Viðtal ofl. / Interview and more.

ruv2Einar bróðir og pabbi komu til mín í gærkvöldi og horfðum við á tvo DVD diska frá svona viðamiklum mótorhjólaferðum.  Þetta var mjög gaman og gaf pínulitla innsýn í það hvernig okkar ferð mun verða.  Það er greinilegt að ýmislegt getur komið upp á.  Í byrjun annarar ferðarinnar voru þeir sjö, en aðeins þrír kláruðu alla leið.  Þeir duttu, það var stolið frá þeim, peningarnir kláruðust ofl ofl.  Sem sagt mjög spennandi !  En pabbi tilkynnti okkur það að hann er ákveðinn í að fljúga til USA og hitta okkur Einar á vesturströndinni, annaðhvort í Los Angeles eða í San Francisco og hjóla með okkur þvert yfir Bandaríkin og til New York.  Hjóla semsagt með okkur síðasta hluta leiðarinnar þvert yfir Bandaríkin. Frábærar fréttir og skemmtilegt.  Einnig ákvaðu hann og Tryggvi bróðir að þeir ætli að hjóla með okkur þegar við leggjum af stað frá Reykjavík þann 8 maí til Seyðisfjarðar.  Svo hringdi Hrafnhildur Halldórsdóttir á Rás 2 í mig og ætlar að hafa viðtal við mig í morgunþættinum sínum í fyrramálið kl. 7:35.  Spennandi.

My brother, Einar and my father came last night and we watched two DVD movies about world tours on motorcycles.  This was very intresting and it was good to see some reality and see what can happen on the way.  For example, on one of the trip, they started seven of them but only three of them went all the way.  But my father also told us yesterday that he is goint to fly to USA and meet us in LA og San Francisco and ride with us over USA to New York.  Great news !  Also yesterday, a radio station, Channel 2, contacted me and they want to interview me tomorrow morning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband