Farmiðinn ! / The ticket !

norroenaNú eru farmiðarnir í Norrænu komnir, þannig að nú verður ekki aftur snúið !  9. Maí kl 17:00 leggur Norræna af stað frá Seyðisfirði.  Við verðum komnir til Færeyja kl. 11:00 daginn eftir og höldum svo af stað sama dag kl. 17:00.  Við lendum svo í Bergen í Noregi kl. 17:00 þann 11. Maí sem er föstudagur.  Fyrstu nóttina gistum við svo í Bergen og leggjum svo af stað snemma á laugardagsmorgun norður Noreg.  Það verða fleiri Íslendingar á ferðinni á þessum tíma, því ég var að frétta að það verða 11 aðrir mótorhjólamenn og konur í Norrænu á sama tíma og við.  Þetta er allt fólk úr mótorhjólaklúbbnum Dúllararnir, og eru þau á leið í ferð um Evrópu. 

xt660rEins og flestir vita núna, þá ætlum við á Yamaha XT660R mótorhjólum í þessa ferð.  Mér skilst að það séu nokkur svona hjól hér á landi og væri gaman að hafa upp á þessum hjólum og eigendum þeirra og spurning um að skiptast á skoðunum og skrafa svolítið um hjólin. Jafnvel að hjóla saman við tækifæri.  Ef þið vitið um einhvern sem á svona hjól, þá endilega sendið með póst. Þetta eru skemmtileg hjól byggja á gömlum grunni.  Ég hef ekki sjálfur reynslu af þessum hjólum og því væri gaman að  heyra frá öðrum. 

The tickets to Norræna has arrived so there's no turning back now! On May 9th, at 5 pm, Norræna will leave the port in Seyðisfjörður. We'll arrive to the Faroe Islands at 11 in the morning and stop there until 5 pm that day but that's when we'll head of to Bergen, Norway. That will take us about 24 hours so it'll be around 5 o'clock on a Friday when we'll arrive there. We will stay at Bergen for on night and then head off to the North of Norway on Saturday morning. But we won't be the only Icelanders travelling because I recently heard that there will be 11 more bikers with us on Norræna that day. They are all members of the "Dúllararnir" morcycle club and they will be riding around Europe.

As most people know by now, we're going to be travelling on the Yamaha XT660R motorcycle. I understand that there are several bikes like that here in Iceland and it would be fun to hear from the owners of those bikes just to exchange opinions and talk about the bikes. We could even take them for a little ride.If you know about someone who owns this kind of bike please send me an e-mail. The Yamaha XT660R is a nice bike which is based on an old foundation. I don't have an experience with the bike myself so it would be fun to hear from someone who has.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband