3 dagar í brottför ! / 3 days to go !

motormax5Eftir að hafa keyrt konuna mína upp í GR ( Golfklúbbur Reykjavíkur ) í morgun, þá fór ég heim og byrjaði að pakka.  Til þess að vera tilbúnir að sýna hjólin í verslun MotorMax í hádeginu var eins gott að byrja.  Við bræður mættum þar klárir kl. 11:30 og stilltum öllu vel upp.  Tóti og hans menn í MotorMax voru búnir að undirbúa þetta allt og við þurftum bara að stilla okkur upp og taka á móti fólkinu.  Strax kl. 12:00 þá fór fólk að streyma inn og vorum við uppteknir í tvo og hálfan tíma að sýna hjólin, svara spurningum og spjalla við fólkið.  Þetta var mjög gaman og greinilega mikill áhugi.  Skemmtilegust er þó sagan sem Tóti sagði mér.  Það var einn mjög áhugasamur maður að skoða hjólin og spyrja Tóta um hitt og þetta varðandi hjólin og ferðina, en var samt eitthvað skrítinn á svipinn allan tímann.  Honum fannst ekkert sérstaklega mikið til koma, fannst þetta óþarfa athygli sem við vildum og svolítið mikill búnaður fyrir svona ferð.  Þegar leið á samtalið gat hann ekki lengur stillt sig og sagði við Tóta:  Það er alveg sama hvað þið segið, þetta er ekki rétt hjá ykkur að þeir séu fyrstir til að hjóla hringinn í einum áfanga ! Ég hjólaði þetta í fyrra og var ekki nema 4 daga hringinn í kringum landið !!  Aumingja maðurinn hélt allan tímann að við værum að fara hjóla í kringum Ísland.  motormax2Eftir að Tóti leiðrétti mannin, breyttist viðhorf hans töluvert mikið og nú skildi hann allt þetta umstang í kringum þetta.  Og skellihló hann að þessu öllu saman.   Þetta er skemmtileg saga og kannski dæmi um það hversu stórt þetta er, mönnum dettur þetta ekki einu sinni í hug.  En hvað um það, þetta var mjög skemmtilegt og allir voru ánægðir, bæði við bræður og MotorMax menn.  Nú eru ekki nema þrír dagar til stefnu og margt smálegt eftir að gera.  Við leysum það að sjálfsögðu og leggjum af stað á þriðjudaginn.  Vonandi verður veðrið ágætt því þá er allt skemmtilegra.  Spáin fyrir norðurlandið er þó ekkert sérstaklega spennandi, og fer sem horfir, þá gæti snjóað, og þá er alveg klárt að við hjólum suður fyrir.

 

After I had dropped my wife off at the local golf club this morning, I went home again to pack so the bikes would be ready for the afternoon when they would be for display at MotorMax. Einar and I showed up at MotorMax at 11:30 and Tóti and his people were well prepared so we only had to arrange our stuff and then just talk to the guests. At 12:00 things got a little crowded and we were busy showing the people our bikes, answering questions and talking, for the next two and a half hours. It was a lot of fun and people was clearly taking and interest in what we were doing. But the story Tóti told me was priceless. He told me about this man who was pretty interested but always had this strange look on his face and there was clearly something on his mind. He was asking Tóti a lot of questions and Tóti felt like this man wasn’t impressed in what me and Einar were doing and he thought that we were just trying to get as much attention as we could. He also thought it was strange that we had so much equipment. As the conversation between Tóti and this man went on, this anonymous man clearly couldn’t hold it in any longer and said: I don’t care what you say, it’s not right that these men (Einar and I) are the first Icelanders  to go around in one phase! I did it last year and it didnt take me more than 4 days to go around the country!  This poor man had been thinking that we were just going to ride round Iceland for the whole time. After Tóti corrected this man, the attitude changed quite a lot and now he finally understood what all the fuss was about and had a good laugh. This was a great story and maybe demonstrates how big this trip really is, it didn’t even cross his mind that were were actually going round the world. But anyway, this day was a great success and everybody was happy, us and the people at MotorMax. It’s only 3 days to go and many small things that we need to take care of. I hope the weather is going to be decent on Tuesday because everything is more fun in a good weather. The weather forecast isn’t too good though and it might even snow in the north, and if that happens, it’s clear that we’ll just head south.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband