Töskurnar / The cases

pelicanFarangurstöskurnar sem við ætlum að nota heita Pelican Cases, (www.pelican.com) og eru úr plasti.  Þessar töskur eru ótrúlega sterkar og sem dæmi þá er hægt að keyra yfir þær á þungum bíl og ekkert gerist fyrir töskurnar. Þær eru með lífstíðarábyrgð sem er einföld: ef þú brýtur töskuna, - þá færðu nýja ! Ekki slæmt.   Ég er búinn að nota ál kistur undanfarið og eru þær góðar að mörgu leyti, t.d. mjög léttar og einfaldar, en ef að maður dettur eða leggur hjólið á hliðina, þá er hætta á að þær skemmist, verði óþéttar ofl.  Einar bróðir er búinn að nota Pelican töskurnar í sumar og eru þær einfaldlega frábærar.  Ofursterkar, vatnsþéttar og rykþéttar.  Þessar töskur eru ekki sérstaklega framleiddar fyrir mótorhjól, og því koma þær ekki með neinum festingum fyrir hjólið.  Við útbúum þær sjálfir, og gerum það með því að nota sömu festingar og kisturnar frá Touratech (www.touratech.com) eru með.  Einfaldar og sterkar og passa á grindurnar sem við verðum með á hjólunum.  Töskurnar sem við notum eru aðeins minni (ca 34 lítrar)  en álkisturnar sem ég hef notað eru (41 lítri), en ættu samt að duga vel.  Það sem ég komst líka að í sumar er, að 41 lítra kisturnar eru óþarflega stórar. Hjólið verður of breitt og ef maður fyllir þær af dóti, þá þyngist hjólið óþarflega mikið. (töskurnar á myndinni eru samskonar og við notum, nema annar litur) 

The cases we're going to use for the trip are called Pelican cases (www.pelican.com) and they're made out of plastic. These cases are extremely strong and you could even drive over these kind of cases without nothing happening to them. They come with a lifelong warranty which means that if I'll break one, I'll get a new one! That's not a bad deal. I've been using aluminum cases lately and they are good in many ways, but they are more likely to get damaged. Einar has been using the Pelican cases since last summer and his experience with them is great. Superstrong, water -and dustproof. The cases are not specially made for bikes so we don't get any clinges with them. We're going to fix that problem by using the same clinges as the cases from Touratech (www.touratech.com) have. Simple, strong, and are a great fit on our bikes. The Pelican cases are a little smaller (ca 34 liters) than the aluminum cases I've been using (41 liters), but it should still be enough. What I found out this summer is that the 41 liter cases are unnecessarily big. The bike becomes too wide if I put too much stuff on it and it also gets too heavy. (the cases on the picture are identical to the ones we use, except for the color)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband