Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Kominn heim / Back home

Florida 2007 125Jæja, þá er ég kominn heim aftur eftir gott frí.  Alltaf gott að koma heim.  Hér liggja fyrir mörg verkefni og eins gott að bretta upp ermar og hefjast handa við að undirbúning og eins er ferming framundan hjá yngsta syninum, Hauki næsta sunnudag.  Dagurinn í dag fór því helst í það að taka úr töskum og ganga frá en síðan hefst fjörið.  Það sem þarf að gerast á morgun er eftirfarandi:  hafa samband við hollenska tryggingafélagið og reyna að landa því máli, sækja á pósthúsið ábyrgðarbréf sem er frá Svíþjóð og vonandi með Carnet De Passage, tollskjölin.  Síðan er að setja af stað vegabréfsáritunina til Rússlands, þar sem þeir vildu ekki taka á móti okkur fyrr, sögðu að það þyrfti ekki.  Sumardagurinn fyrsti fer svo í að reyna að klára hjólin alveg.  Einar bróðir er langt kominn með sitt hjól og við ætlum að klára mitt líka.  Mikill tími fer hjá Einari  að hanna og finna lausnir á ýmsum smávandamálum varðandi hjólin.  Þegar búið er að finna lausnina er fljótlegt að gera það sama við mitt hjól.  Einnig förum við á skyndihjálparnámskeið á fimmtudaginn hjá Oddi Eiríkssyni og mun hann koma heim og fara yfir helstu atriðin sem þarf að kunna og vita og verður það án efa spennandi. 

Well, I'm finally back home from a great vacation. It's always good to be home. I need to get a lot of things done before the trip and also my younges son, Haukur, is also having his confirmation this Sunday. I spent most of today unpacking and and getting the house in order but tomorrow the fun will begin. I'm plannig to do the following tomorrow: Contact the Dutch insurance company and try to take care of that business, go get a registered letter from Sweden to the post office - hopefully including the Carnet De Passage, the customs files. Then we have to work on those visas into Russia, since they didn't want to talk to us sooner, they said it was unnecessary. We're going to use the official first day of summer (the 19th) to completely finish the bikes. Einar has come a long way with his bike og we're going to finish mine too. Einar spends a lot of his time designing and finding solutions for various problems concerning the bikes. When he has figured everything out, it's quiet easy to do the same thing again for my bike. We're also going to a first aid course this Thursday at Oddur Eiríksson but he will come to us and go over the most important things we need to know. That will probably be a lot of fun.


Út í bláinn / Out of the blue

Florida 2007 117Ég veit ekki hvað ég á að segja ykkur í dag, ég er orðinn hálf skrítinn á þessu öllu saman.  Ég er að reyna að hugsa ekki of mikið um ferðina á meðan ég er hér á Florida, vegna þess að ég var búinn að ákveða að eyða þessum tveimum vikum í fjölskylduna.  Enn það er nú ekki svo auðvelt.  Ég hef þurft að kaupa eitt og annað sem við þurfum að nota í ferðinni, aðallega smáhluti, og þar með er ég farinn að hugsa um ferðina !  Herdís benti mér á að ég væri stundum annars hugar og sem dæmi um það, þá gleymdi ég að beygja útaf hraðbrautinni á réttum stað og það kostaði okkur tuttugu mínútna auka akstur !  Ég var ekkert of vinsæll þarna, og aumingja Jón Oddur og fjölskylda sem var á eftir okkur þurftu að elta okkur alla þessa vitleysu.  Nokkur önnur dæmi er hægt að taka um þetta.  Guðmundur Björnsson læknir, kunningi minn, er hérna á Florida líka, og er hann og vinur hans að spá í að leigja sér hjól hér og hjóla svolítið um Florida skagann.  Hann spurði hvort ég vildi ekki koma með þeim og fannst mér þetta frábær hugmynd.  Svo hugsaði ég aðeins lengra og að fara að eyða einum eða tveimur dögum í að hjóla með þeim, þá væri ég ekki með fjölskyldunni.  Og þar sem ég er nú að fara að hjóla daglega í rúma þrjá mánuði, þá var það nú ekkert erfið ákvörðun að hætta við þetta.  Hér er annars sól og blíða og lífið gott og skemmtilegt.  Jón Oddur og Eva og þeirra fjölskylda fóru héðan í morgun og erum við búin að eiga frábæra daga með þeim.  Við komum svo heim á þriðjudagsmorgun og svo er ferming helgina á eftir og þá byrjar lokaspretturinn !  Nóg að gera.  Bless í bili.

