Florida

Florida 2007 008Jæja, kominn til Florida í hita og sól !!  Gerist ekki betra !  Var búinn að vera með svolitlar áhyggjur af því hvort allir hlutirnir sem ég pantaði og lét senda í Furukot ( húsið mitt í Florida ) væru ekki komnir, en það var óþarfi því allt var komið.  Pelican töskurnar á hjólið, myndavélin á  hjálminn, flugnanetin og flugnaeitrið, allt var komið.  Frábært.  Einar bróðir er að vinna í hjólinu sínu heima og veit ekki betur en að allt gangi vel.  Fengum loksins sendar leiðbeiningar um hvernig við eigum að setja stóra bensíntankinn á og einnig hvernig á að setja nýja pústkerfið á, en viti menn, við vorum búnir að þessu öllu saman og ekki nóg með það, heldur mun betur en þeir mæla með !!  Við erum snillingar !  Ég fékk loksins sent tilboð í ábyrgðartryggingu fyrir hjólin í Rússlandi, Mongólíu, Canada og Japan, og samþykktum við það.  Það er Hollenskt tryggingarfyrirtæki sem tryggir þetta fyrir okkur.  Samtals USD 711,-.  Ég veit ekki hvort þetta er dýrt eða ekki, en þar sem þetta er greinilega bæði flókið og tímafrekt að fá tilboð í svona tryggingar, ákváðum við að taka þessu tilboði bara.  Þetta er virt og gott fyrirtæki þannig að allir hlutir ættu að vera í lagi.  En nóg í bili, kveðja frá Florida.

Well, arrived in Florida in heat and lot of sunshine.  Can´t  be better.  I was little worried if the items I ordered had´t arrived, but they where alla there.  Pelican cases, helmet camera and mosqito poison and net.  Einar, my brother is working on his bike, back home, and I think everything is going well.  And finally we got the mounting instructions for the exhaust system and the fuel tank.  But off course we had alredy mount everything on the bike, and done it much better than the instruction told us.  We are so good !  And yesterday we got our quote on the insurance for the bike in Russia, Mongolia, Canada and Usa, total usd 711,- and we accepted it.  It is a Dutch insurance company that we are dealing with and I hope they are good.  But enough today, greatings from Florida.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband