of the things I was planning to finish by now. I'm leaving for Florida this Sunday and I'm going to stay there for 2 weeks. The plan was to have the bikes ready before I leave, relax a little in Florida, and then when I come back I would do all the things needed for Haukur's confirmation, finish the preparation for the trip and then set off for the big trip around the world. But like I said before, the accessories haven't arrived yet! It wasn't until yesterday that I found the packages and somebody confirmed that they had arrived to the country. Now I'm hoping to get the packages today. Then I can finally roll up my sleeves and get to work on the bike. I got the sattelite mobile phone yesterday, so finally something is going right for us.
Ferðalög | Breytt 29.3.2007 kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 09:41
Kazakhstan ofl
Nú hef ég ákveðið að bæta við einu landi á ferð okkar kringum hnöttinn. Við munum fara inn í Kazakhstan líka. Upphaflega var það ætlunin að fara þangað en eftir að hafa heyrt slæmar sögur af ræningjum og banditum þar, þá tók ég Kazakhstan af listanum. En núna, eftir að hafa kynnt mér þetta mun betur, þá sé ég að það er ekkert meiri hætta þarna en annars staðar. Ég er búinn að leyta mér upplýsinga víða og á flestum stöðum er sagt að þarna sé yndislegt fólk og engin vandamál. Þannig að eitt land bætist við ! En þetta þýðir að við verðum að breyta vegabréfsárituninni í Rússlandi, og sækja um 3ja mánaða multi-entry visa, eins og þeir kalla það. Ég vona að það gangi upp.
Enn erum við að bíða eftir aukahlutunum á mótorhjólin og er þolimæðin á enda!! Ég er að fara til Florída 1. apríl og ætlaði að vera klár með mótorhjólið áður en ég færi ! Því þegar ég kem heim eru ekki nema þrjár vikur til brottfarar, auk þess sem við erum með fermingu þann 22. apríl. Það er því ansi stuttur tími til stefnu þegar kem heim !
I have decided to add to the list of countries we're going to be visiting in our trip. We are also going to be visiting Kazakstan. The original plan was to go into Kazakstan but after hearing some ugly stories about bandits and other bad people over there, I decided to not go there. Now, after studying the area better, I realize that there isn't any more danger there than in some of the other countries we're going to be visiting. I've been reading a little bit about the country and I can't see anything bad, just descriptions of the lovely people that live there. So there should be no problems at all concerning that. So with one more country to go to, we have to change our plan a little bit. First of all we need to get our visa into Russia replaced with a so-called 3 month multy-entry visa.
We're still waiting on those accessories for our bikes and my the patience is running out! I'm going to Florida this upcoming Sunday and I wanted the bike to be ready by then! Because when I get back there'll only be 3 weeks until departure, not to mention the confirmation we are planning the 22nd of April. So I don't really have a lot of time when I get back!
Ferðalög | Breytt 29.3.2007 kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 17:14
Russian highway !!
Hér eru frábærar myndir að hraðbrautinni í Rússlandi sem liggur á milli Moskvu og Yakutsk ! Þennan veg munum við fara.
Very good pictures of Russian Highway that goes from Moscow to Yakutsk. We will be riding this road !!
(ATH. þarft að hafa PowerPoint í tölvunni)
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 22:01
Dagurinn í dag / Today
Í dag gerðist eitt og annað. Við erum búnir að fá afhent GPS tækin okkar. En það sem meira er, - við ákváðum að nota annað tæki en við vorum búnir að ákveða. Við ætluðum að nota Garmin GPS278, en nú erum við búnir að ákveða, í samráði við Rikka Sig hjá R. Sigmundsyni, (hann er snillingur) að nota Garmin Zumo 550 ! Þetta er frábært tæki sem er sérhannað fyrir mótorhjól. Vatnshelt og höggþétt og ótrúlega einfalt og þægilegt í notkun. Svo eru allskonar auka eiginleikar sem eru skemmtilegir líka. Tækið virkar sem sími, notar bluetooth, mp3 spilari ofl ofl. Frábært tæki. Núna er ég með tækið í bílnum svo að ég geti leikið mér svolítið með það.
www.garmin.com/zumo/ www.rs.is
Annað sem gerðist í dag að fórum með sætin af hjólunum til hans Auðuns bólstrara á Kársnesbrautinni til að breyta sætunum fyrir okkur. Við látum hann minnka framhallann á sætunum og einnig að breikka setuna og mýkja. Þetta þurfum við að gera til þess að við getum setið í 10 tíma á dag á hjólunum ! Sýni myndir af sætunum þegar þau verða tilbúin. Svo fórum við FÍB og höfðum samband við Motormannen í Svíþjóð til að ganga frá Carnet de Passage pappírunum, sem eru tollapappírar sem nauðsynlegir eru í Japan.
Today, some progress. We got our new Garmin GPS, but not the one we choose before. We decided to choose the Garmin Zumo 550, which I think is a great product. We was going to use the Garmin GPS278 but as I said before, we are going to use the Zumo. It has some nice features that is fun to use; bluetooth for your phone, mp3 player and more. I have it in my car now so I can play on it a little. The other thing we did today, was taking the seat from our motorcycles to Auðunn, who will change them so we can sit on them day in and day out. I will show you pictures when they are ready.
Ferðalög | Breytt 22.3.2007 kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 12:36
Töskurnar / The luggage cases
Hér eru töskurnar sem við notum. Sterkar plasttöskur frá Pelican og svo sérsaumaðar innri töskur frá Seglagerðinni Ægi. Það verða þrjár töskur á hvoru hjóli og innri töskur í tveimur þeirra, þ.e. hliðartöskunum. Innri töskurnar eru saumaðar úr sterku Cordura nyloni og með sterkum rennilás sem hægt er að renna í báðar áttir. Með því að nota innri töskur, getum við tekið allan farangur í töskunum í einu þegar við þurfum að fara t.d. inn á gistiheimili eða bara inn í tjald. Plasttöskurnar sjálfar eru það vel festar á hjólin, að það tekur smá stund að skrúfa þær af. En með því að hafa innri töskurnar þá losnum við við það.
Here you can see the luggage cases we are going to use. Very strong plastic cases from Pelican, and custom made inner bags from Seglagerdin Ægir. We will use three cases on each bike and two inner bags in the side cases. The inner bags are made from strong Cordura Nylon with a strong zipper.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 22:10
Tímaáætlun / Time schedule
Hér vinstra megin á síðunni er linkur á síðu sem heitir "Löndin og tímaáætlun". Þar er hægt að sjá þau lönd sem við förum í gegnum og einnig er þar tímaáætlun sem segir hvar við verðum á hverjum tíma. ( getur örugglega breyst eitthvað ).
On left on page is a link named "The countries and timeschedule" . There you can see the countries we will visit and a timeschedule to see where we will be at any specific time. ( This will probably change something )
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 14:40
Nýr útbúnaðarlisti. / New equipment list
Var að uppfæra útbúnaðarlistann ( er til vinstri á síðunni ). Þar er hægt að sjá hvaða hlutir verða með og mega ekki gleymast. Eins og sést á listanum þá eru ansi margir hlutir sem þarf að hafa með og lítið pláss á hjólunum.
I have updated the equipment list (on the left on the page). You can see that it is a lot of things that one have to bring along and not so much space to pack it.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)