I don´t know what I can tell you today.  I am a little confused in my head these day´s.  I am trying not to think about the trip while I am here in Florida, because I was goint spend the whole time with my family.  But this is not so easy, I had to buy a few things for the trip, mostly small items, and while doing that, I think about the trip.  My wife pointed out to me that my mind was elsewhere, and for example I forgot to turn on the highway so we had to drive an extra 20 minutes !  I was not very popular then.  And our friends, Jón Oddur and family had to follow us all the time.  My friend dr. Gudmundur is here in Florida withe his friend, and decided to rent a Harley and ride for one or two days.  They wanted me to come with them, and my first thinking war, great !  But after a while I saw that it would not be a good idea,  I am going to spend the time with my family, and I will be riding for more than three months in couple of weeks from now.   Here the weather is great and life is good.  By for now.


Hjólið núna / The bike - update

Jæja, svona lítur hjólið út núna !  Einar bróðir var að senda mér þessa mynd til að sýna mér stöðuna.  Þarna er hann búinn að setja hliðartöskurnar á, ásamt því að setja stóru tuðruna og tanktöskuna á líka.  Einnig hefur hann hækkað miðjustandarann þannig að afturhjólið lyftist nú frá jörðu.  Svo er hann búinn að hækka stýrið enn meira.    Þetta lítur stórvel út og næst á dagskrá er að klára nokkra smáhluti og  síðan að hjóla 1000 - 1500 km til að prófa allt og stilla þannig að allt fari vel.  Svo endum við á því að mála hjólin og merkja.  Allt mjög spennandi og nokkurn veginn á áætlun.
Hjól 1
My brother, Einar sent me this picture of the bike, to show me the status now.  The bike is almost ready now, and what he has done, is put the Pelican cases on the bike, but duffel bag and the tank bags on.  He had to lengthen the center stand and now it works fine.  The rear wheel lyfts from the ground now.  Everything looks fine now, and the next thing to do is to ride 1000 - 1500 km to try everything and fine tune the bike.  And the final thing to do is to paint the bike and  put on some decals. 

Kennedy Space Center

spaceÞað er skrítið að vera hér í Ameríkunni og njóta lífsins og reyna að slaka á þegar það eru ekki nema um 4 vikur til brottfararar !  Hugurinn vill verða svolítið upptekinn af ferðinni og kannski ekki skrítið þar sem þetta er jú ansi stór ferð.  En ég verð að reyna að sinna fjölskyldunni líka og leika mér með þeim.  Við fórum frábæra ferð í gær út á Canaveral höfða og skoðuðum Kennedy Space Center þar sem eldflaugarnar og geimskutlurnar eru.  Frábær upplifum og ótrúleg tækni sem maður upplifir þarna.  Að ganga inn í geimskutluna og ímynda sér að maður sé í geimnum er ótrúlegt.  Það sem kom okkur mest á óvart er að geimskutlan er bara eins og stór vöruflutningabíll.  Þetta er bara risastórt rými fyrir vörur og dót og svo bara pínulítið pláss fyrir áhöfn fremst.  Þetta eru semsagt bara vinnujálkar.  Síðan fórum við á Cocoa Beach, sem er aðeins sunnar og fórum þar á ströndina og skemmtum okkur vel.  Fórum í  sjóinn og busluðum heilmikið.  Á leiðinn heim sáum við svolítið af mótorhjólum en 99% af þeim hjólum sem maður sér er Harley !  Kannski ekki skrítið þar sem Harley Davidson er tákngerfingur fyrir Ameríska frelsið !  Eitt og eitt ferða hjól sér maður en það er mjög sjaldgæft.  Það fór í gegnum hugann á mér þegar ég var að keyra eftir hraðbrautinni, þetta er það sem koma skal, endalaus keyrsla allan daginn alla daga !  Hvað er ég eiginlega að fara út í !!!!  Kannski er þetta allt saman smá klikkun, en ég býst við að ferða og ævintýragenin ráði ferðinni þarna.  En hvað um það, - hlakka til að leggja af stað.  Kveðja fra Florida.

It is wierd to be here in USA and try to enjoy life and relax, when there is only 4 weeks to departure !  Your mind tends to be occupied thinking about the big trip.  But I have to try to take care of my family while I am here and have good time whith them.  Yesterday we went to Kenedy Space Center and saw all the rockets and the space shuttle.  What an incredible machines they are !  This was great adventure and my boys where thrilled.  Then we drove to Cocoa Beach and played on the beach and had a great time.  On the way home I saw a few motorcycles and most of them was Harley.  99% of all bikes you see here is Harley Davidson.  Maybe because the Harley is a simbol of the American freedom.  It went through my mind that this is whats coming, drivin all day long every day for three months.  Maybe this is crazy, but I think the travelling and adventure factor is controlling everything.  But enough for now, greetings from Florida.


Florida

Florida 2007 008Jæja, kominn til Florida í hita og sól !!  Gerist ekki betra !  Var búinn að vera með svolitlar áhyggjur af því hvort allir hlutirnir sem ég pantaði og lét senda í Furukot ( húsið mitt í Florida ) væru ekki komnir, en það var óþarfi því allt var komið.  Pelican töskurnar á hjólið, myndavélin á  hjálminn, flugnanetin og flugnaeitrið, allt var komið.  Frábært.  Einar bróðir er að vinna í hjólinu sínu heima og veit ekki betur en að allt gangi vel.  Fengum loksins sendar leiðbeiningar um hvernig við eigum að setja stóra bensíntankinn á og einnig hvernig á að setja nýja pústkerfið á, en viti menn, við vorum búnir að þessu öllu saman og ekki nóg með það, heldur mun betur en þeir mæla með !!  Við erum snillingar !  Ég fékk loksins sent tilboð í ábyrgðartryggingu fyrir hjólin í Rússlandi, Mongólíu, Canada og Japan, og samþykktum við það.  Það er Hollenskt tryggingarfyrirtæki sem tryggir þetta fyrir okkur.  Samtals USD 711,-.  Ég veit ekki hvort þetta er dýrt eða ekki, en þar sem þetta er greinilega bæði flókið og tímafrekt að fá tilboð í svona tryggingar, ákváðum við að taka þessu tilboði bara.  Þetta er virt og gott fyrirtæki þannig að allir hlutir ættu að vera í lagi.  En nóg í bili, kveðja frá Florida.

Well, arrived in Florida in heat and lot of sunshine.  Can´t  be better.  I was little worried if the items I ordered had´t arrived, but they where alla there.  Pelican cases, helmet camera and mosqito poison and net.  Einar, my brother is working on his bike, back home, and I think everything is going well.  And finally we got the mounting instructions for the exhaust system and the fuel tank.  But off course we had alredy mount everything on the bike, and done it much better than the instruction told us.  We are so good !  And yesterday we got our quote on the insurance for the bike in Russia, Mongolia, Canada and Usa, total usd 711,- and we accepted it.  It is a Dutch insurance company that we are dealing with and I hope they are good.  But enough today, greatings from Florida.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband